Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 36
FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég var 23 ára gömul með ársgamalt barn, komin sjö mánuði á leið 22. janúar 1973 þegar við Róbert Sig- mundsson, maðurinn minn, bárum kassa frá Vestmannabraut 25 á nýja heimilið okkar, Viðey, númer 30 við sömu götu. Við vorum agalega ham- ingjusöm að sofa á nýja staðnum. Eftir eins og hálfs tíma svefn vakti systir mín okkur og sagði að eldgos væri hafið í austurbænum,“ segir Svanhildur Gísladóttir sem tók frétt- irnar lítt trúanlegar. ,,Engan æsing, sagði ég, ef þetta er alvarlegt þá kemur þetta í útvarp- inu. Ég er nýflutt og er ekki að fara neitt. Stuttu síðar kemur eldri bróð- ir Róberts og segir að við verðum að fara ofar og vestar í bæinn, segir Svanhildur sem tók dótturina Írisi upp úr rúminu og klæddi í úlpu og ullarsokka. „Ég tók með mér eina bleyju og pela. Ég ætlaði bara að fara stutta stund og koma svo heim aftur og tók ekkert annað með mér,“ segir Svan- hildur sem endaði um borð í fiskibáti eins og stór hluti íbúa á Heimaey. ,,Það var eins og almættið héldi verndarhendi yfir öllu. Það voru allir svo rólegir. Okkur var hrúgað í bátana sem voru fullir af fólki. Ég fékk koju af því að ég var ófrísk með lítið barn. Ferðin var erfið og ég hélt á tímabili að ég myndi æla barninu,“ segir Svanhildur. Í Þorlákshöfn höfðu konur og börn forgang í rúturnar til Reykja- víkur. Svanhildur og Íris urðu af þeim sökum viðskila við Róbert. „Ég var svo máttfarin þegar við komum í Þorlákshöfn að ég átti í erf- iðleikum með að halda á Írisi. Í Austurbæjarskóla var tekið vel á móti okkur með heitri súpu. ,Ég var svo þreytt og aðfram- komin þegar við komum í Austur- bæjarskólann að ég sofnaði og veit ekki hver sá um Írisi á meðan. Ég hitti svo Róbert seint um kvöldið,“ segir Svanhildur. Fjölskyldan lenti á hrakhólum með húsnæði í byrjun en fékk loks íbúð á Laufásvegi þar sem dóttirin Hrönn bætist í hópinn í mars. Svanhildur segist hafa leitað ráða hjá sr. Karli Sigurbjörnssyni, presti í Vestmannaeyjum, í byrjun júlí þeg- ar tími var kominn á skírn Hrannar. Karl sagði tilvalið að skírnin færi fram í fyrstu messu í Landakirkju eftir að gosi væri formlega lokið. „Okkur leist vel á þetta, fórum og keyptum föt í Karnabæ og urðum svo samferða sr. Karli með flugi til Eyja. Sr. Þorsteinn Lúther var við- staddur fyrstu messuna og Ísey tengdamóðir mín auk nokkurra ætt- ingja sem voru við störf í Eyjum,“ segir Svanhildur og rifjar upp að allt hafi verið á kafi í vikri og það hafi þurft að grafa göng til þess að kom- ast inn í kirkjuna. „Þegar við komum inn í anddyrið var það fullt af stígvélum og kirkjan troðin af fólki. Aðallega karl- mönnum í vinnufötum sem unnu við hreinsunarstörf og uppbyggingu. Stígvél voru það eina sem dugði sem skótau á þessum tíma og þeir vildu ekki fara inn í kirkjuna í þeim,“ segir Svanhildur og verður þögul um stund. „Tilfinningin var sterk þegar ég gekk inn með barnið í hvítum skírn- arkjól. Niður kinnar karlmannanna í köflóttum vinnuskyrtum á sokka- leistunum runnu tár. Þó allt væri svart í bænum náðu geislar sólar- innar að skína inn um gluggana og barnið í hvítum skírnarkjól var eins og tákn um upprisu, nýtt upphaf. Karl sagði að þetta hefði verið merkileg athöfn og ég gleymi henni aldrei,“ segir Svanhildur. Magnús alltaf jákvæður Eyjarnar toguðu alltaf og heim fór fjölskyldan um mánaðamótin október, nóvember. ,,Það hafði komið upp í huga Ró- berts að flytja til Noregs meðan á gosinu stóð en Magnús Magnússon bæjarstjóri var alltaf með jákvæðar fréttir af því að allt væri á uppleið og mér fannst það skylda mín sem ung manneskja að fara heim og taka þátt í að byggja samfélagið