Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 ✝ Friðrik GústafFriðriksson fæddist í Reykjavík 17. janúar 1943. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 26. júní 2018. Foreldar hans voru Anna Stefáns- dóttir húsmóðir, f. 1917, d. 1985, og Friðrik Baldur Sigurbjörnsson stórkaupmaður, f. 1911, d. 1988. Systkini Friðriks eru Hanna Stef- anía, sammæðra, f. 1936, Sigur- björn Ásvaldur, f. 1946, og Anna Lára, f. 1956. Barnsmóðir Frið- riks er Ingunn Thorarensen kennari, f. 1955, þau skildu. Barn þeirra er Þorsteinn Baldur, f. um rekstur fjölskyldufyrirtæk- isins. Meðfram því gerði hann fræðsluþátt fyrir sjónvarpið, sem hét Nám, minni, gleymska. Eftir lát föður Friðriks stofnaði hann ásamt systur sinni Önnu Láru fyrirtæki í smásölu og heildversl- un matvöru og einnig parketsölu. Á þessum tíma var Friðrik í stjórn Félags dagvörukaup- manna. Eftir að hann hætti öllum störfum tengdum viðskiptum gerði hann það sem hann undi best við, að fræða landa sína um önnur lönd og aðra menningar- heima, berja á fordómum. Frið- rik var fararstjóri erlendis í 36 ár og eru ófáir Íslendingarnir sem hafa notið fræðslu hans um víða veröld. Alvarlegur lungnasjúk- dómur síðustu árin aftraði hon- um ekki að takast á við oft erfið ferðalög. Naut hann síðustu árin ómetanlegrar hjálpar konu sinn- ar Lísu Kristinsdóttur. Útför Friðriks fer fram frá Neskirkju í dag, 5. júlí 2018, klukkan 13. 1979. Barnsmóðir Þorsteins er Dóra Gunnarsdóttir, f. 1981, þau skildu. Börn þeirra eru Ingunn Marta, f. 2004, og Gunnar Friðrik, f. 2008. Friðrik ólst upp í Reykjavík og gekk í Miðbæjarskólann, síðar í Gaggó Aust og lauk stúdents- prófi úr Verslunarskólanum 1964. Friðrik var mjög virkur í félagslífi skólans. Næstu árin dvaldi hann við nám og kennslu í háskólum í Marburg, Genf og lengst af í Freiburg Þýskalandi. Árið 1978 kom hann heim til að aðstoða föður sinn með því að sjá Alveg síðan ég var lítill var Frissi nálægur, nánast eins og góður afi. Það var margt sem við bröll- uðum saman, oft með öðrum krökkum sem tengdust honum. Við fórum í bíó, í leikhús, á söfn og margt fleira. Þær voru skemmtilegar ferð- irnar sem við fórum á sjóstöng á Faxaflóa. Þá leigði Frissi heilt skip fyrir fjölskyldu og vini. Við krakkarnir kepptumst við að veiða og í lokin voru veitt verðlaun fyrir stærstu fiskana, sérhannaðir bikarar sem hann hafði látið útbúa. Ég á einn slíkan og Stebbi bróðir annan. Frissi var einstaklega uppá- tækjasamur og skemmtilegur en líka svo vænn og góður. Alltaf þegar við fórum til út- landa kom Frissi með sitt hvort umslagið til okkar bræðranna, smá farareyri til ferðarinnar. Nú síðustu árin heimsótti ég Frissa reglulega í Mosfellsbæinn. Við borðuðum saman, horfðum á góða bíómynd og spjölluðum um heima og geima. Það voru góðar stundir. Ég er honum þakklátur fyrir allt sem hann gaf mér og mun ávallt minnast hans sem besta vinar. Björn Hallgrímsson. Ég átti því láni að fagna að eiga Friðrik, eða Frissa eins og hann var kallaður, að traustum vini í hartnær fjóra áratugi. Nú er hann skyndilega fallinn frá, þessi lífsglaði og litríki persónu- leiki með sína sérstöku kímni og útgeislun. Því er næsta erfitt að trúa, slíkur sem lífsvilji hans var og brennandi áhugi á öllum hin- um flóknu tilbrigðum veru- leikans. Frissi var prýðilegum gáfum gæddur og fljótur að með- taka og meta aðstæður, mjög skipulagður og nýtti tímann vel. Þetta kom fram í leiðsögn hans í hópferðum víða um lönd. Í far- arstjórahlutverkinu var hann einkar vel liðinn, skapaði góðan anda og til þess var tekið, hve af- bragðs góður undirbúningur hans var