Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 65
65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
Secret Solstice 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Secret Solstice-hátíðin er byggð að
mestu upp á sama hátt og í fyrra
Það verða 140 mismunandi atriði
ýmist stakir listamenn eða hljóm-
sveitir. Íslenskir listamenn eru með
90 tónlistarviðburði og erlendir með
50,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn
af aðalskipuleggjendum Secret Sol-
stice, sem byrjar í kvöld og stendur
fram á sunnudag. Hátíðin er nú hald-
in í fimmta sinn.
Jón Bjarni segir að miðað við dag-
skrána sem gestir hafa búið sér til og
hlaðið niður í þar til gert app þá megi
búast við að vinsælustu viðburðirnir
verði Stormzy, Cucci Mane, Bonnie
Tyler, George Clinton og Parlament
Funkadelic og hljómsveitin Clean
Bandit frá Bretlandi sem slegið hef-
ur hvert metið á fætur öðru.
„Ég vona að rokkarar nýti tæki-
færið og fjölmenni á Slayers-
tónleikana,“ segir Jón Bjarni.
Sundlaugarpartí í Hreppslaug
Auk viðburða á hátíðinni sjálfri
hafa fyrirpartí verið haldin meðal
annars á Kaffi Laugalæk, Dillon og
Hlemmi Square.
„Við höldum áfram með hliðar-
viðburði og bjóðum upp á ferðir á
Langjökul og í Rauðhólahelli eins og
áður. Við bætum við sundlaugar-
partíi með DJ Lee Burridges, í
Hreppslaug, í Skorradal á föstudag-
inn,“ segir Jón Bjarni og jafnframt
að bætt hafi verið við annars konar
viðburðum en tónlist á hátíðarsvæð-
inu. Má þar nefna BMX-hjólasýn-
ingu og víkingadagskrá.
„Við verðum að sjálfsögðu með
bar þar sem hægt er að horfa á HM
og svo verður leikur Íslands og Níg-
eríu sýndur á aðalsviðinu á föstudag-
inn kl. 15.00,“ segir Jón Bjarni.
Að sögn hans er aðsókn að tónlist-
arhátíðinni svipuð og í fyrra. Hann
segir veðrið og hátt gengi krónunnar
ekki hjálpa til.
„Bretunum hefur fækkað en
Bandaríkjamönnum fjölgað og svo
kaupa margir Íslendingar ekki miða
fyrr en í rétt fyrir hátíðina,“ segir
Jón Bjarni og bætir við að 25 til 30%
gesta séu útlendingar og landinn 65
til 70% gestanna.
Að sögn Jóns Bjarna er tilgangur
Secret Solstice að vera þekkt alvöru
sumartónlistarhátíð á alþjóðlegan
mælikvarða og það hefur tekist að
hans mati.
Teymi sérfræðinga í hreinsun
„Við erum ung hátíð og verðum
betri og skipulagðari með hverju
árinu. Í fyrra var kvartað yfir sorp-
málum á svæðinu. Við réðum erlent
teymi sérfræðinga til þess að halda
svæðinu hreinu í ár,“ segir Jón
Bjarni.
Secret Solstice er 800 til 1.000
manna vinnustaður meðan á hátíð-
inni stendur að sögn Jóns Bjarna og
um 100 til 200 sjálfboðaliðar leggja
hönd á plóg, flestir erlendir.
Secret Solstice hefst í dag
Silvía Erla fyrst á svið Ísland og Nígería á stóra sviðinu 800 til 1.000
manna vinnustaður Bonnie Tayler, Slayer, Stormzy, Clean Bandit, Aron Can
Ljósmynd/Sarah Koury
Vinsæll Joey Christ nær vel til áhorfenda og endurtekur leikinn um helgina.
Ljósmynd/Secret Solstice
Secret Solstice Myndin fangar vel stemninguna á bjartri sumarnótt.
Morgunblaðið/Hanna
Fjölbreytni Bonnie Tyler er ein af fjölmörgum erlendum tónlistarmönnum
sem fram koma og skemmta á Secret Solstice-hátíðinni í ár.
Hátíðaropnun fimmtudag:
Bonnie Tyler, Jet Black Joe, Steve
Aoki, JóiPé&Króli,
Sylvía Erla, Charlotte de Witte, Cos-
mic Bullshit.
