Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 ✝ Áslaug Hart-mannsdóttir fæddist 5. nóv- ember 1958 í Hafnarfirði. Hún lést á heimili sínu 23. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru Sveinbjörg Helgadóttir, f. 30.1. 1931, d. 22.9. 1995, og Hartmann Jóns- son, f. 1.11. 1933, d. 15.7. 2016. Systkini Áslaugar eru Hrafn- hildur Hartmannsdóttir, f. 24.1. 1960, Ástríður Hartmanns- dóttir, f. 8.11. 1962, og Daníel Rafn Hartmannsson, f. 12.7. 1966. Eiginmaður Áslaugar var Ingvar Stefánsson, f. 19.3. 1958, d. 2.1. 2018. Börn Áslaugar og Ingvars eru: 1) Kristín Ósk Ingv- arsdóttir, f. 29.10. 1984. Maki hennar er Emil Hjörvar Petersen, f. 7.5. 1984. 2) Hartmann Ingvarsson, f. 15.3. 1989. Barnabörn Áslaugar eru Ronja Áskatla Petersen, f. 20.9. 2015, og Þrándur Alvar Pet- ersen, f. 8.7. 2017. Áslaug var lærður sérkenn- ari. Hún vann nú síðast hjá Smáraskóla í Kópavogi, þar áð- ur vann hún hjá Hofsstaðaskóla, Rimaskóla, og Safamýrarskóla. Útför Áslaugar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 5. júlí 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku mamma okkar. Þessir síðustu dagar hafa verið undarlegir, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért far- in og það svona stuttu eftir að hann pabbi kvaddi okkur. Við vorum rétt farin að jafna okkur eftir veikindi og fráfall pabba og byrjuð að skipuleggja sum- arið og haustið, þegar þú kvaddir. Mamma var snjöll, hugmyndarík, með stórt hjarta og tók vel á móti öllum. Hjarta- hlýja hennar og góðvild náði oft langt út fyrir fjölskylduna og vinina, enda var oft gestkvæmt í Lindasmáranum. Hún naut sín best með gestum í garð- inum heima sem hún hafði ræktað með pabba í gegnum árin. En það voru ferðalögin með pabba sem áttu hug henn- ar allan, hvort sem farið var um hálendi Íslands eða í sólina erlendis, þá hlakkaði hún ávallt mikið til enda oft búin að pakka ofan í tösku mörgum dögum áð- ur. Það er sárt að kveðja þig, en nú ertu komin í hvíld til æskuástarinnar þinnar, hans pabba. Takk fyrir alla þá ást og hlýju sem þú gafst okkur, takk fyrir að vera elskulega mamma okkar. Kristín Ósk Ingvarsdóttir og Hartmann Ingvarsson. Fyrir tólf árum var mér boð- ið að koma niður í eldhús og borða kvöldmat með foreldrum kærustu minnar. Fiskibollur, að mig minnir. Tengdaforeldrar mínir buðu mig velkominn á sinn æðru- lausa og hlýlega hátt með því að deila hversdeginum með mér. Ég var hvorki spurður hvað ég gerði né hvaðan ég væri, það var bara spjallað um daginn og veginn. Ég var kær- asti dóttur þeirra og það eitt skipti máli. Fyrir aðeins hálfu ári skrifaði ég minningargrein um tengdaföður minn Ingvar og minntist meðal annars þess að hann tók öllum vel og sá hið góða í fólki. Það sama átti við um Ás- laugu og það má segja að þessi eiginleiki, sem er alls ekki öll- um gefinn, hafi var eitt af því sem sameinaði hjónin og skap- aði aðdráttarafl að heimili þeirra, en ég held að það hafi varla liðið sá dagur að það kom ekki einhver í heimsókn. Á afar góðan hátt var Áslaug margbreytileg. Til dæmis virt- ist hún vera heimakær en lað- aðist bersýnilega að framandi slóðum, sem sást glöggt á öll- um mununum í Linda- smáranum, bæði