Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 49
dæmi þar sem ég og Íris kom- um í mat til ykkar og tilkynnt- um ykkur að við værum að fara eignast okkar fyrsta barn. Inn- an við klukkutíma frá þeirri til- kynningu vorum við allt í einu byrjuð að ræða um barn númer tvö, eitthvað sem ég var svo sannarlega ekki byrjaður að hugsa út í. En með tímanum þegar ég fór að öðlast meiri reynslu og þekkingu hef ég komist að mik- ilvægi þessara samræðna og þess sem ég lærði af þeim. Þess- ar samræður fengu mig til þess að stoppa, hugsa og skoða stóru myndina. Ég fór að íhuga hvað það væri sem ég vildi virkilega gera í framtíðinni og hvað ég er að gera í dag til að nálgast þá framtíð. Ég áttaði mig á því að samræður okkar snerust ekki um að ég væri ekki að gera nóg heldur að ég er kominn það langt að ég þarf að hugsa hvað kemur næst. Þú hefur því ávallt lagt áherslu á að hafa hugrekki til að dreyma stóra drauma og ef maður er duglegur getur maður látið þá drauma rætast. Ég lærði að fagna þeim áföng- um sem ég hef náð en að hugsa alltaf lengra, passa mig á því að staðna ekki í lífi eða starfi. Lífið okkar er svo stutt að það er mikilvægt að fylgja ávallt draumum sínum. Þetta er eitt af því mörgu sem þú kenndir mér og verð ég ævinlega þakklátur að hafa fengið að eiga þig sem afa. Takk afi. Ævar Ólafsson. Elskulegur afi okkar, Lárus, er fallinn frá. Við systkinin ólumst upp við hlýju ömmu okkar og afa sem alltaf tóku vel á móti okkur. Hvort sem það var í Hvassaleit- inu eða síðar í Miðleitinu var alltaf hægt að treysta á ákveðna hluti hjá ömmu og afa. Þau áttu alltaf kók, þau áttu alltaf nammi og þau áttu alltaf tíma. Þær eru margar minningarn- ar af honum afa okkar. Í barn- æsku stóðu upp úr gamlárs- kvöldin í Hvassaleitinu. Þar kom öll fjölskyldan saman, lagði alla flugeldana í púkk (þó svo að frændur okkar hafi lagt í alla vinnuna við að skjóta þeim upp), allir völdu sér mismunandi hatt sem afi hlýtur að hafa geymt hvert ár fyrir þetta kvöld og áttu saman góða kvöldstund. Við áttum líka yndislegan tíma í bústaðnum á Apavatni og eigum góðar minningar frá því að leika við bústaðinn með fjöl- skyldunni, hlaupa „hringinn“ í skóginum og læra að keyra á rauða veginum. Afa fann maður vanalega langt inni í skóginum að vinna eða gróðursetja fleiri tré. Heima í Hvassaleiti var svo til heilt fjall af Andrésar Andar- blöðum sem hefði tekið mörg ár að klára að lesa, fullt af VHS- spólum og alltaf var maður sendur heim með sleikjó. Á seinni árum sat afi með Lárusi í stofunni og spilaði með honum tímunum saman og tók á móti Kristínu, stundum oft í viku, í fæðingarorlofi. Alltaf var tími og alltaf var maður velkom- inn. Afi var alltaf einkar stoltur af sínu fólki og fannst fátt skemmtilegra en að heyra af öll- um afrekum barnabarnanna sinna. Það skipti engu máli á hvaða sviði það var – alltaf var maður langbestur í öllu sam- kvæmt afa. Við skiljum við heittelskaðan afa okkar með fjölda góðra minninga og höldum minningu hans lifandi í hjarta okkar. Elsku afi, þín verður sárt saknað og það mun enginn koma í þinn stað. Takk fyrir að vera alltaf til staðar. Þín