Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 55

Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 55
Jóhann hefur haldið fjölda einka- sýninga víða um heim, m.a. stóra og glæsilega sýningu hjá Listasafni Ís- lands 1992. Einnig tók hann þátt í fjölda samsýninga og tóku þau hjónin bæði þátt í sýningunni 10 gestir sem haldin var á Kjarvalsstöðum á Listahátíð 1984. Jóhann var fulltrúi Íslands ásamt Hreini Friðfinnssyni á Feneyjatvíæringnum árið 1993. Kristín lést árið 2002 og í kjölfarið lagði Jóhann allt kapp á að halda nafni hennar á lofti. Hann lét steypa fjölmarga af skúlptúrum hennar í brons og það í mörgum eintökum. Jó- hann flutti frá Orlando til Texas árið 2004 og keypti þá búgarð í Texas, óséðan. Mörg verka Jóhanns eru engin smásmíði svo þessi flutningur var stórátak þar sem kalla þurfti til fjölmarga stóra flutningabíla. Það vakti athygli að maður á hans aldri færi út í slíkar stórframkvæmdir og Þór Elís Pálsson kvikmyndagerðar- maður fylgdist með með flutning- unum og gerði heimildamynd um þá (Only a Birth). Myndin var sýnd á RÚV og vakti verulega athygli á sín- um tíma. Í Texas hefur Jóhann unnið sleitu- laust að listsköpun sinni hvern ein- asta dag. Eljan og sköpunarkraft- urinn hafa vakið athygli og kvikmyndagerðarmaðurinn Hayden Yates hefur fylgst með honum í tólf ár og fullgert heimildamynd um Jó- hann og hans starf. Myndin, sem heitir „A Force in Nature“, hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim og er margverðlaunuð. Hún var sýnd á RIFF sl. haust og var vel tekið. Reykjavíkurborg keypti nú nýver- ið Íslandsvörðuna, sem er steypt úr bronsi og stendur við Sæbraut. Jóhann er enn á fullu, sérhvern dag, að skapa nýstárlega skúlptúra, enda segir hann sjálfur: „Nú er ég að gera mín bestu verk.“ Fjölskylda Eiginkona Jóhanns var Kristín Halldórsdóttir Eyfells, f. 17.9. 1917, d. 20.7. 2002, kaupmaður og mynd- listarmaður. Foreldrar hennar voru Halldór Kristinsson, f. 1889, d. 1968, héraðslæknir á Siglufirði, og k.h., María Jenní Jónasdóttir, f. 1895, d. 1979, húsfreyja. Barnsmóðir Jóhanns er Auður Halldórsdóttir, f. 5.11. 1927, kennari og kaupmaður, dóttir Halldórs Sig- urðssonar, f. 1893, d. 1981, beykis í Reykjavík, og Kristólínu Þorleifs- dóttur, f, 1898, d. 1962, húsfreyju. Sonur Jóhanns og Auðar er Ing- ólfur Eyfells, f. 4.1. 1945, verkfræð- ingur, en kona bans er Hrafnhildur Guðmundsdóttir Eyfells söngkona og eru börn þeirra Guðmundur Eyfells, f. 1973, Jóhann Eyfells, f. 1981, og Eyjólfur Eyfells, f. 1983. Systkini Jóhanns: Einar Eyfells, f. 12.1. 1922, d. 7.9. 1994, verkfræð- ingur í Reykjavík; Kristín Eyfells, f. 7.0. 1925, d. 5.5. 1984, kennari í Reykjavík; Elín Eyfells, f. 16.11. 1926, húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Jóhanns voru Eyjólfur J. Eyfells, f. 6.6. 1886, d. 3.8. 1979, listmálari í Reykjavík, og Ingibjörg Eyfells, f. 4.12. 1895, d. 24.2. 