Föstudagur:
Gucci Mane, Dream Wife, Dubfire,
Sweaty Records, Maher Daníel, Gold-
link, IAMDD, Aron Can, Hildur, Mó-
krókar, Floni, Alvia, For A Minor Ref-
lacton, Pink Street Boys, Bjarki
Valdimar, Ása, Marco Faraone,
Skrattar, Johnny And The Rest,
Captain Syrup, Mushy, Ern, Röskva,
Andrea Jóns, Gísli Pálmi, We Maid
God, Fox Train Safari, Teitur Magn-
ússon, Vio, Rythmatik, Vicky, Casio
Fatso, Indigo Theory, Mike The Jac-
ket, PJ Glaze, Colin Perkins.
Laugardagur:
Slayer, Agent Fresco, EARTHGANG,
Sturla Atlas, Kiló, J.Philip, Holmar,
HAM, Une Misére, J.I.D, Birnir, Joey
Christ, Young Karin, Logi Pedro, Hos-
ted by Ali Love, Reykjavíkurdætur,
Ragga Holm, Yung Nigo Drippin, DJ
Karítas, J.Philp, Huginn, Elli Grill, Fe-
ver Dream, Dino Gardiakos, Cole,
Carla Rose, Droog, Death From
Above, Matt Tolfrey, Skream, DJ Frí-
mann, CasaNova, Orang, Nitin.
Volante, Daníel Jack, Skream.
Sunnudagur:
Stormzy, Stuðmenn, Högni, Úlfur Úlf-
ur, Egyptian Lover, Grúska Babúska,
Clean Bandit, Get Funky DJs, Art-
work, 6LACK, J Hus, Masego, Gen-
telman’s Dub Club, GKR, Cell7, Sha-
des of Reykjavík, Sprite Zero Klan,
MARBS, Maxxi Soundsystem, Anton
Fitz, Matin Loose-Cuts, Martin Mar-
son, Just William, Georg Clinton&-
Parlament Funkadelic, Masego, JFDR,
GDRN, Kollektiv Turmstrasse, Birgir,
Between Mountains, Ateria, Mighty
Bear, Una Stef, Skaði.
Nánari dagskrá á secretsolstice.is.
Dagskráin í
stórum dráttum
Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt
ICQC 2018-20
Myndlistarmennirnir Einar Gari-
baldi og Ósk Vilhjálmsdóttir eiga
bæði verk á sýningunni Einskis-
mannsland: Ríkir þar fegurðin
ein? í Hafnarhúsinu. Þau verða
með leiðsögn um sýninguna í
kvöld kl. 20. Þar er sjónum beint
að verkum sem endurspegla
tengsl Íslendinga við víðerni
landsins og breytilegt verðmæta-
mat gagnvart náttúrunni.
Á undan leiðsögninni kl. 19 mun
Ósk kynna nýútkomna bók sína
Land undir fót. Bókin var unnin
samtímis innsetningu Óskar á sýn-
ingunni, og þar er texti ásamt
rúmlega eitt hundrað stillum úr
myndbandsupptökum sem Ósk tók
við Hálslón við Kárahnjúka.
Íslendingar og víðerni landsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Listræn Ósk Vilhjálmsdóttir kynnir bók og
myndlistarverk um íslenska víðáttu.
Rauða skáldahúsið held-
ur í kvöld fimmtu sýningu
sína, en hópurinn fagnar
nú eins árs afmæli. Fer
sýningin fram í Iðnó frá
kl. 20-23.
Rauða skáldahúsið er
blanda af ljóðakvöldi,
leikhúsi og kabarett, þar
sem ljóðskáld selja gest-
um einkalestra í náinni
umgjörð.
Þema sýningarinnar er
Draumur á Jónsmessunótt og verða tvö aðalskáld að þessu sinni; Hall-
grímur Helgason sem les upp úr þýðingum sínum á Shakespeare og austur-
ríska skáldið Cornelia Travnicek sem fer með ljóð á þýsku sem verða líka
flutt í enskri þýðingu Meg Matich. Einnig verður boðið upp á lifandi tónlist,
dans, burlesque, sirkusatriði, töfrabrögð og tarot-spá. Svo verður barinn
vitaskuld opinn.
Fjölbreytt skemmtikvöld í Iðnó
Gaman Ljóð, sirkus, tarot, leikhús og kabarett.