og hve vel hann var að sér um sögu þeirra staða og svæða, er leiðir lágu um. Hann gat rakið sögu menningar, lista og trúarbragða langt aftur í aldir. Full ástæða hefði verið til að færa frásagnir hans í letur. Margir fóru endurtekið í ferðir með hon- um. Fyrir þennan trygga „læri- sveinahóp“ stóð Frissi fyrir vin- sælum skemmtikvöldum eftir að heim var komið. Frissi var raunsær og jarð- tengdur, en um leið alvarlega andlega leitandi. Eitt sinn dreif hann mig með sér á námskeið um kínverska heimspeki, sem ég verð alltaf þakklátur fyrir. Eftir það vissum við að Konfúsíus var sannarlega einn hinn mesti lífs- vitringur sögunnar, og að kenn- ingar hans ættu allir að kynna sér. Frissi var listunnandi og stundaði á yngri árum nám í myndlist í Bandaríkjunum, og þótt hann legði þá grein ekki fyr- ir sig, bar hann afbragðsskyn- bragð á myndverk, og naut ég oft góðs af ábendingum hans. Sér á parti var hinn einlægi áhugi Frissa og umhyggja fyrir börnum. Alla tíð voru tengsl hans við einkason sinn til stakrar fyr- irmyndar. Af mikilli óeigingirni og sjálfum sér til ánægju og lífs- fyllingar sinnti hann af mikilli natni ekki aðeins eigin barna- börnum, heldur iðulega börnum ættingja og vina. Heimsóknir og gistingar hjá honum voru tíðar. Þá fór Frissi aftur í leiðtoga- og fræðarahlutverkið og einkennd- ust „innlegg“ hans af innsæi hans og voru á forsendum barnanna. Sumardag leigði hann bát og fór með allan hópinn fagnandi í sjóst- angveiði. Þá var gleði hans mikil. Hann vissi að hann var að sá fræjum í hugi barnanna, það væri öllu öðru mikilvægara. Hann skildi brýnustu þarfir þeirra. Í þessu er honum best lýst. Frissi gekk rösklega til allra verka, var sjálfstæður í skoðun- um en alltaf til í að heyra ný sjón- armið, heiðarlegur var hann og hreinskiptinn, harður af sér, já- kvæður og æðrulaus í meðbyr sem mótbyr. Hann kom víðar við en hér er hægt að rekja. Vera má, að það hve fjölþættir hæfileikar hans voru, hafi ekki alltaf gert honum lífið léttara, en að fóta- kefli varð það ekki. Hann tókst á við hlutina af mannlegri reisn. Dýrmætustu eiginleikana í fari Frissa tel ég greiðvikni hans og góðvild, umhyggjuna og hjálp- semina. Það væri alveg í anda Frissa að leitast nú við eftir bestu getu að milda söknuðinn með því að tengja hann þakklæti, einlægri þökk fyrir samfylgdina. Nánustu ættingjum hans og ástvinum votta ég innilega hluttekningu. Magnús Skúlason. Í dag kveðjum við mæðgurnar kæran fjölskylduvin sem okkur þótti mjög vænt um. Frissi var bekkjarbróðir pabba í Verzlunarskólanum og þar mynduðu þeir góð vinatengsl. Þegar pabbi okkar systranna veiktist alvarlega eftir heilablóð- fall og fluttist að mestu á Reykja- lund þá komu nokkrir af gömlu skólafélögunum þangað í heim- sókn og var Frissi þar á meðal. Eftir þá heimsókn varð Frissi fastur punktur í tilveru fjölskyld- unnar, hann kom oft og reglulega á Reykjalund til pabba og reynd- ist honum einstaklega vel. Stund- um tók hann Steina með og var með grill meðferðis og fóru þeir þá í stuttar ferðir út í náttúruna og grilluðu saman, en það gladdi pabba mjög enda mikill matmað- ur. Hann trúði á að hægt væri að þjálfa huga og getu pabba upp aftur og kom þá gjarnan með bókhaldsdæmi sem þeir kíktu á saman. Við systurnar duttum líka í lukkupottinn því Frissi kom oft með sælgæti þegar hann leit við hjá okkur á Kambsveginum og oft tók hann upp teiknimyndir á erlendu sjónvarpsrásunum sem hann hafði áskrift að og kom því til okkar á VHS. Þetta var eig- inlega eins og að uppgötva fjór- tánda jólasveininn og kynnast honum persónulega. Af öllu því sem Frissi gerði