inni og úti í garði. Hún var jarðbundin, hjartahlý og bjó yfir beittum húmor, lagði áherslu á að börn sín væru sjálfstæð en hafði þó samband við þau á nánast hverjum degi og vildi finna fyr- ir nálægð þeirra. Hún hristi af sér tilfinningaþrungnar stundir en undir niðri kraumuðu til- finningarnar — ef maður þekkti hana vel var auðvelt að sjá það. Hún var byrjuð að skipu- leggja nýjan kafla í lífi sínu, hafði bókað allnokkrar utan- landsferðir, ætlaði að heim- sækja okkur úti og við hlökk- uðum til að verja tíma með henni, einkum Ronja og Þránd- ur sem höfðu dálæti á ömmu sinni. Áslaug brilleraði nefni- lega í ömmuhlutverkinu. Ég minnist ljómans í andliti henn- ar þegar barnabörnin brugðu á leik og hvernig hún umgekkst þau af kærleik, ýtti undir sjálf- stæði þeirra og veitti þeim frelsi til að misstíga sig og læra af, rétt eins og Kristín hafði lýst æsku sinni og bróður síns, Hartmanns. Fjölskyldan á marga góða að, ættingjar og vinir hafa veitt okkur dýrmætan stuðning og saman syrgjum við og minn- umst þeirra. Hvíl í friði, Ás- laug, og fyrir Ronju og Þránd segi ég: Hvílið saman, amma og afi. Emil Hjörvar Petersen. Elsku besta Áslaug frænka sem hefur verið svo stór partur af lífi okkar er farin frá okkur allt of snemma. Þetta átti ekki að fara svona. Þú varst svo kærleiksrík og sniðug. Það var alltaf svo spennandi þegar við áttum af- mæli eða þegar það komu jól. Hverju skyldi hún finna upp á núna? Það var alltaf hægt að sjá hvaða gjöf væri frá henni, það var auka skraut ofan á, sem oft var eitthvað heimatil- búð og ótrúlega úthugsað. Þetta hélt svo áfram til barnanna okkar, hún skildi aldrei neinn útundan og þótt að eitt barn ætti afmæli þá fengu allir eitthvað sniðugt. Það var heldur aldrei hægt að verða eirðarlaus þegar við vorum í pössun eða saman í bú- stað. Alltaf var hún með eitt- hvað í pokahorninu til að láta okkur gera eða læra. Hver man ekki eftir heilum degi sem fór í að læra að flétta vinabönd í bústaðnum? Svona minningar og margar fleiri sitja fast og við munum deila þeim áfram til barnanna okkar og barnabarnanna þinna. Það var alltaf hægt að leita til þín, elsku frænka. Sama hvað það var. Meira að segja þegar við systkinin vildum halda afmælispartí, þá lánaðir þú okkur húsið ykkar. Ingvar myndi bara hjálpa okkur og gera allt fínt og við máttum hafa þetta eins og við vildum. Það var líka svo gaman að sjá ykkur með mömmu og pabba að brasa allskonar. Það sem ykkur datt ekki í hug að gera. Ef einn kaupir húsbíl, þá er hinn komin líka með í lok vikunnar. Óteljandi útlanda- ferðir og brölt um landið okkar eða félagarnir að rölta með golfsettin á meðan þið systur sátuð og spjölluðuð. Áslaug og Ingvar voru part- ur af okkur og skarðið sem þau skilja eftir verður aldrei fyllt. Minning ykkar mun alltaf vera í hjörtum okkar. Söknum þín, elsku frænka. Innilegar samúðarkveðjur til Kristínar og Hartmanns. Arnar, Sveinbjörn og Sigríður Inga. Dapurt er að kveðja bestu vinkonu sina, rétt sextuga. Við fæðumst og deyjum, en tíminn okkar er óvissa. Ferðin gegn- um lífið er á mismiklum hraða og mismikið í farteskinu. Klyfj- arnar eru misþungar, álagið mismikið. En hugsunin er ætíð: áfram