Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
Besta Hekluverðið
4.690.000 kr.
HérHEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
VW Passat GTE Tengiltvinnbíll / Sjálfskiptur / Vistvænn
Nýr Volkswagen á Besta Hekluverðinu
Nú er góður tími til að fá sér nýjan Volkswagen hjá Heklu því við vitum aldrei
hvað svona frábært verð býðst lengi. Tryggðu þér Volkswagen á besta
Hekluverðinu og aktu inn í sumarið.
Besta Hekluverðið 6.990.000 kr.
VW Tiguan Allspace Comfortlinle+ 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur / Fjórhjóladrifinn / Sjö sæta / Dráttarbeisli
Fullt verð: 7.635.000 kr.
645.000 kr.
Afsláttur
er aðeins sýndur hluti af bílum í boði. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum.
5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd
Besta Hekluverðið
4.490.000 kr.
VW T-Roc 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur / Fjórhjóladrifinn
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Allt hefur verið með kyrrum kjörum
fyrstu dagana sem liðsmenn björg-
unarsveita Slysavarnafélagsins
Landsbjargar eru á svonefndri há-
lendisvakt. Fyrsti
hópurinn sem er
úr Flugbjörg-
unarsveitinni í
Reykjavík fór til
fjalla á föstudag í
síðustu viku og
verður í Land-
mannalaugum
fram til næst-
komandi sunnu-
dags. Þá kemur
annar hópur á svæðið.
Þá er mannskapur á leiðinni í
Nýjadal á Sprengisandsleið og í
Drekagil við Dyngjufjöll, en vaktin
þar hefst á morgun, föstudag, viku
síðar en í Laugum. Almennt ber
fólki þó saman um að færra fólk sé
um þetta leyti á hálendinu en oftast
áður, og er sennilegt að rigningin að
undanförnu ráði þar miklu.
Bíómyndir eru vandamál
„Hér eru tíu manns virku dagana
en fjórtán um helgar. Héðan förum
við um á vegina í grennd, athugum
umferð og vöðin á ánum. Þau reyn-
ast ökumönnum oft erfið og eru
varasöm þó að árnar séu ekki vatns-
miklar. Sakir ókunnugleika fer fólk
oft rangt í vöðin eða á of miklum
hraða og festir bílana. Ég hef stund-
um sagt að vandamálið sé amerískar
bíómyndir; glannaakstur sem fólk
gerir að fyrirmynd sinni sem á þó
alls ekki við,“ segir Birgir Pétursson
sem síðustu viku hefur stýrt vakt-
inni í Landmannalaugum.
Hálendishópnum í Laugum er
skipt upp í tvennt enda víðfeðmu
svæði að sinna. Undir er Fjallabak,
Dómadalsleið og Fjallabaksleið
nyrðri og syðri. Þá liggur Laugaveg-
urinn þarna um; leið sem þúsundir
manna ganga á ári hverju.
Annars gildir sú almenna regla að
þegar útköll eða beiðnir um aðstoð
berast er kallað til þeirrar sveitar
sem er skemmst frá útkallsstað – og
að því leyti eru björgunarsveitirnar
til dæmis á Hellu og Hvolsvelli
sterkt bakland hálendisvaktar í
Landmannalaugum. Stundum hend-
ir að fara þarf til aðstoðar vegna
slysa, en flest eru þau minniháttar.
Smábílum fækkar
„Ökumenn sem ætla sér hingað
inn í Landmannalaugar á smábílum
sjást varla lengur,“ segir Birgir.
„Þar held ég að komi til að bílaleig-
urnar tóku á vandamálinu með
fræðslu og aðhaldi. Að ferðafólk
skrái sig inn í Safe travel er líka til
mikilla bóta; þegar og ef fólk skráir í
grófum dráttum hvert það ætlar.
Slíkt gerir allar aðgerðir björg-
unarsveita og annarra auðveldari ef
á reynir. Að göngufólk skrái inn til
dæmis fyrirhugaðar dagleiðir sínar
milli skála á Laugaveginum hefur
komið sér vel.“ Birgir Pétursson
hefur verið virkur þátttakandi í
starfi Flugbjörgunarsveitar í
Reykjavík um langt árabil. Hálend-
isvaktina telur hann hafa sannað
gildi sitt fljótt, bæði til að tryggja ör-
yggi á fjöllum auk þess sem þetta
gefi björgunarfólki gott tækifæri til
þjálfunar. Í nokkrurra daga sam-
veru inni á hálendinu hristist mann-
skapurinn vel saman og félagsleg
tengsl styrkist sem sé mikilvægt
fyrir starfið allt.
Vöðin á ánum eru varasöm
Hálendisvakt í Landmannalaugum Hópar fara í Nýjadal og Drekagil á
morgun Fátt er á fjöllum núna vegna veðurs Tengslin eru mynduð
Birgir
Pétursson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Öslað Björgunarsveitirnar eru eins og smurð vel. Ekið á vel búnum jeppa yfir Námukvísl við Landmannalaugar.
„Hálendis-
vaktin gefur
fólki sem er
að byrja í
björgunar-
sveit alveg
frábært
tækifæri til
þjálfunar,“
segir Erla
Rún Guð-
munds-
dóttir sem hefur verið á vakt í
Landmannalaugum síðustu
daga. Hún er nú í nýliðaþjálf-
un og æfingum sem hófust
síðastliðið haust. Þegar nám-
inu lýkur fær hún formlega
aðild að Flugbjörgunarsveit-
inni í Reykjavík sem hún er
þegar farin að starfa með í
verkefnum sem rekur á fjör-
urnar hverju sinni.
„Nýliðafræðslan er mjög
fjölbreytt, svo sem fyrsta
hjálp, leitartækni og aðkoma
að hópslysum. Fólk ætti því
eftir fyrsta veturinn að geta
mætt ýmsum aðstæðum og á
þessari vakt hér finnur maður
vonandi að einhverju leyti
hvers maður er megnugur í
verkefnum úti á vettvangi. Ný-
liðaferðirnar og að vera nú
inni á hálendinu í nokkra daga
í gæslu og aðstoða skilar
manni ágætri tilfinningu fyrir
landinu og að lesa úr ýmsum
göngum og kortum sem skipt-
ir miklu máli fyrir björgunar-
sveitafólk.“
Tækifæri
til þjálfunar
NÝLIÐAR Á HÁLENDISVAKT
Erla Rún
Guðmundsdóttir