barnabörn, Kristín Lára, Hildur Halla, Júlía Karítas og Lárus Bjarki Helgabörn. Lárus frændi minn fæddist á Vífilsstöðum og þar kvaddi hann. Þegar ég frétti af fráfalli hans, dró ég fram biblíuna sem hann gaf mér þegar ég var sjö ára á Lynghaga 8 og hann bjó á efri hæðinni. Hann skrifaði á saurblaðið „Þessa bók mátt þú eiga, elsku Júlía mín – Lalli frændi“. Það var hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem hann vék einhverju að barnabörnum ömmu og afa á Vífilsstöðum. Það er svo margt að muna. Ég man hvernig hann ljómaði þegar hann kynnti okkur systk- inin fyrir stóru ástinni sinni og ég man hvað vinkonur mínar á Lynghaganum öfunduðust yfir að ég hefði séð kærustuna en ekki þær svo ég fór með þær í njósnaferð á Fjólugötuna til að sýna þeim flottustu kærustu í heimi. Þar gengum við í flasið á Ragnhildi sem kom brosandi á móti okkur. Við fórum í steik. Ég man líka eftir jólagjöf- unum frá Svíþjóð þegar þau Ragnhildur bjuggu þar. Þær voru teknar upp í andakt á Vívó. Það voru líka Ragnhildur og Lalli sem voru fyrst til að hringja og óska okkur Markúsi til hamingju þegar fyrsta barnið okkar fæddist í Minnesota. Markús man sömuleiðis eftir því þegar pabbi og Lalli prökk- uruðust til að sitja fyrir honum undir suðurveggnum á Vonar- landinu einn bjartan en kaldan vormorgun meðan hann var ennþá leynigesturinn minn. Þar þóttust þeir vera að skoða páskaliljur. Mamma og Ragnhildur fylgd- ust með í eldhúsglugganum og hlógu. Ég skil ekki ennþá að þeir skyldu halda út í nepjunni. Ég man söguna um það þegar pabbi og mamma þurftu að afla fjár til að koma fárveikri dóttur sinni til lækninga erlendis. Þá var það Lalli sem lagði fram námslánið sitt til að flytja inn penna og greiður. Afraksturinn nægði til þess að systir mín komst til lækninga. Lalli lagði með þessu grunninn að fyrir- tæki pabba sem óx og blómstr- aði meðan hans naut við. Lalli var læknir stórfjölskyld- unnar ásamt afa, alltaf boðinn og búinn til að hjálpa. Gagnvart mér klykkti hann út með því að votta það skriflega, eins og þá þurfti, að ég væri hæf til að ganga í hjónaband. Það var ekki ónýtt að hafa það uppáskrifað frá yfirlækni á Kleppi. Lalli var ástríðufullur skógræktarmaður eins og pabbi. Þegar hann útskrifaðist sem læknir, þá gróðursetti hann fjöl- margar trjáplöntur á vestur- bakka Vífilsstaðavatns þar sem allir sem til þekkja kalla lækna- lundinn. Ég kalla hann reyndar Lár- usarlund. Hann ræktaði upp hverja þúfu við sumarbústaðinn sinn við Apavatn. Þar var engin hrísla þegar hann kom þangað fyrst en nú er þar skógur. Síðar sáu hann og pabbi sér leik á borði til að sam- eina þau áhugamál sín að rækta landið og að rækta mannlífið og fjölskylduböndin. Á hverju ári, fyrsta laugar- daginn í júní, virkjuðu þeir af- komendur ömmu og afa á Vívó í að gróðursetja og snyrta minn- ingarlundinn þeirra í Vífilsstaða- hlíðinni. Þar var fjölmennt og glatt á hjalla. Þeim sið væri vert að halda við ekki síður nú þegar þau systkinin eru öll fallin frá. Við Markús vottum Ragn- hildi, Mörtu, Helga, Guðrúnu, Rafnari og öllu þeirra fólki inni- lega samúð okkar um leið og við þökkum Lalla