Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Breiðafjarðarsvæðið á flestöll beinin í
mér þótt ég sé fæddur í Borgarfirð-
inum. En Breiðafjörðurinn er að
mörgu leyti saga og líf og kjarni þjóð-
lífs á Íslandi, auk þess sem náttúran er
merkileg og spennandi,“ segir Svavar
Gestsson, fyrrverandi alþingismaður
og sendiherra. Morgunblaðið hitti
hann á dögunum á sumarheimili hans í
Reykhólasveit, hvar fallegt útsýni er
yfir Hvammsfjörð, á Skarðsströnd og
út með Snæfellsnesi þar sem jökullinn
gnæfir yfir lengst í vestri.
Fróðleikur og fjölbreytni
Í samtali bar fyrst á góma nýjasta
hefti Breiðfirðings, tímarits þar sem
finna má fjölbreyttan fróðleik um
mannlíf, málefni og söguleg minni af
svæðinu. Ritið kemur nú út í fjórða
sinn undir ritstjórn Svavars, sem
stefnir á fimmta ritið á næsta ári en
láta þá staðar numið. Efnið í 150 blað-
síðna Breiðfirðingi nú er fjölbreytt; allt
frá grein um jarðhita á Snæfellsnesi
eftir Hauk Jóhannesson jarðfræðing
til greinar Heimis Pálssonar um þá
frændur Sturlu Þórðarson og Snorra
Sturluson.
„Fjárhagur ritsins er borinn uppi af
áskriftum og kynningarauglýsingum.
Þar koma við sögu auglýsendur sem
eiga tengsl vestur eins og Brim og
Bílabúð Benna, auk fjölmargra ann-
arra. Það er gaman að vera ritstjóri
Breiðfirðings skal ég segja þér,“ segir
Svavar, sem var ritstjóri Þjóðviljans
um árabil. Þegar áratugalöngu stjórn-
málavafstri og seinna störfum í utan-
ríkisþjónustu lauk byggðu Svavar og
Guðrún Ágústsdóttir kona hans sér
dvalarstað vestra og una sér þar vel í
samfélagi sem nú er á þröskuldi mik-
illa breytinga í atvinnuháttum. Land-
búnaður á undir högg að sækja en fyr-
ir hendi eru tækifæri í ferðaþjónustu,
sem aftur byggist á sögu og menningu.
Í mjúku landslagi
„Okkar landslag er mjúkt en ekki
hart og frekt. Sauðfjárbúskapur hefur
verið undirstaða mannlífs í Dölum
löngum. Nú er afkoman þar hrakleg.
Sveitarfélagið byggist upp af fólki sem
er með miðlungskjör og lakari. Skuldir
hlaðast upp víða. En sóknin felst í
menningunni. Þar er margt að gerast,“
segir Svavar. Nefnir í því sambandi
fyrirhugað Vínlandssetur í Búðardal
þar sem sögð verður saga landa-
fundanna í Vesturheimi og á Græn-
landi. Byggt verður á hugmyndum,
nálgun og aðferðum sem þau Sigríður
M. Guðmundsdóttir og Kjartan Ragn-
arsson hafa notað í Borgarnesi á
Landnámssetrinu, en þangað koma
um 100 þúsund manns á ári. Er ætlun-
in að skapa þarna forsendur til þess að
ferðamenn staldri við í Búðardal. Vín-
landssetrið verður í Leifsbúð þar sem
gamla kaupfélagshúsið hefur verið
gert upp fallega.
„Í annan stað nefni ég Ólafsdal. Þar
er Minjavernd að hefja stórfellda upp-
byggingu sem kostar mörg hundruð
milljónir króna. Ofan á allt saman var
það svo heppilegt að í Ólafsdal fannst
víkingaaldarskáli sem fornleifafræð-
ingar eru að skoða rækilega í sumar.
