Morgunblaðið - 05.07.2018, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Eyjamenn fagna því um helgina að
45 ár eru liðin síðan eldgosinu í
Heimaey lauk. Goslokum var form-
lega lýst yfir af vísindamönnum hinn
3. júlí 1973 en það hófst aðfaranótt
23. janúar sama ár. Fjölbreytt dag-
skrá hefst í dag og stendur fram á
sunnudag. Hátíð sem þessi hefur
verið haldin árlega frá 1998, fyrstu
helgina í júlí, en þar áður var hún
haldin á fimm ára fresti frá 1978.
Eins og fram kemur aftar í
blaðinu var forskot tekið á sæluna sl.
þriðjudag, 3. júlí, þegar útvarps-
stöðin K100 sendi út morgunþætti
frá Eyjum, með þeim Loga Berg-
mann, Rúnari Frey, Rikku og Sigga
Gunn. Fengu þau nokkra Eyjamenn
í létt spjall og Eyjalögin leikin inn á
milli.
Eitthvað við allra hæfi
Margrét Rós Ingólfsdóttir á sæti í
goslokanefndinni, ásamt Kristni
Pálssyni og Hjalta Pálssyni, en hún
tekur sérstaklega fram að þeir séu
ekki bræður!
„Undirbúningurinn gengur mjög
vel og allt að verða klárt,“ sagði
Margrét Rós í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „Þetta er fimmta ár-
ið sem við í nefndinni störfum sam-
an. Við erum því orðin ágætlega
vön.“
Hún segir dagskrána verða æ fjöl-
breyttari og erfitt sé orðið að koma
fyrir fleiri viðburðum þessa hátíð-
ardaga.
„Við erum með marga flotta við-
burði og reynum að skipuleggja þá
þannig að þeir stangist sem minnst á
svo fólk geti sótt þá flesta. Það ættu
allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“
segir Margrét Rós.
Dagskráin fer að vanda að mestu
fram í miðbæ Vestmannaeyja. „Við
reynum að skapa alvörumiðbæjar-
stemningu, enda miðbærinn orðinn
glæsilegur eftir mikla andlitslyft-
ingu á seinni árum.“
Burtfluttir áberandi
Þjóðhátíðin í Eyjum fer sem
kunnugt er fram í Herjólfsdal en á
goslokahátíð er ekki formleg dag-
skrá þar. Tjaldstæðin eru hins vegar
vel nýtt í Dalnum og strax í gær
voru margir hátíðargestir búnir að
koma sér þar fyrir í tjöldum, felli-
hýsum og húsbílum, sem og á tjald-
stæðinu við Þórsvöllinn.
Að sögn Margrétar eru burtfluttir
Eyjamenn áberandi á hátíðinni, sér-
staklega þeir sem upplifðu eldgosið
á sínum tíma en sneru ekki til baka
að því loknu. Þeir eiga flestir enn
einhverjar rætur í Eyjum og gista
þá í heimahúsum hjá vinum og ætt-
ingjum.
Um 4.300 manns búa í Vest-
mannaeyjum en Margrét Rós reikn-
ar með um 2.000 manns til viðbótar
til Eyja um helgina. Herjólfur er vel
bókaður alla dagana og von er á
mesta straumnum á morgun.
Viðburðir Goslokahátíðar fara
flestir fram utanhúss og því skiptir
veðrið nokkru máli. Margrét Rós og
aðrir nefndarmenn hafa legið yfir
veðurspánum síðustu daga en hún
sagðist í gær hafa hætt að taka mark
á þeim. Á þriðjudag hafi verið útlit
fyrir bestu daga sumarsins, í gær-
morgun sýndi veðurspáin rigningu
alla daga og eftir hádegi hafði spáin
enn breyst.
„Svo ákváðum við nú bara að
hætta að endurhlaða veður.is. Hátíð-
in fer fram sama hvernig viðrar, það
verður bara eintóm gleði og
skemmtilegheit,“ sagði Margrét
Rós.
Hún segir nefndina að sjálfsögðu
hafa plan B tilbúið ef veðurguðirnir
sýna klærnar.
„Við munum þá færa skemmtanir
inn í hús, eins og því verður við kom-
ið, líklegast í íþróttahúsið,“ segir
Margrét Rós að endingu.
Stemning sköpuð í miðbænum
Eyjamenn fagna 45 árum frá lokum eldgossins í Heimaey 1973 Fjölbreytt dagskrá alla helgina
Áhersla lögð á barna- og fjölskylduskemmtanir Nefndin tilbúin með plan B ef veðrið versnar
Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson
Undirbúningur Hjalti Pálsson (t.v.), Margrét Rós Ingólfsdóttir og Kristinn Pálsson á fundi goslokanefndar í gær.
Fjör Fjölmörg skemmtiatriði hafa verið í boði, m.a. með íþróttaálfinum. Goslok Frá hátíðahöldum í miðbæ Vestmannaeyja árið 2015.
Áhersla er lögð á fjölskyldu- og
barnaskemmtanir á Gosloka-
hátíðinni. Einnig eru listsýn-
ingar og tónleikar víða um bæ-
inn, golfmótið Volcano Open fer
fram og ÍBV leikur á laugardag
við Breiðablik í Pepsideild karla.
Í dag og kvöld er bjórbingó
hjá Brothers Brewery, þar sem
bingóspjald fylgir hverjum
keyptum bjór. Hátíðardagskrá
fer fram kl. 17 á morgun í Gömlu
Höllinni, karnivalstemning verð-
ur í miðbænum og annað kvöld
verða stórtónleikar í Höllinni
með Pálma Gunnars og Bjart-
mari Guðlaugssyni. Stærstu
tónleikarnir verða á Skipasandi
á laugardagskvöld, með Aroni
Can, Siggu og Grétari í Stjórn-
inni, KK-bandinu o.fl.
Nánari dagskrá Gosloka-
hátíðar er m.a. að finna á
Facebook-síðu hátíðarinnar.
Fjölbreyttar
skemmtanir
GOSLOKAHÁTÍÐIN
Goslokahátíðar-
lagið í ár nefnist
Aftur heima,
sungið af Söru
Renee Griffin.
Lag og texta á
Björgvin E.
Björgvinsson.
Lagið er flutt við
undirleik nokk-
urra valinkunnra
tónlistarmanna úr Eyjum. Banda-
lag vestmanneyskra söngva- og
tónskálda (BEST) annaðist útsetn-
ingu og upptöku.
BEST og Goslokanefndin stóðu
að samkeppni um lag hátíðarinnar í
ár og þurfti fimm manna dómnefnd
að velja úr fjölda innsendra laga.
Lagið Aftur heima, var frumflutt
í síðasta mánuði og hefur fengið
góðar viðtökur. Hægt er m.a. að
nálgast það á Spotify og sérstakt
myndband er einnig komið á You-
tube. Um þá myndvinnslu sáu Sæ-
þór Vídó Þorbjarnarson og Halldór
B. Halldórsson.
Sara syngur gos-
lokalagið í ár
Sara Renee Griffin
– fyrir dýrin þín
Ást og umhyggja fyrir dýrin þín
Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn
Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
15 kg
8.990 kr.
45 ár frá goslokum í Eyjum