veginn í vagninum ek ég sama hvað. En svo allt í einu stöðvast einn vagn, fer ekki lengra. Áslaugar vagn stöðvað- ist 23. júní. Eftir sitjum við vin- konurnar í okkar vögnum, hægjum á okkur, hvað gerðist? Hvaða óréttlæti er þetta? Allar þessar spurningar koma upp í hugann. Eiginmaður Áslaugar lést fyrr á árinu. Klyfjar henn- ar voru miklar en hún gerði lít- ið úr þeim. Við kynntumst Ás- laugu í Safamýrarskóla. Það var gæfa okkar að hafa fengið að þroskast þar sem kennarar. Áslaug lauk sérkennaraprófi haustið 1993. Það sem ein- kenndi hana í starfi var að nemendur höfðu alltaf forgang. Hún var stöðugt að velta fyrir sér hvernig best væri að ná til nemenda var í stöðugri lausna- leit, ósérhlífin og samviskusöm. Einstakur fagmaður og fylgin sér. Hún var traust og trú starfinu og mjög dugleg. Hún var hrókur alls fagnaðar, frá- bær vinkona og samkennari. Lífið verður aldrei jafnlitríkt og áður. Við vinkonurnar stofn- uðum „Áttuna“ sem voru átta félagar úr Safamýrarskóla. Við hittumst reglulega og Áslaug var lífið og sálin í því sem við gerðum. Hún var dul, flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hún var alltaf að skapa, prjóna, rækta garðinn sinn, hafði ánægju af því að hafa fallegt í kringum sig, klæddist litríkum fötum og bjó til fallegar skreyt- ingar. Hún var fjölskyldumann- eskja. Þegar barnabörnin komu nutu þau góðs af ömmu sem prjónaði á þau og nýtti allar stundir til að vera í návist þeirra í Svíþjóð. Áslaug missti Ingvar eiginmann sinn 2. jan- úar 2018 eftir erfiðan sjúkdóm. Þau voru búin að vera saman frá unglingsaldri og gerðu flesta hluti saman, höggið var stórt og áfallið gríðarlegt. Ás- laug bar sig ótrúlega vel og skipulagði líf sitt út frá breytt- um aðstæðum. Hún var búin að skipuleggja ferðir til barna- barnanna sinna í Svíþjóð og fleiri ferðir. Hún var einstök og traustur vinur. Það er stórt skarð rofið í vinahópinn nú þegar hennar nýtur ekki við. Við eigum dásamlegar minning- ar um yndislega vinkonu og ylj- um okkur við þær. Söknuðurinn er mikill og spurningar vakna sem enginn fær svarað. Börn Áslaugar og Ingvars, Kristín Ósk og Hart- mann eru á sex mánuðum búin að missa bæði móður og föður og barnabörnin tvö hitta ömmu Áslaugu og afa Ingvar ekki meir. Elsku Hartmann, Kristín Ósk, Emil Hjörvar og barna- börn, við getum ekki sett okkur í ykkar spor, söknuðurinn er þvílíkur og sorgin sem nístir í hjartanu yfirþyrmandi. Á kveðjustund þökkum við Áslaugu samfylgdina og ein- læga vináttu. Minning um góða konu lifir. Hugur okkar er hjá börnum, barnabörnum og fjölskyldunni. Við sendum þeim okkar innilegustusamúðarkveðjur og biðjum þeim styrks í sorginni. Lifandi hlýja ljósrák og bros í auga slæða bláhvítra blóma glitrandi fiðrildi á himins feldi og seiður í andar- takinu. (Hólmfríður Sigurðardóttir) Björk, Dóra, Erla, Guðrún, Guðríður, Hólmfríður, Sigríður. Líttu sérhvert sólarlag sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Í dag drúpum við höfði og þökkum fyrir öll sporin sem við gengum með vinkonu okkar, Áslaugu Hartmannsdóttur. Þau fyrstu voru tekin fyrir 20 árum í námi í lestrargreiningum í Lestrarmiðstöð Kennarahá- skóla Íslands. Vinátta sem