Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 60

Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Svavar Pétur Eysteinssoner löngu orðinn þekkturfyrir lög sín og texta, enhann hefur gefið út tónlist með hljómsveitunum Skakkaman- age og Prins Póló. Í Skakkaman- age hefur gjarn- an mátt heyra ljóðrænni texta og angurværari melódíur, en í Prins Póló hefur meira verið um húllumhæ sem óneitanlega hefur kætt landsmenn. Á Þriðja kryddinu má samt eig- inlega segja að þessu tvennu sé blandað saman á nýstárlegan hátt. Nýja platan er fimmta útgáfa sveitarinnar ef smáskífan Einn heima frá árinu 2009 er talin með. Þetta er samt þriðja hljómplata Prins Póló í fullri lengd og þaðan er nafnið komið, ásamt auðvitað dularfullu bragðinu sem afskap- lega erfitt er að henda fullkomlega reiður á. Svavar Pétur semur lög og texta og spilar á allt, en nýtur bakraddasöngs Benna Hemm Hemm og Berglindar Häsler hvors í sínu laginu, ásamt því sem Axel Flex Árnason leikur á trommur. Lögin ellefu á Þriðja kryddinu eru margslungin. Tæplega helm- ingur þeirra er hress og í dúr og rúmlega helmingur sorglegur og í moll. Öll lögin eru svo annaðhvort með mjög sorglega texta sem eru að þykjast vera hressir eða mjög hressa texta sem eru að þykjast vera sorglegir. Líklega er það hlustandinn, og hvernig hann er stemmdur, sem ræður úrslitum um hvort platan er að taka sig al- varlega en þykist ekki gera það eða hvort hún er bara að gera grín en þykist samt vera smá alvarleg. Er þessi plata kannski bara að plata okkur? Svavar Pétur hefur, sem texta- höfundur, náð ótrúlegri tækni í að koma skilaboðum áleiðis en láta samt eins og hann sé ekki að segja nokkurn skapaðan hlut. Margir textar hans virðast vera bull- textar, en þegar betur er að gáð og í þá er rýnt er þar að finna sjálfsgagnrýni, þjóðfélagsádeilu og umfjöllun um viðkvæm málefni. Textar þessarar plötu eru margir hverjir einhvers konar uppgjör miðaldra manneskju sem horfir með eftirsjá á liðna tíð, þegar allt virtist einfaldara og lífsgæðakapp- hlaupið var ekki hafið, ábyrgðin var minni og heilsan betri. Margir hlustendur Prins Póló ættu alveg að geta tengt við þessar pælingar, og Svavar er samur við sig í að matreiða texta sína þannig að um varir læðist lítið glott af og til. Öll lög plötunnar eru með slíka texta. Þegar kemur að lagasmíðunum eru þær hins vegar, eins og fyrr segir, mismunandi og eins og tví- skipting eigi sér stað. Léttu og hressu lögin eru í anda þess sem Prins Póló hefur verið að gera og smáskífurnar „Læda slæda“ og „Líf ertu að grínast“ eru dæmi um það. Hægu og dramatísku lögin minna mun meira á Skakkaman- age, eins og til dæmis „Abbadís“ og „Sandalar“, sem eru að mínu mati mun áræðnari og áhugaverð- ari lög. Það skal reyndar tekið fram að ég er gamall Skakkaman- age-aðdáandi og því gæti ég verið að heyra eitthvað sem byggist á þeirri hlustun og enginn annar nennir að vera að hugsa um. Það er samt allt í lagi, og auðvitað er ekkert hægt að segja hvaða lög eru skemmtilegri en einhver önnur lög. Mín uppáhaldslög á plötum eru einmitt oft ekki fyrstu smá- skífurnar, heldur vel geymdu lögin sem grípa mann eftir margar hlustanir. Í heildina er þessi plata undar- leg blanda af keleríis-tónlist ní- unda áratugarins (það gera trommuheilarnir) og epísku þungarokki í anda Kiss. Svo er smá sletta af Adda í Sólstöfum í bakröddunum víðsvegar á plötunni og loks er hellt vel yfir þetta allt saman úr kaldhæðnissósuflöskunni sem Svavar virðist alltaf eiga nóg í. Útkoman er eitthvað sem maður heldur að maður skilji, en skilur samt ekki, því maður veit ekki hverju maður á að trúa. Að því sögðu eru sum lög plötunnar bestu lög sem maður hefur heyrt, en önnur aðeins minna skemmtileg. Öll eru þau samt frábærlega sam- in, flutt, upptekin og hljómurinn er stórfenglegur. Svavar Pétur er svo auðvitað snillingur, og það er einmitt þess vegna sem ég skil stundum ekkert í honum. Ég elska það. Ertu að grínast? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Plat „Líklega er það hlustandinn, og hvernig hann er stemmdur, sem ræður úrslitum um hvort platan er að taka sig alvarlega en þykist ekki gera það eða hvort hún er bara að gera grín en þykist samt vera smá alvarleg. Er þessi plata kannski bara að plata okkur?“ segir í rýni um nýjustu plötu Prins Póló. Hljómplata/Geisladiskur Prins Póló – Þriðja kryddiðbbbbn Nýjasta verk Prins Póló heitir Þriðja kryddið og er þriðja hljómplatan í fullri lengd. Þar má finna ellefu lög og texta eftir Svavar Pétur Eysteinsson. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Grínleikarinn Will Ferrell mun leika í kvikmynd sem fjallar um Eurovision- söngkeppnina. Samkvæmt frétt The Guardian mun hann einnig skrifa myndina ásamt Andrew Steele sem hann hefur áður unnið handritin að Casa de mi Padre og A Deadly Adoption með. Sást til leikarans á Eurovision í Lissabon í maí, en hann segist vera mikill aðdáandi keppninnar síðan sænsk eiginkona hans kynnti honum hana árið 1999. Eurovision hefur notið sívaxandi vinsælda síðan hún hófst árið 1956 og einar 186 milljónir manna horfðu á útsendingu hennar í maí sl. Næst mun Ferrell sjást á hvíta tjaldinu í hutverki Sherlocks í grín- myndinni Holmes and Watson. John C. Reilly leikur Watson, Ralph Fien- nes illmennið Moriarty og Hugh Laurie er bróðir hans, Mycroft. Ferrell í Eurovision Will Ferrell Samkvæmt nýrri breskri rannsókn sem frá segir á BBC verða 43% tón- listarhátíðargesta undir 40 ára fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. 22% allra gesta upplifa það og þar af 30% allra kvenna. Í 70% tilvika er gerandinn ókunnugur fórnar- lambinu. YouGov framkvæmdi rannsókn- ina að beiðni Press Association og í ljós kom að konur tilkynna einungis 1% slíkra uppákoma til hátíðar- starfsfólks, en karlar 19%. Ýmis félagasamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi hafa tjáð sig um sláandi niðurstöður rannsókn- arinnar. Flestum komu þær ekki á óvart og augljóst þykir að skipu- leggjendur hátíðanna verði að koma á öruggari gæslu og hertu eftirliti. Grípa þurfi í taumana strax svo slík hegðun verði ekki eðlilegur hluti há- tíðarhaldanna. Kynferðis- ofbeldi á tón- listarhátíðum AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.