Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á strandmenningu þjóðarinnar sem einum merkasta hornsteini í menningararfi hennar og sögu. Þetta er gert með því að gefa sérfræðingum og almenningi tækifæri á að hittast, læra, miðla og skapa tengsl. Markmiðið er einnig að styðja strandmenninguna í allri sinni fjölbreytni og kynna hana fyr- ir almenningi. Á það er bent á heimasíðu Síldar- minjasafns Íslands að það sem geri þessa strandmenningarhátíð svo sérstaka núna séu hin sterku nor- rænu tengsl við Siglufjörð, en full- yrða megi að Siglufjörður sé eini staðurinn á landinu þar sem allar norrænu þjóðirnar eigi sín spor og tengist sögulega. Þar hafi verið Norðmenn, Danir, Finnar, Svíar og Færeyingar við síldveiðar og tekið þátt í uppbyggingu staðarins og síldariðnaðarins. Fjölbreytt dagskrá Margt er í boði. Eldsmiðir leika listir sínar, handverksfólk vinnur með ull, roð og æðardún, riðar net og fleira, bátar eru smíðaðir og sýndir og boðið er upp á kvik- myndasýningar, tónlist, myndlist, leiklist og dans og börn geta sótt vinnusmiðjur. Færeyingar eru mættir með grindarbáta til að kynna þá fyrir hátíðargestum, Grænlendingar hafa sent tónlistarfólk og trommu- dansara og Norðmenn komu sigl- andi á fleyi yfir hafið með nokkra smærri báta innanborðs. Í sam- starfi við Bohuslän Museum í Uddevalla í Svíþjóð hefur verið sett upp sögusýning á Síldarminjasafn- inu um síldveiðar Svía við Íslands- strendur og sér í lagi við Siglufjörð. Þá er á dagskrá að bjóða hátíðar- gestum að bragða á ýmiss konar síld á opnu hlaðborði. Danir miðla sögu freigátunnar Jylland sem færði Íslendingum stjórnarskrána og Álendingar segja frá viðhaldi og varðveislu Pommern. Þá munu síld- arstúlkur salta síld á planinu við Róaldsbrakka og standa þannig vörð um gömlu verkþekkinguna. Dagskrá norrænu strandmenn- ingarhátíðarinnar má nálgast á www.fjallabyggd.is. Eldsmiðir, handverk, tónlist og dans  Norræna strandmenningarhátíðin hófst á Siglufirði í gær  Sjöunda hátíðin frá upphafi  Fyrst haldin á Húsavík 2011  Þjóðlagahátíð sömu helgi og mikið líf í bænum  Kaupstaður í hundrað ár Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Strandmenning Hin norræna hátíð var sett á Siglufirði í gær og stendur fram á sunnudag. Þjóðlagahátíð fer einnig fram og því mikið um að vera í bænum um helgina. Í forgrunni myndarinnar eru tveir grindarbátar frá Færeyjum. SIGLUFJÖRÐUR Sigurður Ægisson sigurdur.aegisson@gmail.com Norræna strandmenningarhátíðin, Nordisk Kustkultur, sem er haldin á Siglufirði þessa dagana, var form- lega sett í gær og stendur fram á sunnudag, 8. júlí. Á sama tíma fer Þjóðlagahátíðin fram. Mikill fjöldi er í bænum af þessu tilefni, víða að kominn. Norræna strandmenningarhá- tíðin er sú sjöunda í röðinni og ber yfirskriftina Tónlist við haf og strönd. Hún hefur verið haldin ár- lega frá árinu 2011 og hafa löndin á Norðurlöndum skipt með sér hlut- verki gestgjafa. Húsavík reið á vað- ið árið 2011 undir heitinu Sail Húsavík og síðan þá hefur hátíðin verið haldin í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, á Álandseyjum og í Fær- eyjum. Merkur hornsteinn Það var Örlygur Kristfinnsson, fyrrverandi safnstjóri Síldar- minjasafns Íslands, sem fyrir hönd safnsins óskaði í byrjun árs 2015 eftir stuðningi Fjallabyggðar til að hægt yrði að halda umrædda hátíð á Siglufirði árið 2018. Ástæðan var sú að þá blasti við að umrætt ár yrðu liðin 100 ár frá því að Siglu- fjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi og 200 ár síðan hann varð löggiltur verslunarstaður, auk þess sem þjóð- in myndi fagna aldarafmæli sjálf- stæðis og fullveldis Íslands. 