fyrir pabba heitinn og fjölskyld- una okkar (og það er sko af nógu að taka) þá stendur einna helst upp úr þegar Frissi ákvað að fara í hálfan mánuð til Þýskalands með aldraða móður sína sem var í hjólastól og Steina lítinn og bauð pabba með í ferðina, þrátt fyrir alla þá umönnun sem honum fylgdi. Pabbi kom alsæll heim og þó hann hafi ekki getað tjáð sig mikið þá var augljóst hvað hann var ánægður. Nú eru þeir bekkjarfélagarnir og vinirnir sameinaðir á ný og geta brallað eitthvað skemmti- legt saman ef við þekkjum þá rétt. Við systurnar og móðir okk- ar þökkum Frissa fyrir einstaka umhyggju og vináttu og vottum fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Guðbjörg og Sigurrós Oddsdætur og Ragna K. Jónsdóttir. Þegar ég kveð minn góða, kæra æskuvin og skólabróður kemur ljúf minning upp í hugann. Pétur Jakob sonur minn, þá 7 ára, sagði þessi ógleymanlegu orð þegar við bjuggum í Hollandi: „Mamma, því eru fjöllin ekki þar sem fjöllin eiga að vera? “ Og nú sný ég tímanum óralangt til baka. Árið er 1958, staðurinn Verzló við Grundarstíg. Óskaum- hverfi, fullt hús af hressum ung- mennum. Sól í hverju horni, lífið létt og leikandi, meira að segja jólaprófin og útkoma þeirra. Frissi var í 1. A og ég í 1. B. Ég þekkti ekkert þennan kappsfulla strák á efri hæðinni sem var góð- ur námsmaður og vildi ekkert minna er vera efstur á prófum. Þennan desembermorgun kom hann á fljúgandi ferð inn í 1.B og spurði: „Hvar er þessi stelpa sem sló mig út?“ Þannig voru okkar fyrstu kynni, þannig hófst okkar langa vinátta. Frissi tók pláss í Verzló, hann skar sig úr. Kenn- ararnir elskuðu þennan klára, framhleypna nemanda. Skínandi vel gefinn, íþróttamaður góður. Hávaxinn og ljós yfirlitum, heill- aði hann umhverfi sitt. Ég man einu sinn á prófi í Norrænni goðafræði í menntadeild, gerði hann sér lítið fyrir og teiknaði upp alla hina flóknu heima goða- fræðinnar, helstu persónur og bústaði þeirra. Útkoman varð einstakt listaverk, meðan við hin svöruðum hefðbundið á A4 blöð. Sjóndeildarhringurinn hans var einhvern veginn stærri en okkar hinna. Listabrautin hefði getað orðið hans vettvangur. Bestu vin- ir hans ævina út voru skólabræð- urnir úr Verzló. Frissi var nefni- lega vinur vina sinna. Trúr og tryggur. Þessi skólabróðir sem virkaði svo opinn í skólanum forðum var, á margan hátt og í raun, fárra. Sólin í lífi hans var Steini, hans elskulegi sonur. Frissi gaf honum alla sína ást og allan sinn tíma, alltaf. Barna- börnunum Ingunni Mörtu og Gunnari Friðrik var hann ein- stakur, nenninn og hugmynda- ríkur afi. Tók þátt í þeirra lífi af áhuga, vildi fræða þau og gleðja. Barnabörnin mín nutu sannar- lega elskusemi Frissa. Stundum sagði hann: „Helga, smáfólkið, undir níu ára, það er skemmtileg- asta fólkið.“ Börnunum mínum var hann eins og besti frændi. Konan hans hún Lísa, hefur verið ljósið hans, styrkurinn hans og stoðin sérstaklega þegar veik lungu fóru að taka sinn toll. En Frissi var sterkastur þegar á móti blés, lét fátt stoppa sig. Hann og Lísa ferðuðust víða. Hann oftar en ekki sem farar- stjóri með stóra hópa sem nutu innilega elju og fróðleiks leið- sögumannsins. Frissaferðir voru vinsælar og eftirsóttar. Og nú hefur hann kvatt, fljótt og fal- lega. Vinátta hans var mér dýr- mæt rétt eins og fjöllin hjá Pétri mínum ungum, sterk, mikilvæg og óbreytanleg. Ég þakka af öllu hjarta fyrir að hafa átt þennan góða vin að í nærri sex tugi ára. Ég óska honum góðrar ferðar, al- veg fullviss þess að hans bíði ný og spennandi verkefni – ævintýri. Því hann var bara þannig. Guð geymi vininn minn Frissa. Helga Mattína Björnsdóttir, Dalvík. Friðrik Gústaf Friðriksson HINSTA KVEÐJA Kær frændi er burtkall- aður. Við systurnar þökk- um vináttu og drengskap frá fyrstu tíð og sendum samúðarkveðju til nánustu aðstandenda. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (HP) Guðrún, Sigrún, Þórdís og Áslaug Ásgeirsdætur. ✝ Brynleifur Sig-urjónsson fæddist á Gili í Svartárdal 20. des- ember 1917. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 24. júní 2018. Foreldrar hans voru Sigrún Tobí- asdóttir húsfreyja, f. 27.8. 1877, d. 23.12. 1964, og Sigurjón Helgason, bóndi í Geldingaholti, f. 30.5. 1867, d. 16.2. 1952. hjónaband árið 1955 og bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap. Þá lengst af á Laufásvegi 27 en frá árinu 2000 bjuggu þau á Skúlagötu 40. Þau hjón voru barnlaus. Brynleifur ólst upp í Geld- ingaholti frá 5 ára aldri yngst- ur 6 systkina. Hann starfaði lengst af sem bifreiðarstjóri og sá lengi vel um flutning á gosi, kaffi og öðrum nauðsynjavör- um milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar ásamt félaga sínum Vagni Kristjánssyni. Hann var einn stofnenda taflfélags Hreyfils og virkur meðlimur allar götur síðan. Útför Brynleifs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 5. júlí 2018, og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Eiginkona Bryn- leifs var Alda Gísladóttir, fædd á Stokkseyri 30.5. 1927, d. 17.5. 2011. Foreldrar hennar voru Arndís Þórð- ardóttir, húsfreyja frá Stokkseyri, f. 9.12. 1904, d. 2.10. 2001 og Gísli Kon- ráðsson verkamað- ur, f. í Skagafirði 16.5. 1891, d. 12.12. 1976. Alda og Brynleifur hófu búskap í Reykjavík 1945. Þau gengu í Með þessum orðum langar mig að kveðja Brynleif afabróður minn eða Leifa frænda. Þegar kemur að þeirri stund að kveðja renna svo margar minningar í gegnum huga manns. Þakklæti er mér efst í huga fyrir það hversu mörg ár við fengum að njóta þess að hafa Leifa frænda með okkur við góða heilsu á meðan við þurftum að kveðja aðra úr fjölskyldunni allt- of snemma. Í veikindum pabba reyndist Leifi okkur sem klettur, hann var alltaf tilbúinn að keyra og sækja, hvort heldur sem var í eða úr flugi eða strætó þegar pabbi var að fara suður til læknis. Leifi var líka svo duglegur að heimsækja pabba þegar hann lá inni. Ein minning af Lansanum er mér af- ar kær. Þá var ég að tala við vakt- hafandi lækni og hann var nýbú- inn að spyrja hvort þetta væri ekki erfitt að vera með báða for- eldra veika og hvorugt þeirra gamalt, hvaðan ég fengi orku til að sinna þessu svona vel og þegar ég svara að jú vissulega geti það verið erfitt þá opnast dyrnar og inn á ganginn kemur Leifi með ri- samyndaalbúm í annarri hendi og bíllykla í hinni, heilsar hressilega og segir að sér hafi dottið í hug að okkur myndi þykja gaman að kíkja á þessar myndir. Ég gat ekki annað en brosað þegar læknirinn spurði hver þetta væri og ég svaraði stolt: Þetta er afa- bróðir minn sem er að verða 95 ára og er við góða heilsu og heim- sækir og keyrir pabba oft í Reykjavík þegar hann hefur ver- ið að fara til læknis og fyrir það er ég svo þakklát og hann er einn af orkugjöfunum mínum. Einnig eru dýrmætar minn- ingar þegar Alda og Leifi komu í Holtið, alltaf hress og kát og köll- uðum við þau oft unglingana í ættinni. Ég spurði þau oft hver uppskriftin væri. Man að í eitt skipti svaraði Leifi mér: Að ganga og vera hress. Síðast heyrði ég í Leifa á afmælisdaginn hans 20. des. í fyrra þegar hann varð 100 ára. Hann var sæll en þreyttur eftir góðan dag og er ég þakklát fyrir dýrmætt spjall sem við áttum. Árið áður, á 99 ára afmælis- daginn hans, fórum við Elfa með Kristínu Björgu og Sigra í heim- sókn til hans á Hrafnistu þar sem hann var í hvíldarinnlögn. Sú heimsókn er dýrmæt þar sem það var í síðasta skipti sem ég hitti hann. Að lokum vil ég þakka þér elsku Leifi fyrir tímann sem við áttum saman, takk fyrir allt, þakklát fyrir að þú treystir þér til að koma norður 2013 og 2015 til að fylgja pabba og mömmu síð- asta spölinn og ég veit að það verður tekið vel á móti þér í sum- arlandinu. Minningu um yndislegan frænda varðveitum við í hjörtum okkar. Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir (Lulla). Brynleifur vinur okkar er lát- inn 100 ára gamall. Við þekktum Brynleif frá Laufásvegi þar sem hann og Alda voru nágrannar fjölskyldu minnar í nær 60 ár. Við höfðum náið samband við fjöl- skyldurnar í númer 27 þar sem Brynleifur og Alda bjuggu á efri hæðinni og Dísa og Óli, tengda- foreldrar Brynleifs, bjuggu á neðri hæðinni. Í gegnum öll árin var náið samband og oft var keyrt upp á Litlu Vallá þar sem Brynleifur naut þess að vinna úti í alls konar verkum. Eftir á var alltaf gott að koma inn í bæinn og fá heitt kaffi og pönnukökur og gott spjall. Þegar dóttir mín var lítil fékk hún mjög oft að koma í heimsókn til Öldu og Brynleifs og var mikið uppáhald þeirra og þau hennar. Svo kom til að þegar hún sjálf átti börn og bjó heima á Laufásveg- inum eftir andlát móður minnar, að Alda og Brynleifur pössuðu dóttur hennar einnig og var hún hluti af lífi þeirra. Þetta er alveg sérstaklega hlýlegt að hugsa til hvað báðir aðilar höfðu ánægju að þessum stundum. Börnin mín voru alltaf mjög hænd að Brynleifi, stóra vöru- bílnum hans, sem hann hafði sjálfur byggt og keyrði norður í land með vörur og ekki síst hon- um sjálfum – barngóðum og elskulegum sem hann var. Við söknum Brynleifs og þökk- um fyrir allt og allar góðar sam- verustundir. Anna Ragnheiður Guð- mundsdóttir (Balle) og fjöl- skylda. Í dag kveðjum við okkar kæra vin Brynleif sem lést á 101. ald- ursári á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, en þar hafði hann búið frá janúar 2017 og notið góðrar að- hlynningar. Brynleifur var fastur punktur í tilveru minni alla tíð en Alda kona hans var föðursystir mín og samgangur heimilanna var nær daglegur öll mín upp- vaxtarár. Brynleifur var góður heim að sækja, gaman að koma í bílskúrinn hjá honum og líta á það sem verið var að gera. Hann hlúði að smáfuglum á veturna, útbjó bað- og mataraðstöðu í tré við eldhúsgluggann á Miklubraut 7 þegar þau bjuggu þar. Ósjaldan var pikkað í gluggann ef vantaði vatn eða korn. Þá stundaði hann sund og gönguferðir. Tafl var hans áhugamál og var hann einn af stofnendum Taflfélags Hreyf- ils. Þá var spilaður fótbolti einnig með Hreyfilsmönnum til margra ára. Hér er aðeins stiklað á stóru í minningunum um þennan öðling sem Brynleifur var. En margs er að minnast, margs er að sakna, þá má nefna að þau hjón ferð- uðust mikið um landið ásamt vinafólki, Jónasi og Rúnu. Jónas á þakkir skilið fyrir alla tafldag- ana á Skjóli og veittu þeir Bryn- leifi mikla gleði. Þá eru þakkir til nágrannanna Ingva og Hrafn- hildar fyrir vináttu og tryggð í gegnum árin. Starfsfólk á 5. hæð á Skjóli fær þakkir fyrir góða að- hlynningu, vinsemd og virðingu sem þau sýndu Brynleifi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem.) Guðríður Guðbjartsdóttir, Tómas Tómasson, Guðríður Guðbjartsdóttir og Tómas Tómasson. Við sendum kærar kveðjur og þökk fyrir vinsemd og hjálp á Ís- landsárum fjölskyldunnar. Kveðja frá Tennessee, Robert, Barbara og Erik Doell. Brynleifur Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.