hefur haldist óslitin síðan er ekki síst Ás- laugu að þakka. Hún var hvata- maður að súpufundum með fræðsluívafi og ferðum sem við fórum erlendis til þess að efla okkur í sérkennslufræðunum. Í haust mun hópurinn halda upp á tvítugsafmælið í Edin- borg. Áslaug var einn af skipu- leggjendum ferðarinnar. Henn- ar verður sárt saknað þar. Áslaug var sérkennarastétt- inni til sóma. Hún hafði víð- tæka reynslu og þekkingu á sérkennslumálum. Ósjaldan var leitað til hennar með álitamál og hún fengin með í ýmiss kon- ar þróunarvinnu. Áslaug var félagslynd, róleg og skipulögð. Hún flíkaði ekki tilfinningum sínum, var hlý og gefandi í samskiptum og hafði afar góða nærveru. Æðruleysi einkenndi Áslaugu í þeim erf- iðleikum sem hún þurfti að tak- ast á við í lífinu. Hún átti við líkamlega vanheilsu að stríða öll árin sem við þekktum hana en vildi sem minnst um veikindi sín tala. Hún lét sem allt væri í lagi og vildi ekki að við hefðum áhyggjur af henni. Sama æðru- leysið einkenndi hana í veik- indum Ingvars eiginmanns hennar og við fráfall hans í byrjun þessa árs. Sú reynsla tók þó mikið á hana, missir hennar mikill. Áslaug var listræn kona. Hún saumaði á sig, bjó til skartgripi og hafði gaman af föndri. Hún var oft frumleg, lit- rík og smekkleg í klæðaburði . Við eigum eftir að sakna Ás- laugar. Sem betur fer er af nægum samverustundum að taka til að rifja upp húmorinn hennar, hláturinn og mannkost- ina sem hún var gædd. Við sendum börnum hennar og öðrum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd súpuhópsins, Erna Björk Hjaltadóttir og Ólöf Á. Guðmundsdóttir. Kær vinkona hefur kvatt. Hvern hefði órað fyrir því að vikan okkar Áslaugar á Spáni væri sú síðasta í lífi hennar? Sumarfríið loks hafið eftir erf- iðan vetur og 15. júní lögðum við vinkonurnar land undir fót, köstuðum frá okkur ábyrgð og skyldum og héldum út í sólina þar sem við dvöldum við alls- nægtir og gleði, rifjuðum upp gamla tíma og skipulögðum framtíðina. Vikan leið hratt og 23. júní árla morguns komum við heim, kvöddumst á dyra- pallinum hjá Áslaugu og héld- um hvor sína leið og lögðumst til hvílu. Áslaug vaknaði ekki aftur. Áslaug mín hafði átt afar erf- itt síðasta árið en hún stóð sem klettur á bak við Ingvar eig- inmann sinn í veikindum hans. Ingvar lést eftir stutta og erf- iða baráttu við krabbamein 2. janúar sl. Við fráfall Ingvars missti Áslaug mikið, Ingvar og Áslaug voru sem eitt og sjaldan var talað um þau nema bæði væru nefnd í einu. Þrátt fyrir áfallið stóra var Áslaug stað- ráðin í því að lífið skyldi halda áfram, hún var búin að skipu- leggja sumarið út í ystu æsar og ætlaði að vera á ferð og flugi. Næst skyldi haldið til Svíþjóðar til að njóta samvista við Kristínu, Emil og auga- steinana litlu, Ronju Áskötlu og Þránd Alvar, barnabörnin sem gáfu henni svo mikið. Í lok júlí var svo búið að skipuleggja enn aðra viku á Spáni. Lífið fer stundum öðruvísi en áætlað er og ferðalagið sem elsku Áslaug mín lagði í varð annað og lengra en ráð hafði verið gert fyrir. Ég geymi nú í hjarta mínu síðustu stundir okkar Áslaugar saman í sólinni. Ég mun ylja mér við minninguna um hlát- urinn og gleðina í ferðinni okk- ar um