2243,3 fm 4 Rúmgott og vel skipulagt parhús á tveimur hæðum. 4 rúmgóð svefnherbergi og glæsilegt útsýni. Húsið er staðsett innst í botnlanga. Virkilega hagstætt verð í þessu vinsæla hverfi , nýlegar sölur í kringum 422þús fm, hérna er fm verðið 369þús og því virkilega góð kaup! Skipti mögulega á 3ja - 4ra herbergja íbúð. Hlíðasmári 2 Hlíðasmári 2, 5 hæð 801 Selfoss Hlíðasmári 2 1149,9 fm 3 Glæsileg og vel skipulögð fjögurra herbergja íbúð á 7. hæð (efstu) í 105 Reykjavík með stæði í bílageymslu. Glæsilegt útsýni er frá íbúðinni ti l suðurs og austurs. Frábær staðsetning, stutt í alla helstu þjónustu og miðbærinn í göngufæri. Hlíðasmári 2 801 Selfoss 1141,4 fm 3 Virkilega fallegt og sjarmerandi 4ra herbergja einbýli í hjarta hafnarfjarðar. Húsið er staðsett við lækinn og í göngufæri við miðbæinn. Húsið er mjög skipulagt á tveimur hæðum auk kjallara. Þetta er eitt af þessum yndislegu húsum með sál. 801 Selfoss 4 2 Vandað og glæsilegt sumarhús á tveimur hæðum í Grímsnes- og Grafningshreppi, með innbyggðum bílskúr sem er ekki í skráðum fermetrum. Húsið er stórt og reisulegt, mjög rúmgott með mikill i lofthæð á efri hæðinni. 4 svefnherbergi og 2 stofur. Efri hæðin er mjög rúmgóð og frábært rými til að taka á móti stórfjölskyldunni. Algjörlega einstök eign! 134,2 fm Nánari upplý i i i Ásdís Ósk Lögg.fasteignasa Opið hús 7 júlí kl 14:00-14:30 FRÍ FAGLEG RÁÐGJÖF OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA S:519-2600 VANDAÐ OG HRATT SÖLUFERLI SEM SKILAR ÁRANGRI s ngar ve t r li S:863-0402 Ekki láta þessa framhjá ykkur fara! Verð: 89.9 milljStór garður og heitur pottur fylgir eign! Verð: 64.9 millj Glæsileg eign sem vert er að skoða! Verð: 79.9 millj 4 Glæsileg eign með heitapotti og útsýni! Verð 69,9millj 189.5 fm 3 Opið hús 7 júlí kl 13:00-13:30 Opið hús 7 júlí kl 15:00-15:30 Mjög fallegt og rúmgott bjálkahús á tveimur hæðum með 4 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og heitum potti rétt við Geysi á 7.500 fm. eignarlóð. Allt innbú getur fylgt húsinu og góðir útleigumöguleikar eru til staðar. Fótboltavöllur er á lóðinni og notalegt að liggja í pottinum og horfa á strokk gjósa, HVERFISGATA 63 MÁNALIND 19 STAKKHOLT 2B TJARNARHÓLSLAUT 82 EYJAVEGUR 15 Glæsileg eign og frábær kaup! Verð 28,5millj AÐALÞING 10 5 2261,1 fm asdis@husaskjol.is Eigendur skoða skipti á minni eign! Verð 95,9millj Falleg sex herbergja og vel skipulögð útsýnisíbúð í endaraðhúsi á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. 5 svefnherbergi sem öll eru óvenju rúmgóð og 2 svalir . Eldhús og stofa er rúmgott alrými með frábæru útsýni yfir Ell iðaárvatn og Heiðmörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.