Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 184.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Aðventublær í Bamberg Aðventan í Þýskalandi er heillandi og mikil jólastemning er í borgum og bæjum. Ferðin hefst í borginni Bamberg, komið verður til Nürnberg, þar sem finna má elsta jólamarkað landsins og til borgarinnar Würzburg sem er töfrandi á aðventunni og státar af líflegum jólamarkaði. 30. nóvember - 7. desember Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir „Við erum algjörlega sjálfstæðar og við tökum hundrað prósent ábyrgð á okkar skjólstæðingum. Landspít- alinn segir okkur ekki fyrir verkum,“ segir Guðrún Fema Ágústsdóttir, ljósmóðir sem sagði upp störfum hjá Landspítalanum nýverið og starfar nú sem sjálfstætt starfandi ljós- móðir. Hún segir að það sé val sjálf- stætt starfandi ljósmæðra hvenær þær taki að sér skjólstæðinga. „Ég tek ekki að mér konu í heimaþjón- ustu ef hún er enn í áhættu sem til- heyrir sjúkrahúsinu.“ Sjálfstætt starfandi ljósmæður hafa öryggið í fyrirrúmi, að sögn Guðrúnar. „Við störfum náttúrlega til þess að örygg- inu sé sinnt. Ef það er vandamál Landspítalans að ljósmæður þar ætli að senda konur fyrr heim þá tökum við ekki þátt í því, þar erum við allar sammála. Það sem við erum á móti er að taka að okkur skjólstæðinga sem eru ekki tilbúnir að fara heim. Við samþykkjum ekki að sú ábyrgð sé lögð á okkur.“ Barnalæknar sýna samstöðu Guðrún Fema segir að hún hafi ekki enn lent í því að vera beðin um að taka að sér konu í heimaþjónustu sem ekki var tilbúin að útskrifast af spítalanum. „Við höfum einmitt verið að taka við konum og börnum sem voru útskrifuð á alveg nákvæmlega réttum tíma. Ég held að það sé líka barnalæknum að þakka sem passa upp á það. Ég veit að þeir standa hundrað prósent með okkur.“ Guð- rún biðlar til ríkisstjórnarinnar að leysa deiluna sem fyrst. „Ég myndi vilja bæta því við að ég vona að ríkis- stjórnin semji við ljósmæður sem hafa sagt upp á Landspítalanum til þess að vera ekki að setja óþarfa álag og áhyggjur á foreldra um að þurfa að fara of snemma heim og fá ekki rétt eftirlit.“ Hjá Björkinni, sjálfstætt starfandi ljósmæðraþjónustu sem sér um fæð- ingar og heimaþjónustu er allt upp- bókað út september. Arney Þórarins- dóttir, ljósmóðir og framkvæmda- stjóri Bjarkarinnar, segir það þó ekki óvenjulegt. „Það er alltaf mjög mikið bókað hjá okkur en það sem er öðru- vísi núna er ástæðurnar fyrir því að konur leita til okkar. Venjulega er það bara vegna þeirrar þjónustu sem við bjóðum upp á en nú er það fremur vegna þess að konur eru óöruggar vegna ástandsins.“ Arney segir jafn- framt að fyrirspurnir um fæðingar hafi færst mjög í aukana undanfarið. ragnhildur@mbl.is „Landspítalinn segir okkur ekki fyrir verkum“ Morgunblaðið/Sverrir Nýburi Sjálfstætt starfandi ljósmóðir segir að hún og hennar kollegar neiti að taka að sér konur og börn sem séu útskrifuð of snemma.  Taka ekki að sér konur í áhættu Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Við horfum eiginlega bara á eina vakt í einu,“ segir Linda Kristmunds- dóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Aðgerða- áætlun spítalans var sett í gang 1. júlí en uppsagnir tólf ljósmæðra tóku gildi sama dag. „Við erum náttúrlega undir- mönnuð og það er öryggisógn til staðar. Þetta er síbreytileg þjónusta og það geta komið upp stórir álags- toppar og við erum hræddust við þá stöðu. Þetta lítur ágætlega út fyrir daginn í dag en svo veit maður aldrei hvað gerist í kvöld eða nótt.“ Útskrifa konur og börn hraðar Í aðgerðaáætluninni er meðal ann- ars kveðið á um að útskrifa skuli kon- ur og nýbura eins fljótt og hægt er. „Við höfum útskrifað hraðar og fyrr heldur en undir venjulegum kring- umstæðum. Það er þó alltaf vegið og metið í hverju tilviki fyrir sig hvenær skuli útskrifa og ýmislegt sem spilar þar inn í. Móðirin er skoðuð og ný- burinn er skoðaður og síðan tökum við ákvörðun.