Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. stimpilinn „engin dýr voru sköðuð við framleiðslu myndarinnar“. Síðar hefur þó komið í ljós að stimpillinn er gjörsamlega þýðingarlaus, eins og flestir aðrir stimplar er varða velferð dýra, og hver skandallinn á fætur öðrum hefur komið upp. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Life of Pi frá 2012 en tígrisdýrið sem sjá má í þeirri mynd var nær dauða en lífi við tökur myndarinnar eftir að hafa verið trekk í trekk hent út í vatnstank svo það mætti ná mynd af því á svamli. Við gerð kvikmyndar Peters Jacksons The Hobbit: An Unexpected Journey frá 2012 dráp- ust einnig tuttugu og sjö dýr vegna vanrækslu, þar á meðal kindur, geitur og hestar. Þá má nefna Pira- tes of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl sem kom út sama ár, en fjölda sjávardýra skolaði á land eftir ítrekaðar djúpsjávar- sprengingar sem festar voru á filmu. Allar þessar myndir fengu full- nægjandi stimpil frá AHA – „engin dýr voru sköðuð við framleiðslu myndarinnar“. Það er nefnilega svo, að til þess að fá stimpilinn þarf framleiðslan aðeins að standast þær kröfur að engum dýrum var vísvit- andi slátrað við gerð myndarinnar og slátrunin fest á filmu. Þetta er náttúrlega gjörsamlega fáránlegt og stimpill sem er einungis gerður til að slá ryki í augu þeirra sem láta velferð dýra sig varða. Bob Ferber, sem gegndi starfi saksóknara í dýraníðsmálum í Kaliforníu í meira en áratug í kringum aldamótin, bendir einnig á að það er nær ekk- ert gagnsæi við gerð Hollywood- mynda og AHA gefur mjög svo tak- markaðar upplýsingar, í samráði við kvikmyndaframleiðendur, um hag dýra á setti. Enn eitt myrka leyndarmálið í Hollywood Bandarískar kvikmyndir eru að sjálfsögðu ekki einar um þennan viðbjóð, en sjálfur varð ég til að mynda mjög vonsvikinn þegar ég komst að því að Park Chan-wook, leikstjóri suðurkóresku myndar- innar Oldboy – sem var í miklu uppáhaldi hjá mér – lét aðalleikara myndarinnar tæta í sig fjóra lifandi kolkrabba, sem börðust fyrir lífi sínu allt fram á síðustu stundu, til þess að ná nokkrum raunverulegum skotum. Daninn Lars von Trier lét líka slátra asna í kvikmyndinni Manderlay frá árinu 2005, en sagan segir að leikaranum John C. Reilly hafi verið svo ofboðið að hann vék frá myndinni í fússi. Jean-Luc God- ard slátraði líka dýrum í myndum „Engin dýr voru sköðuð við framleiðslu myndarinnar“ Svaml Tígrisdýrið sem leikur stórt hlutverk í kvikmyndinni Life of Pi frá árinu 2012 var nær dauða en lífi við tökur myndarinnar eftir að hafa verið trekk í trekk hent út í vatnstank svo það mætti ná mynd af því á svamli. Kramin John Waters lét kremja hænur til dauða við gerð Pink Flamingos.Vanræksla Við gerð The Hobbit: An Unexpected Journey drápust 27 dýr vegna vanrækslu, þ.á m. geitur og hestar. »Ég gat því ekki ann-að en kafað ofan í það hvort slíkt sé sið- ferðilega rétt, enda nokkuð augljóst að þeg- ar tökum er lokið fara dýrin ekki upp í svítu eins og aðrar kvik- myndastjörnur og skála í kampavíni – heldur fara þau oftast beinustu leið inn í búr þar sem þeim er haldið nær alla sína ævi. AF KVIKMYNDUM Davíð Már Stefánsson stefanssondavidmar@gmail.com Dýr eru yndisleg. Það verður ekki dregið í efa. Það er yndislegt að um- gangast þau, fylgjast með þeim og læra af þeim. Bandarískur leikstjóri bað mig hins vegar nýlega að skrifa kvikmyndahandrit þar sem elsku dýrin spila stóra rullu. Ég gat því ekki annað en kafað ofan í það hvort slíkt sé siðferðilega rétt, enda nokk- uð augljóst að þegar tökum er lokið fara dýrin ekki upp í svítu eins og aðrar kvikmyndastjörnur og skála í kampavíni – heldur fara þau oftast beinustu leið inn í búr þar sem þeim er haldið nær alla sína ævi. Kenna mátti ýmissa grasa um leið og stækkunarglerið var tekið upp. Tígrisdýri næstum drekkt Til að átta sig á vandamálinu þarf maður kannski að skilja að dýraníð hefur verið hluti af Hollywood allt frá fyrsta degi. Nashyrningar voru drepnir hver á fætur öðrum í göml- um Tarzan-myndum og fjölda hesta var slátrað í kúrekamyndum. Þegar vakin var athygli á því að slíkt væri nú kannski ekki alveg eðlilegt var batteríinu American Humane Asso- ciation, eða AHA, hrundið af stað – en samtökin áttu, og eiga enn í dag, að sjá til þess að dýr séu óhult með- an á tökum stendur. Samtökin eru kannski þekktust fyrir að gefa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.