Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Kylfingar hafa ekki farið varhluta af vætutíðinni í vor og sumar, einkum sunnanlands og vestan. Verulega hef- ur dregið úr aðsókn á golfvellina, frá því sem var síðasta sumar, og á sama tíma flykkjast kylfingar í golfferðir út fyrir landsteinana. Þeir talsmenn golfklúbbanna, sem Morgunblaðið ræddi við, bera sig engu að síður vel. Þrátt fyrir tíðar- farið sé aukinn áhugi á golfi og fé- lagsmönnum fjölgi enn. Samkvæmt upplýsingum frá Golfsambandi Ís- lands hefur skráðum félagsmönnum, eldri en 16 ára, fjölgað um 1% frá síð- asta ári. Skráðir iðkendur eru nú um 17.100 en GSÍ er annað stærsta sér- sambandið á eftir KSÍ. En það er ekki bara vætutíðin sem hefur aftrað kylfingum að leika golf. HM í Rússlandi hefur haft sín áhrif, eða eins og Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, orðaði það svo skemmtilega. „Kylfingum hefur þótt betra að kúra í sófanum og horfa á HM en að fara út í golf í smá rign- ingu!“ Brynjar segir vætutíðina vissulega hafa áhrif á rekstur golfklúbbanna, hvort sem það séu vallargjöldin eða sala á veitingum. Aðsóknin hafi einn- ig minnkað meðan á EM í fótbolta stóð í Frakklandi sumarið 2016. Hungraðir í golf Ólafur Þór Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Keilis í Hafnarfirði, tekur undir með starfsfélögum sín- um. Veðrið í sumar hafi haft sín áhrif en þrátt fyrir það hafi félagsmönnum GK fjölgað. Mikill áhugi sé á golfinu og góð aðsókn á námskeið og æfinga- svæðin. „Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður og bjartsýnn. Kylfingar eru orðnir hungraðir að komast í golf og stökkva út á völl um leið og styttir upp,“ segir Ólafur Þór. Hann segir skráningu í meistaramót GK fara ró- lega af stað, mótið sé viku seinna á ferðinni en í fyrra og greinilegt að margir vilji horfa betur á veðurspána þar til skráningarfresti ljúki. Ekki gott fyrir grasið „Veðurfarið er búið að hafa veruleg áhrif á aðsóknina,“ segir Ómar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Reykjavíkur, en GR rekur tvo golfvelli; í Grafarholti og á Korpúlfs- stöðum. Ómar segir aðsóknartölur í júní ekki liggja fyrir en í maí sl. hafi verið spilaðir 2.000 færri golfhringir en í sama mánuði árið 2017. „Þetta er gott fyrir gróðurinn,“ er oft sagt þegar rignir látlaust en skyldi það eiga við um golfvellina? Ómar segir svo ekki alltaf vera. Mikil rigning sé ekki af hinu góða og auki heldur ekki á grassprettuna ef á sama tíma sé lágur jarðhiti. Hitastig- ið yfir nótt hafi einnig verið lágt. Þó að aðsóknin hafi oft verið meiri segir Ómar að næg verkefni séu fyrir vallarstarfsmenn. Meiri tími gefist nú til að snyrta umhverfið. „Annars er þetta allt að koma. Vell- irnir eru á góðri leið og skráningin í meistaramótið er mjög góð miðað við veðurfarið. Við bindum vonir við að okkar félagsmenn fái gott veður á meistaramótinu,“ segir Ómar Örn. „Þetta er búið að vera mjög sér- stakt sumar. Veðurfarið virkar dálítið eins og hagkerfið. Um leið og veðrið batnar þá eykst aðsókn á vellina og veitingastaðina í golfskálunum. Einn- ig eru margir kylfingar harðir af sér og spila í hvaða veðri sem er, láta smá rigningu ekki trufla sig. Ég ætla að leyfa mér að vera jákvæður fyrir seinni hluta sumars. Kylfingar eiga það skilið að sumarið batni,“ segir Ómar Örn ennfremur. „Þetta er allt að koma“ Það gefur augaleið að aðsóknin minnkar þegar veðrið er ekki gott. En um leið og rætist úr þá fyllast vell- irnir hjá okkur eins og skot,“ segir Agnar Már Jónsson, framkvæmda- stjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garða- bæjar, GKG, sem rekur tvo velli, Leirdalsvöll og Mýrina. Agnar segir það eðlilega koma nið- ur á tekjuhlið klúbbanna þegar færri borgi vallargjöld, leigi golfbíla, kaupi veitingar eða skrái sig í mót. Árgjald stóru klúbbanna sé hins vegar hátt hlutfall af tekjum og því séu áhrifin minni en ella. Agnar segist hins vegar hafa meiri áhyggjur af áhrifum veð- urfars á minni golfklúbba, einkum á landsbyggðinni, sem stóli frekar á lausatraffíkina. „Annars er þetta allt að koma, meira að segja farið að skríða upp fyrir 10 gráðurnar. Við búum nú á Ís- landi og ekki má gleyma þeim dug- legu kylfingum sem mæta á teig sama hvernig viðrar. Sagt er að ekki sé til slæmt veður, bara lélegur klæðnaður,“ segir Agnar, léttur. Hann segir skráningu í meistara- mótið með ágætum, þó að vitanlega sé