1977, handavinnukennari, kaupmaður og húsfreyja í Reykjavík. ngibjörg Eiríksdóttir húsfr. á Reynistað Eggert Briem sýslum. á Reynistað í Skagafirði Jóhanna K. K. Briem húsfr. í Reykholti Einar Pálsson pr. í Reykholti Ingibjörg Eyfells kaupm. og kennari í Rvík Hróðný Einarsdóttir húsfr. á Glúmsstöðum Páll Jónsson b. á Glúmsstöðum í Fjótsdal Pétur M. Eiríksson fiskmatsm. og sund- kappi í Rvík (þreytti Grímseyjar- sund) Eyjólfur Jónsson skipstj. í Sandgerði Kristín Briem húsfr. á Sauðár- króki og í Rvík Sigrún Lára Guðmunds- dóttir vígslub. á Hólum Jón G. Tómasson fv. borgarritari og ríkislögmaður Eiríkur Eiríksson kaffi­ brennslum. í Rvík Guðbjörg Jónsdóttir, húsfr. í Efraholti á Rangárv. Vilhjálmur Einar Einarsson, bóndi á Laugarbökkum í Ölfusi Kristín Claess- en húsfr. í Rvík Sigríður Thoroddsen húsfr. í Rvík Eiríkur Eyjólfsson b. á Minni-Völlum Kristín Valgerður Einarsdóttir hjúkr- unarfr. og húsfreyja í Kalmanstungu I Eggert Claess- en hrl., bankastj., og form. VSÍ Jónas Þ.Thoroddsen borgarfógeti Egill Þórir Einarsson efnaverkfr. Sigurður Hákon Valgarðsson fv. skipulagsstj. ríkisins Sigurjón Jónsson úrsmiður í Rvík Gunnlaugur Briem Einarsson guðfræðingur Páll Briem amtmaður Valgarð Thorodd- sen rafveitustj. Margrét Herdís Thoroddsen deildar- stj. hjá Tryggingast. Eggert Ólafur Briem Einarsson læknir í Borgarnesi Eiríkur Briem prestaskóla- kennari Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra Helga Kress prófessor Finnbogi Pétursson mynd- listar- maður Ólafur Briem alþm. á Álf- geirsvöllum María Kristín Claessen Thoroddsen húsfr. í Rvík, barnabarn Jóns Thor- oddsen Kristín Anna Thor- oddsen Kress mat- reiðslukennari í Rvík Guðríður Árnadóttir húsfr. á Minni-Völlum Eyjólfur Jónsson b.á Minni-Völlum á Landi Guðríður Eyjólfsdóttir húsfr. í Seljalandsseli Jón Sigurðsson póstur og b. í Seljalandsseli undir Eyjafjöllum JárngerðurSigurðardóttir húsfr. í Eyjum Sigurður Jónsson útvegsb. í Eyjum Úr frændgarði Jóhanns Eyfells Eyjólfur J. Eyfells listmálari í Rvík Jóhann Eyfells ÍSLENDINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 86 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina Helga Marín Níelsdóttir fædd-ist á Halldórsstöðum í Saur-bæjarhreppi 21.6. 1903. For- eldrar hennar voru Níels Sigurðsson og Sigurlína Rósa Sigtryggsdóttir, bændur á Hall- dórsstöðum og seinna á Æsustöðum. Helga eignaðist tvær dætur, Huldu Kristinsdóttur og Eddu Níels. Helga Marín nam fatasaum á Akureyri 1918. Eftir það flutti hún til Reykjavíkur og stundaði nám í skóla Ásgríms Magnússonar að Berg- staðastræti 3. Árið 1924 lauk hún ljós- móðurprófi frá Ljósmóðurskóla Ís- lands og vann við það í tvö ár í Reykjavík. Eftir það lá leið hennar til Kaupmannahafnar í framhaldsnám á fæðingarstofu Ríkisspítalans og lauk hún prófi þaðan 1927. Að því loknu tók við námsdvöl í Stokkhólmi, Ósló og Bergen. Helga hélt heim til Íslands árið 1928 og tók til starfa sem ljósmóðir í Reykjavík. Hún stofnaði Fæðingar- heimilið við Eiríksgötu árið 1933 og starfrækti það til ársins 1940. Henni var einnig heimilt að taka á móti sjúk- lingum til augnaðgerða og lét reisa viðbótarbyggingu sem hýsti nýtísku skurð- og fæðingarstofu. Hún var forstöðukona heimilis- hjálpar Reykjavíkur 1950-76 og var embættisljósmóðir í Reykjavík 1949- 73. Helga stofnaði Ljósmæðrafélag Reykjavíkur 19. júní 1942 og var gjaldkeri þess í rúman áratug og síð- ar formaður. Þá sat hún alþjóðaþing ljósmæðra í Róm 1960 og í Wash- ington árið 1973, þing norrænna ljós- mæðra í Reykjavík 1965 og í Stokk- hólmi 1968. Hún var heiðruð af Rauða krossi Íslands fyrir mannúðar- og ljós- móðurstörf 1977. Helga tók fyrst á móti barni í júní árið 1924 og því síðasta í nóvember árið 1977, en alls tók hún á móti 3.483 börnum. Í bókinni Íslenskar konur, ævisögur, útg. 2002, eru lýs- ingar Helgu á námsárum sínum í Reykjavík. Helga Marín lést 28.4. 