frænda kærlega fyrir samfylgdina. Júlía G. Ingvarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Lárus J. Helgason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 ✝ Bjarni KristjónSkarphéðins- son fæddist á Þing- eyri við Dýrafjörð 1. janúar 1927. Hann lést 22. júní 2018. For- eldrar hans voru þau Friðrika Jóna Vilborg Guðmunds- dóttir frá Þingeyri og Skarphéðinn Benediktsson frá Patreksfirði. Bjarni átti sex systkin, fimm samfeðra: Elfar látinn, Anna Sigríður, Elín, Magnús látinn, Hilmar, og einn bróður sam- mæðra: Andrés Ingólfsson, lát- inn. Bjarni fór ungur frá Þingeyri til Reykjavíkur til að ganga menntaveginn. Hann nam raf- virkjun við Iðnskólann í Reykja- vík og lauk þaðan sveinsprófi og síðar meistaraprófi. Raffræð- ingur frá Rafmagnsdeild Vél- skóla Íslands. Hann starfaði lengi vel hjá Rafmagnsveitum ríkisins í Reykjavík og fór hann á þeirra vegum vestur að Mjólk- árvirkjun 1957. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Sigrúnu Dagmar Elíasdóttur frá Drangs- nesi, f. 7. febrúar 1939. Þau giftu sig 26. október 1959 á þeirra: Ragnheiður, f. 1981, maki Þorkell Guðjónsson, Sig- rún, f. 1987, sambýlismaður Breki Mar, Kristrún, f. 1992, sambýlismaður Gunnar Pálsson, Klara, f. 1994. 4) Berglind Bára, f. 12.1. 1976, gift Magnúsi Helga Kristjánssyni, f. 29.4. 1971. Börn þeirra: Svala Rún, f. 2002, Guð- rún Lilja, f. 2006, Kristján Bjarni, f. 2010. Barnabarna- börnin eru 11 talsins. Bjarni hafði mikinn áhuga á félagsmálum. Hann starfaði m.a. með skátahreyfingunni á Þingeyri og í Reykjavík, einnig fékk Ungmennafélagshreyf- ingin að njóta krafta hans og hugsjóna, fyrst á Þingeyri og síðar hjá Ungmennafélaginu Ís- lendingi, þar sem hann var gerður að heiðursfélaga. Stofn- andi Æskunnar, barnadeildar innan Umf. Íslendings, og forstöðumaður bókasafns þess um árabil. Meðlimur Lions- klúbbs Borgarness og Borgar- fjarðar frá 1961-2018. Stofn- félagi Lionsklúbbs Borgar- fjarðar 1974. Hvatamaður og einn af stofnfélögum Reykhóla- deildar 2011 ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu. Fyrir það fram- tak voru þau heiðruð af Lions- hreyfingunni. Formaður Neyt- endafélags Borgarfjarðar í nokkur ár frá 1980 og sat einnig í stjórn Neytendasamtakanna. Stofnfélagi Félags eldri borgara í Borgarnesi. Útför Bjarna fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 5. júlí 2018, og hefst athöfnin kl.14. Hólmavík. For- eldrar Sigrúnar voru þau Elías Svavar Jónsson frá Brúará í Kaldrana- neshreppi og Ingi- björg Sigurjóns- dóttir frá Tindum í Svínavatnshreppi. Bjarni og Sigrún bjuggu í Mjólkár- virkjun, seinna í Borgarnesi, þá Andakílsárvirkjun í 24 ár, Borg- arnesi þar sem Bjarni tók við stöðu rafveitustjóra hjá Raf- veitu Borgarness 1985, Reykhól- um þar sem Bjarni var aðstoð- armaður sveitastjóra 1996-2000, samhliða búsetu í Borgarnesi. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Guðmundur Karl, f. 24.4. 1959, giftur Maríu Gínu Bjarna- son, f. 7.10. 1967. Börn þeirra: Martin Jesper, f. 1993, Bjarni Christian Condrad, f. 2000, María Caroline, f. 2005. 2) Ingi- björg Elín, f. 29.6. 1960, gift Jóni Ástráði Jónssyni, f. 20.11. 