Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 10
Gert er ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja-Skerjafirði, nýjum skóla, verslun og þjónustu, en borgarráð samþykkti nýtt rammaskipulag Skerjafjarðar á fundi sínum 28. júní síðastliðinn. Skipulagið tekur til landsvæðis við enda flugbrautar 06/24 sem hefur ver- ið lokað, en flugbrautin hefur ýmist verið kölluð neyðarbrautin eða litla flugbrautin. Svæðið sem um ræðir liggur að nú- verandi byggð í Skerjafirði og afmark- ast af götunni Skeljanesi til vesturs en af öryggissvæði Reykjavíkurflugvall- ar til norðurs og austurs. Við suður- enda byggðarinnar er síðan strand- lengja Skerjafjarðar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gert sé ráð fyrir fjölbreyttum húsagerðum í rammaskipulaginu og ríkulegum grænum almenningsrým- um sem hönnuð verði út frá sólarátt- um og skjóli. „Hugað verður að fé- lagslegri blöndun á svæðinu og hafa stúdentar og Bjarg, byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar, þegar fengið vilyrði fyrir lóðum í hinni nýju byggð,“ segir í tilkynningunni. Góð aðstaða verður fyrir ýmiss kon- ar sportbáta og seglskútur á svæðinu og er tiltekið að byggja eigi upp góða aðstöðu fyrir siglingaíþróttina á aust- urhluta strandarinnar, en í tilkynn- ingu Reykjavíkurborgar segir að öll strandlengjan á svæðinu sé sólrík og henti því vel til dvalar, útivistar, sjó- baða og siglinga. Loks segir að hugsað sé fyrir teng- ingu hverfisins við áframhaldandi upp- byggingu í Vatnsmýri þegar flugvöll- urinn víki þaðan og eins er gert ráð fyrir tengingu almenningssamgangna við Kársnes í Kópavogi með byggingu brúar yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Ný 1.200 íbúða byggð skipulögð í Skerjafirði  Gert ráð fyrir fjölbreyttum húsagerðum á svæðinu Skipulag Nýja byggðin í Skerjafirði samkvæmt rammaskipulaginu. Auk íbúða verða þarna verslanir og þjónusta. Teikning/Ask Arkitektar 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Hér er aðeins sýndur hluti af bílum í boði. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Besta Hekluverðið 4.270.000 kr. Audi A3 e-tron 1.4 TFSI / Rafmagn/Bensín / Sjálfskiptur Besta Hekluverðið 7.290.000 kr. Audi Q5 Sport Quattro 4x4 / 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur Fullt verð: 8.650.000 kr. 1.360.000 kr. Afsláttur Besta Hekluverðið 10.990.000 kr. Audi Q7 e-tron 3.0 TDI quattro / Rafmagn/Dísil / Sjálfskiptur Fullt verð: 11.730.000 kr. 740.000 kr. Afsláttur ára ábyrgð5 Nú er góður tími til að fá sér nýjan Audi hjá Heklu því við vitum aldrei hvað svona frábært verð býðst lengi. Tryggðu þér bíl á besta Hekluverðinu og aktu inn í sumarið. Nýr Audi á Besta Hekluverðinu Landsmenn skiptast nokkurn veg- inn í tvær jafnstórar fylkingar varðandi afstöðu til þess hvort hætta eigi að kenna dönsku í grunnskólum landsins og taka upp kennslu á öðru tungumáli í staðinn. Þetta er niðurstaða könnunar MMR. 38% voru fylgjandi því að hætt yrði að kenna dönsku, 38% voru því mótfallin og 24% hvorki andvíg né fylgjandi slíkum breyt- ingum. Nokkur munur var á afstöðu svarenda eftir kyni. Konur voru lík- legri en karlar til að vera andvígar því að dönskukennslu yrði hætt og annað tungumál kennt í staðinn. Einnig var nokkur munur eftir aldri svarenda, en með hækkandi aldri var líklegra að vilja halda í óbreytt fyrirkomulag og það sama átti við um fólk í hærri tekjuhópum. Ekki var munur eftir búsetu fólks. Menntaðir vilja ekki breytingar Þá var talsverður munur á svör- um fólks eftir menntun, en háskóla- menntaðir vilja frekar halda í dönskukennsluna en tæp 52% há- skólamenntaðra sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndum um breytingar á kennslu samanborið við tæp 23% þeirra sem voru ein- göngu með grunnskólapróf. Þeir sem kjósa Vinstri-græn og Framsóknarflokkinn eru líklegastir til að vilja að danska verði kennd áfram. Stuðningsfólk Viðreisnar, Miðflokksins og Pírata voru aftur á móti líklegastir til að vilja að annað tungumál yrði kennt í grunnskólum í staðinn fyrir dönsku. Morgunblaðið/Hari Í skólastofu Skiptar skoðanir eru um hvort kenna eigi dönsku áfram. Skiptar skoðanir um dönskukennslu  Efnaðir og Vinstri-græn vilja dönsku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.