Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Bréfin eru að mestu birt stafrétt og stafsetning mismunandi eftir því hver ritar. Hér er birt bréf Gests, bróður Halldórs (1883-1954). Neðan- málgreinum ritstjóra er sleppt. 9.Westbourne Man July 1st 1923 Kæri bróðir: – Þá er jeg nú sestur við að reina að svara stóra brefinu þínu sem dagsett er þann 26 júni sem þú virðist að hafa von um að komi mér á sömu skoðun og þú sjálfur hefur í trúmálum. En það er öðru nær en það géti látið sig géra, því eins og jeg hef aður reint að fá þig til að skilja þá útskúfa jeg hiklaust öll- um hindurvitnum. Sem eftir þinu stóra bréfi eru aðal kjarni þinna trúarbragða, svo eini vegurinn fyrir þig er að hafa það eins og „Pétur gamli“ í sögunni hafði það við að kristna Giðinginn. Ef þú hefur ekki heirt þá sögu vil jeg nú segja þér hana; Pétur var að deia og hafði sagt prestinum frá öll- um sínum mörgu misgjörðum. Og prestur sagði, nema því aðeins hann hefði gjört eitthvert stórt góðverk, hlyti hann að fara til skollans. Svo Petur opnaði augun og segir við prest; atli það mætti ekki kalla það góðverk að kristna Giðing?. Og prestur sagði ef hann væri vissum að Giðingurinn ekki hefði kastað trunni aftur, þá væri hann viss um að guð fyrir gæfi honum allar sindirnar. Svo til að sannfæra prest sagði Pét- ur honum hvernig það atkvikaðist. Petur og Ísak höfðu orðið samferða fótgángandi einusinni. Þeir báru tal- asvert, einkum Ísak gamli, hann bar stóran kistil með gullstássi á bakinu og poka í fyrir. Svo komu þeir að á sem var frosin með löndum en áll í miðjunni þeir gengu að álnum þar sem hann var mjóðstur og Pétur stökk yfir, En Isak komst ekki alveg nógu langt svo skörin brotnaði und- an honum. En Pétur náði í Kstilinn um leið og Isak var að sökkva og los- aði bæði hann og pokann frá Isak, tekur síðan í hárið á karli og segir, Trúir þu á Krist? Nei ! svarar Isak, Þá dýfði Petur honum undir skörina og hélt honum þar góða stund, dróg hann svo upp og spurði þess sama, Þá sagði Isak rétt það heirðist Já, svo skaut Petur honum undir skör- ina og sagði; Dei þú í þinni nyju trú og Petur [Ísak?] dó með fyrirgéfn- ingarljóma á gamla andlitinu Hvort jeg hef lesið testmentið? Jeg held nú það! Þú manst eftir Bibl- iu Kjarnanum sem til var heima jeg til dæmis marg las hann og hann er mikið betri en Biblían sjálf, með því að hafa Kjarnann losnar maður við svo mikið af ruslinu. Þó mér detti ekki i hug að það sé ekki meiripartur rusl kjarnnin sem þar er kallaður, þó það sé ekki eins ramt að kveðið eins og hjá þér, sem heldur að hindur- vitnaruslið sé aðalkjarni Kristinnar- trúar. Svo hef jeg lesið fleiri hindur- vitnabækur. til dæmis „Ben Hoor“ og „Quvatis“ sem báðar eru ljóm- andi vel samdar og sem von er laus- ar við þennan stóra galla sem er á testamentinu að bera til baka á næstu blaðsíðu það sem haldið er fram á þeiri á undan. Þessar boða mótsagnir! En eru samt sem áður villandi ligasögur eingu síður, og það sem viðurstiggilegast er að sumt fólk heldur tildæmis B.Hoor heil- agan sannleik og það aðallega vegna kraftaverka sagnanna sem þar eru, og það er ekkert þvi til fyrir stöðu og þeiri bok verði eftir nokkur hundruð ár haldið fram sem heilögum sann- leik. Athugað kjarna þess? Já! en þar er sem leiðir okkar skiljast, þú segir fórnar dauða og alt það yfir nátturlega sé aðal kjarninn ! Jeg þarf sannana fyrir þessháttar sögum Tökum fyrst meiarfæðinguna! Það er gamalt úr Heiðni ! Appolló var Guðsson fæddur af meiu: Rom- ulr var Getinn af Guðonum fæddur af meiu; Fórnardauði Krist var ekk- ert meiri fórnardauði en margra annara sem dóu glaðir fyrir sann- færing sína bæði áður og eftir. Og freistingarnar! Það er bjánalega langur tími 40 dagar og 40 nætur, því það er hægt að sanna að margir fá höfuðóra og sjá of sjónir þó þeir fasti bara næturnar. Það er líka í meira lagi Heiðið þettað fórnar- dauða rugl að guð vildi ekki sættast við heiminn nema með blóðfórn eins- og Hörgabrúði vildi ekki géfa Hakoni jarli sigur nema fyrir Blóð Erlings. Ef þú skildir bera saman í huga þér Guð almáttugan alvitran og al- góðan, við Hakon Jarl sem flestir álíta að hafi verið misvitur og alt annað en