hún lakari en í fyrra. „Fyrir okkur kylfingana eru meistaramótin há- punktur sumarsins, golfveisla í nokkra daga og um að gera að njóta og láta veðrið ekki trufla sig,“ segir Agnar að endingu. „Fólk finnur sína leið til að spila golf,“ segir Brynjar Eldon hjá GSÍ en ferðaskrifstofur hafa fundið aukinn áhuga kylfinga á að komast út í sól- ina. Það er breyting frá því sem venjulega er, að Íslendingar fari í golfferðir um haust eða vetur. „Auðvitað er þetta ekki ákjósan- legt ástand fyrir klúbbana, við gerum okkur vel grein fyrir því. Vorið og byrjun sumars hefur verið einstak- lega vont, þó ekki þannig að vellirnir séu í slæmu ástandi. Þeir eru margir hverjir í betra formi en í fyrra. Síðan má ekki gleyma því að barna- og ung- lingastarfið er orðið mjög öflugt. Við eigum sífellt fleiri afrekskylfinga, sem eru góðar fyrirmyndir. Þetta eykur áhugann og ég tel golf á Íslandi sjaldan eða aldrei hafa verið í betri stöðu. Það þýðir ekkert annað en að horfa bjartsýn fram á veginn, með sól í hjarta,“ segir Brynjar, sem staddur var á golfvellinum í Eyjum þegar haft var samband við hann í fyrradag. Þá var blíðuveður og margir kylfingar að spila léttklæddir. Kylfingar kúra og horfa á HM  Golfklúbbar sunnan- og vestanlands finna vel fyrir vætutíðinni í sumar  Minni tekjur af vallar- gjöldum og veitingasölu  HM í Rússlandi hefur einnig áhrif  Fjölgun í klúbbunum á sama tíma „Við megum ekki láta það viðgangast, að gangi hlutirnir ekki upp sé bara í lagi að hætta og jafnvel á miðjum hring,“ ritaði Sigurpáll Geir Sveins- son, PGA-golfkennari hjá Golfklúbbi Suðurnesja og þrefaldur Íslands- meistari í golfi, á Facebook-síðu sína nýverið með yfirskriftinni „Aumingjavæðing og foreldravæl“. Þar vakti Sigur- páll athygli á því að á Íslandsmóti unglinga hefði 21 kylfingur fengið frávísun, ekki mætt eða hætt í miðju móti. „Sumir voru óheppnir og fengu frá- vísun. Aðrir urðu veikir eða meiddust en ég veit að það eru þarna einstak- lingar sem hreinlega hættu vegna þess að það gekk illa eða þeim var kalt og bara nenntu þessu ekki. Þessir ein- staklingar eru að sýna íþróttinni, mótinu, mótshöldurum og meðspilur- um vanvirðingu með þessari hegðun. Enn verra finnst mér þegar foreldrar eru meðvirkir og leyfa eða jafnvel hvetja til þess háttar hegðunar,“ skrifaði Sigurpáll, en hann fékk mikil viðbrögð við færslu sinni á Facebook. Lýstu flestir sig sammála honum. Hann segir suma foreldra hafa „tekið hárblásarann“ á mótshaldara fyrir að fresta ekki mótinu vegna veð- urs einn daginn. Vindurinn hafi verið 5-7 m/sek og 5-7 mm af regni fallið yf- ir daginn. Völlurinn hafi aldrei verið nálægt því að vera óleikhæfur. GSÍ setji viðurlög Í samtali við Morgunblaðið segir Sigurpáll það ekki góða þróun ef kylf- ingar komist upp með að hætta í miðju golfmóti, einkum stærstu mót- unum, og beri fyrir sig slæmt veður eða aðrar afsakanir. GSÍ þurfi að setja viðurlög við svona hegðun. „Hér á árum áður fengu menn keppnisbann fyrir þessa hegðun og við bara megum ekki ala okkar bestu kylfinga upp við að þetta líðist,“ segir Sigurpáll, og leggur til að hætti kylf- ingur leik í GSÍ-móti þurfi sá hinn sami að gera fulla grein fyrir því eða skila læknisvottorði innan 48 tíma frá atvikinu eða ákvörðuninni um að hætta leik. Hvað framferði ungu kylf- inganna varðar minnir Sigurpáll á að foreldrar beri þar einnig mikla ábyrgð. bjb@mbl.is „Aumingjavæðing og foreldravæl“  Golfkennari gagnrýnir þá sem hætta í miðju móti  Segir foreldra meðvirka Sigurpáll Geir Sveinsson Meistaramót golfklúbbanna eru að hefjast þessa dagana, þar sem leiknar eru allt að 72 holur, eða fjórir 18 holu hringir. Eins og kemur fram hér til hliðar er víðast hvar ágætis þátttaka í meistaramótin en margir þó beðið með skrán- ingu til síðustu stundar vegna tíðarfarsins. Veðrið næstu daga gæti orðið vætusamt í flestum landshlutum en þó stefnir í að þurrt verði og jafn- vel sól inni á milli, helst norð- austanlands. Kylfingar geta því áfram átt von á alls konar veðri. Víða væta í kortunum MEISTARAMÓT AÐ HEFJAST Morgunblaðið/Eggert Vætutíð Kylfingar í GR gera sig klára á teig á Korpuvelli. Þessir létu rigninguna ekki á sig fá og mættu vel útbúnir. Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heimilið Stærð 232 cm | Verð 299.000 kr. Stærð 202 cm | Verð 275.000 kr. Stærð 172 cm | Verð 235.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.