1952. Börn þeirra: Þórhildur Eva, f. 1981, maki Bergur Þór Eggerts- son, Elías Svavar, f. 1984, Ásta Dagmar, f. 1990, sambýlismaður Bjarni Helgason. 3) Inga Vildís, f. 17.1. 1964, gift Sveinbirni Eyj- ólfssyni, f. 27.11. 1959. Börn Við fráfall okkar ástkæra föð- ur, Bjarna Skarphéðinssonar, erum við full þakklætis fyrir umhyggju hans og elsku alla tíð og viljum minnast hans með þessu litla ljóði sem hann hafði gjarnan yfir og var honum svo kært. Sólin skín og landið ljómar og lífið spriklar í hverjum leik, og saman renna öll hljóð og hljómar í hlátur sterkan, jafnt sterk sem veik. Vor ævi er svona, oss enginn þvingar að eigra stúrnir um myrkvaból. Við erum skátar – og Íslendingar. Það æskumönnum er vorsól. (Höf. ókunnur.) Guðmundur Karl, Ingibjörg Elín, Inga Vildís og Berglind Bára. Lífið veitir manni gjafir, sumar góðar, aðrar lakari. Lífið á það líka til að stríða en það á sínar notalegu hliðar einnig. Þannig er það hjá mér og þann- ig er það hjá öðrum. Lífið var mér sérlega nota- legt þegar ég eignaðist Bjarna Kristjón Skarphéðinsson fyrir tengdaföður. Maður velur þá ekki, þeir fylgja. Með kostum og göllum. Ég kynntist Bjarna árið 1980 þegar við Vildís fórum að vera saman. Prúður, öruggur, viljug- ur en umfram allt hjálplegur. Mér var vel tekið, fannst þó stundum að ég verðskuldaði ekki alla þá elsku sem mér var sýnd af tengdaforeldrum. Trúi að ég hafi lært ýmislegt af því. Kannski orðið betri maður. Bjarni var samviskusamur og sinnti sínum störfum vel og af trúmennsku. Samt var alltaf stund til að láta gott af sér leiða á öðrum sviðum. Í ungmenna- félagi, Lionsklúbbum og þó einna helst hjá fjölskyldunni. Hann tók virkan þátt í gleði jafnt sem sorgum. Hló með og studdi við, allt eftir því hvernig vindur blés hverju sinni. Hann var spurull og fylgdist vel með. Hann hafði skoðanir á mönnum og málefnum, en fór vel með. Maður fann ef honum mislíkaði. Hann var alinn upp af einstæðri móður og hjá afa og ömmu, sem hann dáði mjög. Hann vissi að það þurfti að fara vel með en ég man aldrei eftir að hafa heyrt hann kvarta yfir hlutskipti sínu. En æskan mót- aði manninn og hann fann til þegar einhver leið skort og var sannfærður í þeirri trú að menn skyldu vernda þá sem minna mega sín. Hann braust til mennta, lærði raftæknifræði og starfaði við það alla tíð. Vann víða við línulagnir sem ungur maður og á ferðalögum fékk maður marga góða söguna. Þá var Bjarni í essinu sínu. Hann kom tvisvar með mér í góða bílferð til að sækja kálfa. Við vorum tveir. Bjarni sagði sögur, ég hlustaði. Merkilegt hvað hann var minn- ugur um menn og málefni. En lífið var ekki eilífur dans. Ungur veiktist hann af berkl- um. Dvaldi lengi á „hælinu“ eins og það var kallað. Um miðjan aldur fékk hann verulegt raflost er hann féll á spenni. Trúlega hefðu fæstir lifað það af. Og í lokin var heyrnin orðin mjög léleg þannig að hann átti erfitt með að fylgja samræðum í hóp. Það var erfitt fyrir jafn- félagslyndan mann og Bjarna. Bjarni lifði langa ævi. Sá fjórða ættlið vaxa úr grasi, hvatti alla til dáða og naut stundanna. Við sem tilheyrum fjölskyldu Bjarna vorum