góður, þá hlítur þú að sjá að Hákon eftir öllum ástæðum er mikið þolanlegri, hann hafði ekki máttinn vitið eða gæðin til að gjöra betur. Þú segir það séu ekki Dæmi- sögur eða kenningar Krist. Það er þó það eina sem hægt er að taka til greina þó hins vegar margir séu nú þeirrar skoðanar að flestar ef ekki allar hans kénningar hafi verið til á Indlandi 400 árum áður en Kristur fæddist og þar skráð á steintöflur. og jeg hef lesið á Ensku það sem átti að vera rétt þíðing af sumum þeira taflna, þú hefur areiðanlega heirt Buddatrú nefnda, sumum kristnu prestonum er mjög illa við hana. Þeir segja hún hafi stolið sumu af Kénningum Krists, sem er jafn sanngjarnt og þú segðist hafa haldið mer undir skírn. En þetta að þú vildir aðvara mig nú kemur alveg eins út og þegar ómögulegt var fyrir mig að koma þér til að ganga sunnan megin við mig þegar jeg fylgdi þér austur að „Selinu“ forðum, þá varst þú víst 10 ára en jeg um 20 en samt varstu í huga þínum vissum að þú varst að skýla mér fyrir landnirðings kals- anum og þá hefði enginn komið þér til að trúa öðru en svo væri. og eins er núna með þettað (Mér finst samt munurinn á okkur öllu meiri en var) En það er sama einfeldnin sami góð- viljinn og áreiðanlega sami þráinn hjá þér nú og þá Selferðin skeði fyrir 20 árum síðan og í haust kannaðist þú góðlátlega við að hafa breitt ein- faldlega. Og hver veit ef við eigum eftir að lifa önnur 20 ár og það eigi fyrir okkur að liggja að sjást og tal- ast við nema þú þá getir í einlægni sagt hið sama um þennan ágreining og hinn fyri. Jeg ætla ekki að bera til baka að- jeghafi litla uppfræðslu fengið. en hitt ber jeg hiklaust til baka að séra Ingvar hafi ekki verið eins góður prestur einog þeir eru að jafnaði þó hann væri nógu mikill vitmaður til að brúka ekki ofstækju. Og þú kanske veist það ekki að jeg þekki vel séra Fr. Friðrikson og þó hann sé máske góður maður þá er hann ekkert framurskarandi prestur og mér finst jeg vera alveg viss að „sál“ þess manns valdi hvergi neinum þrengslum hvert sem hún kann að fara. Já! Svo talar þú um „mömmu“ og bæna lærdóminn. Það vekur í hug mínum hlýjar tilfinningar gagvart mömmu og hennar góðu viðleitni en fer framhjá bænunum. Hefur þér nokkurntíma dottið í hug að nokkur maður lefði sér að sínast guðlast í Faðirvorinu? Hugsaðu þér mömmu ef þú gétur leiða okkur dreingina sína í freisni sem hún vissi að við gætum ekki staðist og hegna okkur svo með elífum píslum fyrir brotið sem við höfðum aungvan mátt til að standast láta ógjört og ber þú svo hana breiska fávísa og eftir eðlinu kraftlitla, við hinn almattuga Guð og vitaðu hvort hún líður halla í huga þínum. Það er annars ljóti Guðinn þessi Guð Jesuítanna þettað blóðþirsta smasmuglega skrimsli sem skapar manninn einsog honum sjálfum sín- ist freistar hans með því sem han getur ekki staðist og útskúfar hon- um svo elíflega og skapar Djöfla til að sitja á svikráðum við og kvelja hann, og ef þú géngur út frá því að allir fari til Hvítis sem ekki trúa einsog þú þá fara nú fyrst að verða bágbornar heimtur hjá Guði þegar þess er gætt að ekki nema svo sem 1/5 af mannkininu játar Kristni eftir 1900 ára trúboð og aðeins ör fáir af þeim sem játa trúa neitt svipað því sem þú gjörir. Það er söfnuður í Selkirk sem er svipaður þér hvað „logandi trú“ snertir og annað vorið í þessu landi vann jeg með [Vantar endi] Sama einfeldnin, sami góðviljinn og áreiðan- lega sami þráinn Brandshúsabréfin heitir bók sem Árni Blandon Einarsson tók saman og rit- stýrði, en í henni eru birt bréf sem bárust Halldóri Einarssyni (1893-1977). Halldór var sonur Einars Einarssonar (1858-1920) og Þórunnar Halldórs- dóttur (1856-1951) frá Brandshúsum í Gaulverjabæjarhreppi. Bréfin skrifuðu þau til hans í Bandaríkjunum, en Halldór, eða Dóri, sem tók sér nafnið Dory, nam tréskurð í Reykjavík og fluttist síðan til Kanada og Bandaríkjanna. Ljósmynd/Úr einkasafni Efi Bréfritarinn Gestur Einarsson. Hnátan og hnokkinn eru Einar og Ásta. Ljósmynd/Ólafur Magnússon Sveinsstykki Halldór Einarsson, Dóri, með sveinsstykki sitt í tréskurði. Myndin er líklega tekin af Ólafi Magnússyni í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.