Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 68
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Alesha MacPhail var myrt
2. Fengu um 10,8% hækkun
3. Einar Darri lést úr ofneyslu
4. Lögmaður dró sér 53,7 milljónir
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Unnur og Hilmir í
Dúkkuheimilinu
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hilmir
Snær Guðnason snúa aftur í öðrum
hluta Dúkkuheimilisins og verður
leikritið frumsýnt á Nýja sviði
Borgarleikhússins föstudaginn 21.
september. Þau léku saman í Dúkku-
heimilinu eftir Henrik Ibsen í Borgar-
leikhúsinu leikárið 2014-2015 og var
sú sýning sú sigursælasta á Grím-
unni þar sem hún var meðal annars
valin sýning ársins.
Dúkkuheimilið, annar hluti er eftir
Lucas Hnath og gerist nokkrum árum
eftir að Dúkkuheimili Ibsens lauk.
Leikritið er hnyttin rannsókn á sam-
skiptum, hlutverkum kynjanna og
ólíkum hugmyndum um ástina,
hjónabandið og skuldbindingar.
Auk Unnar og Hilmis leika í verkinu
þær Ebba Katrín Finnsdóttir og Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir. Leikstjóri
er Una Þorleifsdóttir.
Á samsýningunni Sjö listamenn,
sem opnuð verður kl. 17 á morgun í
Deiglunni, Listagilinu á Akureyri,
sýna listamenn verk sem tengjast á
einn eða annan hátt sjálfstæði. Sjö-
menningarnir eiga það sameiginlegt
að hafa verið valdir listamenn hátíð-
arinnar List án landamæra. Aron Kale
varð fyrir valinu í ár. Lista-
mennirnir eru hvaðanæva
af landinu og nálgast við-
fangsefnið á ólíkan hátt.
Sumir sýna verk sem þeir
hafa unnið sér-
staklega fyrir
sýninguna, aðrir
eldri verk.
Sjö listamenn og sjálf-
stæðið í Deiglunni
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 5-13 en 10-18 á norðaustur-
horninu. Rigning á Norður- og Austurlandi, bjart á S-V-landi.
VEÐUR
Einar segir báða í
fremstu röð
„Báðir eru þeir í heims-
klassastöðu miðað við ald-
ur,“ segir Einar Vilhjálms-
son, Íslandsmethafi í
spjótkasti og þjálfari spjót-
kastaranna ungu og efni-
legu Dagbjarts Daða Jóns-
sonar og Sindra Hrafns
Guðmundssonar. Báðir hafa
þeir bætt sig verulega á
þessu ári. Sindri er m.a. í
þriðja sæti á afrekalista frá
upphafi og verður á meðal
keppenda á EM í Berlín. »4
Brasilíumenn eru komnir í átta liða
úrslit á sjöunda heimsmeistaramóti
karla í knattspyrnu í röð og þeir
freista þess að vinna titilinn í sjötta
skipti. Fjórar þjóðir sem hafa orðið
heimsmeistarar eru enn eftir í keppn-
inni en Belgar og Rússar eru einu lið-
in sem eftir eru sem aldrei hafa unnið
til verðlauna á HM. »2-3
Fjórar heimsmeistara-
þjóðir eftir á HM
„Við erum með mjög öflugan hóp sem
hefur vakið athygli hér fyrir góða
frammistöðu. Liðið þykir hafa komið á
óvart. Ég er ánægður með fyrstu leik-
ina og að hafa fengið þrjú stig af fjór-
um mögulegum gegn gríðarlega öfl-
ugum mótherjum,“ segir Stefán
Arnarson, annar þjálfari U20 ára
landsliðs kvenna í handbolta, sem hef-
ur byrjað vel á HM í Ungverjalandi. »1
Stúlkurnar hafa vakið
athygli í Ungverjalandi
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Dýralæknirinn Sigríður Björnsdóttir
hefur tekið þátt í landsmótum hesta-
manna með einum eða öðrum hætti í
hartnær 25 ár. Hún gegnir starfi
dýralæknis hrossasjúkdóma hér á
landi og sér um eftirlit og skoðun
hestanna fyrir keppni. „Mitt starf er
að tryggja velferð hestanna, fyrir-
byggja hvers kyns skaða eins og
hægt er og að hestar fari óheilbrigðir
í braut. Það er mikilvægt fyrir mig að
fá þessa yfirsýn til þess að fá saman-
burð milli ára og landsmóta, svo við
sjáum hvort þróunin sé jákvæð eða
neikvæð.“ Sigríður hefur umsjón
með stóru verkefni en um 800 hross
eru með þátttökurétt á landsmótinu í
ár.
