Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Eyjamenn fagna því um helgina að 45 ár eru liðin síðan eldgosinu í Heimaey lauk. Goslokum var form- lega lýst yfir af vísindamönnum hinn 3. júlí 1973 en það hófst aðfaranótt 23. janúar sama ár. Fjölbreytt dag- skrá hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíð sem þessi hefur verið haldin árlega frá 1998, fyrstu helgina í júlí, en þar áður var hún haldin á fimm ára fresti frá 1978. Eins og fram kemur aftar í blaðinu var forskot tekið á sæluna sl. þriðjudag, 3. júlí, þegar útvarps- stöðin K100 sendi út morgunþætti frá Eyjum, með þeim Loga Berg- mann, Rúnari Frey, Rikku og Sigga Gunn. Fengu þau nokkra Eyjamenn í létt spjall og Eyjalögin leikin inn á milli. Eitthvað við allra hæfi Margrét Rós Ingólfsdóttir á sæti í goslokanefndinni, ásamt Kristni Pálssyni og Hjalta Pálssyni, en hún tekur sérstaklega fram að þeir séu ekki bræður! „Undirbúningurinn gengur mjög vel og allt að verða klárt,“ sagði Margrét Rós í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Þetta er fimmta ár- ið sem við í nefndinni störfum sam- an. Við erum því orðin ágætlega vön.“ Hún segir dagskrána verða æ fjöl- breyttari og erfitt sé orðið að koma fyrir fleiri viðburðum þessa hátíð- ardaga. „Við erum með marga flotta við- burði og reynum að skipuleggja þá þannig að þeir stangist sem minnst á svo fólk geti sótt þá flesta. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Margrét Rós. Dagskráin fer að vanda að mestu fram í miðbæ Vestmannaeyja. „Við reynum að skapa alvörumiðbæjar- stemningu, enda miðbærinn orðinn glæsilegur eftir mikla andlitslyft- ingu á seinni árum.“ Burtfluttir áberandi Þjóðhátíðin í Eyjum fer sem kunnugt er fram í Herjólfsdal en á goslokahátíð er ekki formleg dag- skrá þar. Tjaldstæðin eru hins vegar vel nýtt í Dalnum og strax í gær voru margir hátíðargestir búnir að koma sér þar fyrir í tjöldum, felli- hýsum og húsbílum, sem og á tjald- stæðinu við Þórsvöllinn. Að sögn Margrétar eru burtfluttir Eyjamenn áberandi á hátíðinni, sér- staklega þeir sem upplifðu eldgosið á sínum tíma en sneru ekki til baka að því loknu. Þeir eiga flestir enn einhverjar rætur í Eyjum og gista þá í heimahúsum hjá vinum og ætt- ingjum. Um 4.300 manns búa í Vest- mannaeyjum en Margrét Rós reikn- ar með um 2.000 manns til viðbótar til Eyja um helgina. Herjólfur er vel bókaður alla dagana og von er á mesta straumnum á morgun. Viðburðir Goslokahátíðar fara flestir fram utanhúss og því skiptir veðrið nokkru máli. Margrét Rós og aðrir nefndarmenn hafa legið yfir veðurspánum síðustu daga en hún sagðist í gær hafa hætt að taka mark á þeim. Á þriðjudag hafi verið útlit fyrir bestu daga sumarsins, í gær- morgun sýndi veðurspáin rigningu alla daga og eftir hádegi hafði spáin enn breyst. „Svo ákváðum við nú bara að hætta að endurhlaða veður.is. Hátíð- in fer fram sama hvernig viðrar, það verður bara eintóm gleði og skemmtilegheit,“ sagði Margrét Rós. Hún segir nefndina að sjálfsögðu hafa plan B tilbúið ef veðurguðirnir sýna klærnar. „Við munum þá færa skemmtanir inn í hús, eins og því verður við kom- ið, líklegast í íþróttahúsið,“ segir Margrét Rós að endingu. Stemning sköpuð í miðbænum  Eyjamenn fagna 45 árum frá lokum eldgossins í Heimaey 1973  Fjölbreytt dagskrá alla helgina  Áhersla lögð á barna- og fjölskylduskemmtanir  Nefndin tilbúin með plan B ef veðrið versnar Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson Undirbúningur Hjalti Pálsson (t.v.), Margrét Rós Ingólfsdóttir og Kristinn Pálsson á fundi goslokanefndar í gær. Fjör Fjölmörg skemmtiatriði hafa verið í boði, m.a. með íþróttaálfinum. Goslok Frá hátíðahöldum í miðbæ Vestmannaeyja árið 2015. Áhersla er lögð á fjölskyldu- og barnaskemmtanir á Gosloka- hátíðinni. Einnig eru listsýn- ingar og tónleikar víða um bæ- inn, golfmótið Volcano Open fer fram og ÍBV leikur á laugardag við Breiðablik í Pepsideild karla. Í dag og kvöld er bjórbingó hjá Brothers Brewery, þar sem bingóspjald fylgir hverjum keyptum bjór. Hátíðardagskrá fer fram kl. 17 á morgun í Gömlu Höllinni, karnivalstemning verð- ur í miðbænum og annað kvöld verða stórtónleikar í Höllinni með Pálma Gunnars og Bjart- mari Guðlaugssyni. Stærstu tónleikarnir verða á Skipasandi á laugardagskvöld, með Aroni Can, Siggu og Grétari í Stjórn- inni, KK-bandinu o.fl. Nánari dagskrá Gosloka- hátíðar er m.a. að finna á Facebook-síðu hátíðarinnar. Fjölbreyttar skemmtanir GOSLOKAHÁTÍÐIN Goslokahátíðar- lagið í ár nefnist Aftur heima, sungið af Söru Renee Griffin. Lag og texta á Björgvin E. Björgvinsson. Lagið er flutt við undirleik nokk- urra valinkunnra tónlistarmanna úr Eyjum. Banda- lag vestmanneyskra söngva- og tónskálda (BEST) annaðist útsetn- ingu og upptöku. BEST og Goslokanefndin stóðu að samkeppni um lag hátíðarinnar í ár og þurfti fimm manna dómnefnd að velja úr fjölda innsendra laga. Lagið Aftur heima, var frumflutt í síðasta mánuði og hefur fengið góðar viðtökur. Hægt er m.a. að nálgast það á Spotify og sérstakt myndband er einnig komið á You- tube. Um þá myndvinnslu sáu Sæ- þór Vídó Þorbjarnarson og Halldór B. Halldórsson. Sara syngur gos- lokalagið í ár Sara Renee Griffin – fyrir dýrin þín Ást og umhyggja fyrir dýrin þín Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna. Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is 15 kg 8.990 kr. 45 ár frá goslokum í Eyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.