Fyrir utan Ólafsdal og Vínlandssetrið
ber að nefna hér Eiríksstaði þar sem
tilgátubær Eiríks rauða er opinn fyrir
ferðamenn allt árið eftir samkomulagi.
Það er Eiríksstaðanefnd sem hefur
unnið að uppbyggingu Vínlandsseturs
og við sjáum þessi setur, Vínland og
Eiríksstaði, sem eina samfellu.“
Gullni söguhringurinn
Svavar segir tilvalið að tengja sam-
an atvinnulíf, sögu og menningu og
efla byggð í Dölum þannig. Þannig sé á
döfinni að gera minningarreit um
Sturlu Þórðarson sagnaritara á Stað-
arhóli í Saurbæ. Mjólkursamsamsalan,
sem rekur líklega stærsta atvinnufyr-
irtæki i Dalabyggð, hafi stutt myndar-
lega við Sturluverkefnið.
„Nú er verið að gera söguskilti sem
verður komið fyrir á Gullna sögu-
hringnum eins og ég kalla Klofnings-
hringinn. Mjólkursamsalan hjálpar
okkur við þetta verkefni og það tengist
minningarreitnum á Staðarhóli. Taktu
eftir því að tveir framúrskarandi rit-
höfundar eru að endurlífga söguna
vestra: Vilborg Davíðsdóttir skrifar
um Auði djúpúðgu og Bergsveinn
Birgisson um Geirmund heljarskinn.
Hvað viltu hafa það betra?“ segir
Svavar að síðustu.
Sókn í Dölum felst í menningu
Breiðafjörður er líf og kjarni þjóðlífsins Ritstjórinn í Reykhólasveit Fræðandi héraðsrit
Vínland og Eiríksstaðir Framúrskarandi rithöfundar eru að endurlífga söguna vestra
Laxárdalur Hjarðarholtskirkja
er svipsterk og falleg eftir því.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eiríksstaðir Tilgáta að bæ Eiríks heppna í Haukdalnum, sem árið 1000 ýtti úr vör og nam land á Grænland.
Svavar Hann segir gaman að vera ritstjóri Breiðfirðings.
Einn af atkvæðamönnum Sturlungaaldar á Íslandi var Sturla Þórðarson
(1214-1284) sem var lögsögumaður, lögmaður, sagnaritari og skáld sem
sat á Staðarhóli í Saurbæ í Dölum. Sturla barðist með Sighvati frænda
sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga. Sturla var lögsögumaður
1251-1253, hafði þá Borgarfjörð sem lén og var lögmaður alls landsins
1272-1276. Þá ritaði Sturla margt, svo sem Íslendingasögu, sem varð
miðjuþáttur Sturlungu. Einnig eina gerð Landnámu.
Sturluhátíð verður haldin 29. júlí nk. í félagsheimilinu Tjarnarlundi í
Saurbæ og hefst kl. 14. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar
samkomuna svo og varaoddviti Dalabyggðar, Ragnheiður Pálsdóttir.
Hanna Dóra Sturludóttir syngur við undirleik Snorra Sveins Birgissonar.
Þá mun Guðrún Ása Grímsdóttir segja frá nýrri útgáfu Hins íslenska forn-
ritafélags á Sturlungu sem kemur út á næsta ári. Þá segir Guðrún Alda
Gísladóttir fornleifafræðingur frá fornminjaskráningu á Staðarhóli sem
var unnin síðastliðið sumar. Einar K. Guðfinnsson, formaður Sturlu-
nefndar, setur hátíðina og Svavar Gestsson segir frá hugmyndum sem
liggja fyrir um minningarreit um Sturlu.
Var mikill atkvæðamaður
STURLUHÁTÍÐ Á STAÐARHÓLI 29. JÚLÍ
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skáld Minnismerki um Sturlu, Stefán frá Hvítadal og Stein Steinarr á Staðarhóli.
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14
GOTT ÚRVAL
AF UMGJÖRÐUM
Verið velkomin til
okkar í sjónmælingu