1986. Merkir Íslendingar Helga Marín Níelsdóttir 90 ára Hallbjörg Gunnarsdóttir Valgerður Guðrún Bílddal 85 ára Erna Helgadóttir Ingi Hólmar Jóhannesson Selma Hannesdóttir 80 ára Ástdís J. Stefánsdóttir Jón Þór Ólafsson Peter Ellenberger Sævar Helgason 75 ára Ásgeir Eyjólfsson Hjördís Sigurbjartsdóttir Margrét Ragnarsdóttir Ólöf Jónsdóttir Ólöf Þórey Haraldsdóttir Sólveig Friðþjófsdóttir 70 ára Axel Kordtsen Bryde Guðrún Þorsteinsdóttir Jóhann T. Aðalsteinsson Karl Viðar Lísa Kristín Jónasdóttir Reynir Guðjónsson Sigurður Óli Sigurðsson Steinunn Sigurðardóttir Valgeir Guðmundsson Þorsteinn Ingi Konráðsson Þóra Þormóðsdóttir 60 ára Alexander F. Eyjólfsson Ágúst Karlsson Björg Ingvarsdóttir Eva Kristín Hreinsdóttir Gísli Grétarsson Guðrún Jóhannsdóttir Gunnar Friðrik Orrason Haraldur Jónasson Hulda Ólafsdóttir Jón Guðlaugsson Sigurður Jakob Pétursson 50 ára Arnheiður Helgadóttir Ágúst Sigurðarson Berglind Björgúlfsdóttir María Lovísa Jamora Ríkharður G. Hjartarson Sigmundur Björnsson 40 ára Hafsteinn Þór Harðarson Hjörtþór Hjörleifsson Hlín Druzin Halldórsdóttir Jóhann B. Guðmundsson Jóhann H. Kristinn Líndal Jón Ásgeir Gestsson Kjartan Ægir Kristinsson Lilja Vilborg Gunnarsdóttir Linda Björk Huldarsdóttir Marcin Kowalewski Sóley Svanfríður Valsdóttir Valþór Druzin Halldórsson Þorgeir Gestsson Þóra Björk Jónasdóttir 30 ára Aron Örn Grétarsson Atli Steinn Valgarðsson Aurimas Grigas Erna María Arnardóttir Helga Hermannsdóttir Hrefna Daðadóttir Hubert Majewski Kári Viðar Jónsson Kolbrún Grétarsdóttir Lára Aradóttir Magdalena Komorowska Máté Dalmay Olivia Marie Harper Paulius Indrisiunas Rakel Birgisdóttir Sophie Etzold Steinunn Ósk Axelsdóttir Uldis Vedzele Zuzana Budková Til hamingju með daginn 30 ára Vilhjálmur ólst upp á Akureyri, býr þar, lauk MA-prófi í leikritun og listbókmenntum og er annar hluti Vandræða- skálda, ásamt Sesselíu Ólafsdóttur leikkonu. Systkini: Snæbjörn Bergmann, f. 1989, og Ingibjörg Bergmann, f. 1993. Foreldrar: Bragi Berg- mann Vilhjálmsson, f. 1958, og Dóra Hart- mannsdóttir, f. 1962. Vilhjálmur B. Bragason 30 ára Unnur ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk ML-prófi í lögfræði frá HÍ og er lögfræðingur og verkefnastjóri hjá SA. Maki: Jóhann Skúli Jóns- son, f. 1991, lögfræðingur hjá Einkaleyfastofunni. Sonur: Eysteinn Skúli Jó- hannsson, f. 2017. Foreldrar: Hallsteinn Sverrisson, f. 1941, og Anna Eygló Antonsdóttir, f. 1947. Þau búa í Reykja- vík. Unnur Elfa Hallsteinsdóttir 30 ára Skúli ólst upp í Norðtungu í Borgarfirði, býr í Washington DC og Reykjavík, er líffræðingur og starfar hjá Kerecis sem vinnur lækningatæki úr þorskroði. Dóttir: Emilía Fannberg, f. 2015. Foreldrar: Kolfinna Jó- hannesdóttir, f. 1967, deildarstjóri hjá Mennta- málastofnun, og Magnús Skúlason, f. 1967, bóndi í Norðtungu. Skúli Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.