hepp- in. Það eiga ekki allir svona góðan að. En Bjarni gerði sér grein fyrir því undir lokin að líkaminn var að bresta. Hann tók því með æðruleysi. Kannski þess vegna finnst mér jarðar- farardagur Bjarna vera meira þakkarhátíð en sorgardagur. Við sem áttum hann að þökkum stundirnar, þökkum samveruna, þökkum ráðin. Og við vitum að ef það finnst annað tilverustig þá fær Bjarni þess notið í ríkum mæli. Sveinbjörn Eyjólfsson. Látinn er mikill vinur minn til margra ára, Bjarni Kristjón Skarphéðinsson. Kynni okkar Bjarna voru árið 1951 þegar við vorum saman í rafmagnsdeild Vélskóla Íslands, sem útskrifaði rafmagnsiðnfræðinga eftir að nemendur höfðu lokið sveins- prófi í rafvirkjun. Eftir skólann fékk ég strax starf hjá Rafmagnsveitum rík- isins, sem var fólgið í því að vinna ýmis smærri verk úti á landi. Ég mátti ráða annan raf- virkja með mér í þessi störf og í mínum huga kom enginn annar til greina en Bjarni vinur minn. Þessi verk voru af ýmsum toga sem tengdust rafmagni. Í einu tilfelli kom öðruvísi verkefni sem við vorum beðnir að leysa. Kona með mikið sítt hár hafði flækt hárið í þvottavél, sem tók langan tíma að leysa og við máttum ekki fyrir nokkurn mun klippa hárið til að losa konuna frá vélinni og urðum við að taka þvottavélina í sundur. Í hvert sinn sem við Bjarni hittumst kom þessi minning upp í hug- ann og sló Bjarni á létta strengi og spurði hann mig iðulega hvort ég hafi fengið svona verk- efni aftur. Bjarni vinur minn var eft- irsóttur starfskraftur og vann ýmislegt eftir að leiðir okkar skildu. Var meðal annars stöðv- arstjóri Mjólkurárvirkjunar frá 1962 til 1985. Einnig vann hann við ýmsar aðrar virkjanir. Um leið og ég kveð þig, kæri vinur og félagi, og skrifa þessar fáu línur um minningu þína þá bið ég að Guð gefi Sigrúnu og börnum ykkar blessun sína. Þinn vinur, Jóhann Líndal. Fyrstu kynni boða gjarnan þau sem á eftir fylgja. Sunnudagsmorgun einn haustið 1961 vorum við þrír skólafélag- ar á leið gangandi frá Hvann- eyri í heimboð að Ölvalds- stöðum, til foreldra eins okkar. Sem við vorum staddir rétt norður fyrir Grímarsstaði dreg- ur Rússajeppi okkur uppi. Góð- legur bílstjórinn tók okkur tali. Ekki hafði það spjall staðið lengi er kunnugleiki kom í ljós. Þarna var á ferð stöðvarstjór- inn, sem verið hafði í Mjólk- árvirkjun nýlega reistri, en nú kominn með fjölskyldu sinni til starfa suður í Borgarfirði: Bjarni K. Skarphéðinsson. Ég hafði ekki hitt hann fyrr en margt af honum heyrt vestra; hann var líka fæddur á Þing- eyri, í næsta nágrenni við föður minn. Þeir höfðu átt daga og ár saman í hópi hinna margmennu fjölskyldna er þá bjuggu innst í þorpinu. Við Bjarni gátum því sparað langar kynningarsam- ræður, uppruninn var sá sami. Ekki var við annað komandi en að aka okkur þremenningunum yfir að Ölvaldsstöðum. Þarna stofnaðist til kunningsskapar sem ekki hefur rofnað síðan. Frá fyrstu kynnum hefur mér þótt Bjarni vera holdgerv- ingur góðleikans. Ekki upptek- inn af eigin þörfum en þeim mun fúsari að hyggja að öðrum og að leggja þeim lið. Hann var afar vel menntaður og fær á sínu fagsviði og hefði getað val- ið úr störfum en hógværð