ókomin ár. Ég mun rifja upp og geyma ráðleggingarnar og boðskapinn sem vinkona mín var óþreytt við að læða að mér. Ég mun hafa í heiðri orðin hennar Ás- laugar minnar sem henni voru svo hugleikin í ferðinni okkar góðu: „Lífið er núna“. Elsku Kristín Ósk og Hart- mann, þið eigið stað í hjarta mínu á þessum erfiðu tímum og megi minningin um góða mömmu og góðan pabba verða ljós í lífi ykkar um ókomin ár. Hvíldu í friði, kæra vinkona, og takk fyrir samfylgdina. Hrafnhildur Inga Halldórsdóttir. Áslaug, barnapían okkar góða og fjölskylduvinur hefur nú kvatt okkur svo skyndilega. Hún mætti brosandi á heimili okkar fyrir u.þ.b. 50 árum síðan og spurði ófeimin hvort hún mætti passa barnið okkar, strákinn okkar, og hvort hún gæti kannski farið út í búð fyrir mig. Þá hófst gagnkvæmur vin- skapur sem varið hefur æ síðan þó svo hittingar hafi ekki verið margir á síðastliðnum áratug- um. Áslaug var ávallt til staðar og passaði strákana okkar af mikilli alúð þegar hún var beð- in um það og var henni vel treyst fyrir þeim. Hún gerðist svo eins konar heimalningur á heimili okkar og vorum við í nánu sambandi við hana öll unglingsár hennar og fylgd- umst með skólagöngu hennar og uppvexti og glöddumst með henni þegar hún útskrifaðist sem stúdent og sérkennari og svo þegar hún giftist ástinni sinni, honum Ingvari, sem hún missti núna í janúar sl. Við vor- um stolt af henni. Þrátt fyrir veikindi frá unga aldri var hún iðulega hress og kát og lét þau ekki aftra sér frá því að gera það sem hugurinn girntist. Fjölskyldan var henni efst í huga og dugnaður og elja einkenndu Áslaugu og allt það sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var góður og staðfastur sérkennari og starfið, sem hún stundaði af lífi og sál, átti stór- an þátt í lífi hennar. Við kveðjum Áslaugu með söknuði, þökkum henni sam- fylgdina og biðjum góðan Guð að passa hana fyrir okkur og styrkja ættingja og vini og börnin hennar, tengdabörn og barnabörn sem nú eiga um svo sárt að binda og sjá nú á eftir Áslaugu sinni svona stuttu eftir lát Ingvars. Við sendum ástvin- um hennar hjartans samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Áslaugar Hartmannsdóttur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Þórunn Hafstein, Harald, Jón Kristinn og Njörður Ingi Snæhólm. Áslaug Hartmannsdóttir  Fleiri minningargreinar um Áslaugu Hartmanns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARNHEIÐAR GÍSLADÓTTUR, Berugötu 14, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSV Akranesi fyrir hlýju og góða umönnun. Auðbjörg Friðgeirsdóttir Úlfar Ragnarsson Þórarinn M. Friðgeirsson Ásdís H. Júlíusdóttir Arnar Þ. Friðgeirsson Guðjón Viggósson og fjölskylda ömmu- og langömmubörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug í garð okkar vegna andláts og jarðarfarar HELGA ÞORMARS SVAVARSSONAR, Laugarbökkum. Edda Stefáns Þórarinsdóttir og fjölskylda HELENA KADECKOVÁ lést í Prag laugardaginn 30. júní. Helena fæddist 14. ágúst 1932. Hún þýddi fjölda íslenskra bóka á tékknesku og samdi og birti margar ritsmíðar um íslensk málefni í Tékkóslóvakíu og síðar Tékklandi. Vinir á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.