Óheilbrigðir hestar úr leik
Skoðun og mælingar á hestum á
landsmóti felast í að vega og meta
heildarheilbrigði hestsins. „Heil-
brigði er afstætt hugtak því við get-
um ekki vitað að fullu hvort hestur-
inn sé alveg heilbrigður. Við reynum
að kanna hvort hann sé með áverka
og ef hesturinn finnur augljóslega til
fær hann ekki að keppa.“ Sigríður
segir hestana geta upplifað álags-
meiðsli en þeir geti einnig meitt sig
sjálfir. „Ef upp koma tilvik þar sem
hestur fær ekki að keppa er það helst
vegna ágripa sem orðið hafa til í
kringum mótið eða á því en þeir geta
einnig meitt sig sjálfir. Af þeim sök-
um legg ég mikið upp úr því að þreifa
fætur og þófa og reyni að átta mig á
hvort það sé einhver veikleiki þar.“
Þá leggur Sigríður einnig áherslu á
að þreifa í munni hestanna en með
því kannar hún hvort þrýstings-
áverkar eftir beislisbúnað þeirra séu
einhverjir. „Það getur gerst að beisl-
ið valdi hestunum miklum sársauka.
Ég hef ekki séð slíka áverka í ár þótt
ég hafi vissulega séð slík tilfelli áð-
ur,“ segir Sigríður.
Aðspurð hvort þeir hestar sem
vinni til verðlauna séu í góðu standi
segir hún að það eigi í nær öllum til-
vikum við. „Það er ofsalega góð til-
finning þegar maður skoðar hest sem
maður veit að hefur náð toppárangri
í keppni og svo kemur hann til mín í
skoðun og það er eins og aldrei hafi
verið sett í hann beisli. Þetta er til.“
Sigríður telur að samskipti manns og
hests ættu ekki að skilja eftir sig nein
ummerki. „Sem betur fer eru flestir í
toppstandi og í raun sífellt fleiri. Ég
hef verið sátt við þá þróun sem ég
hef séð; miklu minna er af áverkum í
munni á landsmótinu í ár t.d. Við er-
um auðvitað bara komin fram í mitt
mót en heilt yfir er ástandið gott.“
Mikið eftirlit nauðsynlegt
Sigríður segist vera í góðu sam-
bandi við hestamennina enda hesta-
kona sjálf. „Það er alltaf jafn gaman
að vinna með hestamönnum. Ég legg
mig fram við að hlusta á það sem þeir
hafa að segja og hef lært gríðarlega
mikið af því að tala við knapa.“
Keppnin í ár er talin mjög hörð og af
þeim sökum verður hlutverk eftirlits-
ins ívið meira að sögn Sigríðar.
„Þetta er orðin gríðarlega hörð
keppni. Það eru svo ofsalega margir
góðir hestar að keppa að jafnvel þeir
allra bestu eiga á hættu að detta út
snemma á mótinu. Þetta þýðir að það
er gríðarlegt álag á knöpunum og
þeir reyna að þenja hestinn til hins
ýtrasta til að eiga möguleika. Ég er
því endanlega sannfærð um að það
verði að vera einhver sem hefur ein-
göngu sjónarmið hestsins í huga í
kringum mótið. Knaparnir gera það
auðvitað en þeir verða einnig að hafa
fleiri sjónarmið í huga. Eftirlitið ber
aðeins hag hestsins fyrir brjósti og
það er nauðsynlegt,“ segir Sigríður
og heldur áfram vinnu sinni með
hestunum.
„Ber hagsmuni hestanna fyrir brjósti“
Ber ábyrgð á
heilbrigði hesta
á landsmótinu
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Reynslubolti Sigríður hefur starfað við landsmót í mörg ár. Hún segir langflesta klára í toppstandi og þróunin sé jákvæð.
MLandsmót hestamanna »20
Vegna fjölgunar sem orðið hef-
ur innan hestagreinarinnar
hafa nú fleiri hestar möguleika
á þátttöku á Landsmóti hesta-
manna í ár. Um 550 hestar
taka þátt í tölt- eða skeið-
keppni og um 170 hestar verða
sýndir á kynbótasýningum í ár,
sem einnig er aukning. Þá
bætast við þeir hestar sem
taka þátt í svokölluðum rækt-
unarbússýningum. Í heild taka
því um 800 hestar þátt í
landsmóti í ár.
Fjölgun í
hestaíþróttinni
UM 800 HROSS ERU MEÐ
Á föstudag Vestlæg átt, 5-10 en hægari vestantil. Styttir upp
norðaustanlands með morgninum, annars bjart með köflum.
Á laugardag Hæg suðlæg átt og skýjað með köflum, en rigning
um kvöldið, einkum suðaustanlands. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast NA-til.