hans og samhygð með öðrum bauð annað. Fljótlega eftir komuna í Andakílsárvirkjun þar sem nafni var vélstjóri um árabil hóf hann einnig og ásamt Sigrúnu konu sinni að leggja ungmenna- félaginu Íslendingi lið. Þau hjón voru raunar í þeim hópi sem blés nýju lífi í félagið á sjöunda áratugnum og sem dugað hefur fram undir þetta. Nafni leiddi t.d. af stakri elju og samvisku- semi barnadeild félagsins, Æsk- una, sem skilaði mörgum öfl- ugum ungmennafélögum til starfa í byggðarlaginu. Þá ann- aðist hann með öðrum bókasafn ungmennafélagsins um langt skeið. Fyrir þessi störf og mörg fleiri var hann ásamt Sigrúnu konu sinni, sem ekki heldur hef- ur legið á liði sínu til fé- lagsstarfa, kjörinn heiðursfélagi ungmennafélagsins. Af sömu elju lagði Bjarni Lions-hreyf- ingunni öflugt lið í áratugi. Og á fleiri sviðum lagði nafni hönd á plóg, gegnheill félagshyggju- maður sem hann var. Fyrir allmörgum árum varð Bjarni fyrir mjög alvarlegu vinnuslysi er hann fékk í sig há- spenntan rafstraum af banvæn- um styrk. Hann náði sér eftir þann hildarleik þannig að undr- um sætti. Aldeilis er ég viss um að það mátti ekki síst þakka því jákvæða hugarfari, þeim innri styrk og þeim einstaka góðleika sem hann bjó yfir og iðkaði. Minningar um ævi eins og hans Bjarna er gott að skilja eftir og við leiðaskil er ljúft og skylt að þakka þær sem og öll kynni önnur. Við hjónin sendum Sigrúnu, börnum þeirra og öðr- um aðstandendum einlæga sam- úðarkveðju. Blessuð sé minning Bjarna K. Skarphéðinssonar. Bjarni Guðmundsson. Okkur hjónin langar með þessum línum að minnast Bjarna Skarphéðinssonar og senda honum okkar hinstu kveðju. Það er liðin meira en hálf öld síðan kynni okkar Bjarna hóf- ust. Kynnin þróuðust í einlæga vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Bjarni var einstakur maður, traustur og gæddur miklu jafn- vægi í sálarlífi. Þetta jafnvægi kom sér einkar vel meðan hann var að ná leikni á ný bæði eftir veruleg áföll og slys sem hann lenti í á miðjum aldri. Bjarni náði heilsu á ný og það væri ekki á færi nema þeirra sem væru gæddir slíkum sálarstyrk sem Bjarni hafði, ásamt þeirri umönnun sem Bjarni fékk frá eiginkonu sinni og fjölskyldu. Bjarni var fæddur og uppal- inn á Þingeyri en flutti til Reykjavíkur og lauk prófi í raf- virkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Síðar lauk hann prófi frá rafmagnsdeild Vélskól- ans í Reykjavík. Þar með var leiðin vörðuð. Bjarni vann við störf tengdu rafmagni meðan heilsan leyfði. Bjarni hafði mik- inn áhuga á framförum raf- magnsframleiðslu og nýtingu rafmagns á landinu. Hann setti sig mikið inn í þau fræði, sótti fræðslufundi og las sér til. Mér fannst mjög gaman að ræða þessi mál við hann, hann var öfgalaus og myndaði sér skyn- samar skoðanir um þróunina. Mættu margir taka þetta sér til fyrirmyndar. Við hjónin verðum ævinlega þakklát fyrir góðu kynnin við Bjarna, þann góða mann. Við sendum Sigrúnu eigin- konu hans, börnum þeirra og fjölskyldum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jónína (Jóna) og Gísli. Bjarni Kristjón Skarphéðinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.