“ Aðspurð hvort það að útskrifa mæður og börn fyrr af Landspít- alanum sé ekki einungis leið til þess að færa álagið annað segir Linda ekki svo vera. „Þær hafa allavega tekið vel í þessar beiðnir okkar um heimaþjónustu sem við höfum sótt um. Það er þó stuttur tími síðan að- gerðaráætlunin tók gildi þannig að ef það kæmi álagstoppur og það fædd- ust mjög mörg börn í einu og við þyrftum að senda fleiri beiðnir þá gæti vel verið að þeirra þjónusta mettaðist líka.“ Fæða á Akureyri og Akranesi Í aðgerðaáætluninni er sagt að val- keisaraskurðum verði hugsanlega beint á Akranes og Akureyri. „Í ein- hverjum mæli hefur það verið gert, ég er ekki með tölu á því í hversu mörgum tilvikum það er,“ segir Linda. Að sögn hennar er ástandið þó ekki betra á Akureyri og Akranesi. „Við vissum fyrirfram að geta ann- arra heilbrigðisstofnana til þess að taka við verkefnum frá okkur væri mjög takmörkuð. En þær hafa tekið við þeim verkefnum sem við skil- greindum að þær gætu tekið við. Meginþunginn í þessari starfssemi er alltaf hér á Landspítalanum. Til dæmis ef eitthvað er akút þá liggur það hjá okkur.“ Undirmönnuð og öryggisógn til staðar  Aðgerðaáætlun Landspítalans er byrjuð að hafa áhrif á fæðingar Morgunblaðið/Sverrir Linda Kristmundsdóttir Segir að álagspunktar geti orðið hættulegir. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Þrátt fyrir að fæðingum hafi fækkað á Íslandi undanfarin misseri hafa orðið umtalsverðar breytingar á barneign- arþjónustunni á sama tímabili. Tíðni fæðinga gefur þess vegna ekki ná- kvæma mynd af vinnuálagi ljós- mæðra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu ljósmæðra í gær- kvöldi en tilefnið er upplýsingar sem fjármálaráðuneytið birti í gærdag þar sem bent er á að fæðingum hafi fækk- að um rúm átta prósent á undanförn- um tíu árum en á sama tíma hafi stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33 prósent. Í yfirlýsingu ljósmæðra segir að gíf- urlegt álag í heilbrigðiskerfinu eigi að vera fjármálaráðuneytinu ljóst eins og öðrum. „Nám til starfsréttinda í ljós- móðurfræðum tekur sex ár og lýkur með kandídatsnámi. Meðaltal grunn- launa ljósmæðra er í dag um 570 þús- und krónur á mánuði. Nauðsynleg leiðrétting á kjörum stéttarinnar blas- ir því við,“ segir í yfirlýsingu ljós- mæðra. Segir þar að aðeins 14 prósent ljós- mæðra séu í fullu starfi og því gefi yfir- lýsingar sem innihalda uppreiknuð heildarlaun skakka mynd af raunveru- legum kjörum ljósmæðra. „Slíkar upplýsingar eru ekki til þess fallnar að sætta ólík sjónarmið í deilunni,“ segir ennfremur, en fjármálaráðuneytið greindi frá því í gær að heildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf hafi á síð- asta ári verið að meðaltali 848 þúsund krónur. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því í gær kemur fram að árið 2008 hafi ljósmæður fengið 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leið- réttingu vegna viðurkenningar á auk- inni menntun. Frá þeim tíma hafa ljós- mæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög. Í yfirlýsingu ljósmæðra segir að líkt og gögn ráðuneytisins sýni hafi um- rædd leiðrétting að mestu fjarað út. „Sú staðreynd er eitt af úrlausnarefn- um yfirstandandi kjaraviðræðna,“ segir í yfirlýsingunni en næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra er boðaður í dag. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Kjaradeila Frá mótmælaaðgerð ljósmæðra við Stjórnarráðið á sunnudaginn þar sem þær lögðu „skóna á hilluna“. Meðaltal grunnlauna ljósmæðra 570 þúsund  Segja tíðni fæðinga ekki gefa rétta mynd af vinnuálagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.