upp. Magnús hafði ótrúlega sterk áhrif á mig og talaði svo fallega þegar skólarnir byrjuðu og búðin var opnuð á Hóla- götunni. En svo þegar við komum heim var allt svart. Í dag skil ég ekki hvernig mér datt í hug að fara út í þetta kolsvarta dæmi sem þar var,“ segir Svanhildur og lýsir því hversu yndislegt það hafi verið þegar ljós kviknuðu smátt og smátt í fleiri hús- um í kring. ,,Við bjuggum fyrst á Bröttugöt- unni hjá Arnari mági mínum. Þar var minni vikur en víða annars stað- ar og ég gat farið með stelpurnar í kerru í búðina á Hólagötunni,“ segir Svanhildur og bætir við að þau hafi flutt aftur á Vestmannabraut 25 en ekki í nýju íbúðina. „Það áttu margir mjög erfitt eftir gos og sumir misstu allt sitt. Þegar við opnuðum Gallerí Prýði sem stóð beint á móti hraunjaðrinum komu margir inn til okkar og sögðu frá því að þeir þyldu ekki hraunið og liði illa með að horfa á það. Það var eins og reiðin yfir náttúruhamförunum beindist að hrauninu,“ segir Svan- hildur. ,,Það er erfitt að átta sig á því hvaða áhrif gosið hafði á mig, ég er enn að meta það. En ég met meira í dag það sem ég hef og það er óraun- verulegt að hafa gengið í gegnum þessar náttúruhamfarir og það sem fylgdi í kjölfarið. Eyjasamfélagið var gott fyrir gos en það er enn sterkara og samrýndara eftir gos. Það kom upp þessi sterki Íslendingur sem gefst ekki upp,“ segir Svanhildur. Það var ekki sjálfgefið eftir gos að hjón væru sammála um að flytja aft- ur til Eyja. Sumir misstu húsin sín en aðrir höfðu komið sér vel fyrir á fastalandinu. Ekkert rafmagn né nágrannar Halla Guðmundsdóttir flutti heim til Eyja með sjö börn sín þegar skól- inn hófst í september 1973. Eigin- maður hennar, Elías Baldvinsson, hafði verið meirihluta gossins við hjálparstörf í Eyjum og í hans huga kom ekkert annað til greina en að búa í Eyjum. „Ég hafði smá efasemdir því á þeim tíma hafði mig dreymt um að flytja til Hornafjarðar en af hverju hef ég ekki hugmynd um,“ segir Halla hlæjandi og bætir við að þau hafi farið heim og keypt illa farið hús við Ásaveg 20 sem þau gerðu upp. Kristín Elfa, dóttir Höllu, var 12 ára þegar gaus. Hún minnist þess að það hafi verið rafmagnslaust í húsinu og engir íbúar í næstu húsum. „Við þurftum að fá rafmagn með framlengingarsnúru sem var um 65 metra löng. Ef rafmagnið sló út urð- um við að fara niður á Kirkjuveg og stinga í samband því oftar en ekki hafði bíll keyrt yfir framlengingar- snúruna og tekið hana úr sam- bandi,“ segir Kristín Elfa. Halla segir heimkomuna hafa ver- ið ánægjulega þrátt fyrir myrkur vegna ösku og rafmagnsleysis. „Það var ekki valkvíði yfir því sem vera átti í matinn. Í Kaupfélaginu fengust bara bjúgu einn daginn og bara saltkjöt þann næsta,“ segir Halla hlæjandi og bætir við að það sé ómögulegt að segja til um áhrif gossins á fjölskylduna en yngsti son- urinn, áttunda barnið, sem fæddist 1977, sé hálffúll yfir því að tengjast ekki gosinu. ,,Það kom ekki annað til greina en að fara til Eyja aftur og byggja hús á grunninum okkar,“ segja Bryndís Hrólfsdóttir og Engilbert Gíslason sem voru rúmlega tvítug með ungt barn þegar þau fluttu til baka. Bryn- dís segir það algjörlega klikkað að Karlmennirnir táruðust í kirkjunni  Samfélagið aldrei það sama  Áfall við heimkomuna  Allt svart en gott að koma heim  Vildu ekki fara inn í kirkjuna á stígvélunum  Barnið í skírnarkjólnum eins og tákn um upprisu Eyja Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Nýtt upphaf Svanhildur Gísladóttir ber dóttur sína Hrönn Róbertsdóttur til skírnar í fyrstu messu í Landakirkju eftir að gosi lauk formlega. Sr. Karl Sigur- björnsson skírði stúlkuna á meðan sólin sendi geisla sína inn um kirkjudyrnar og barnið í hvítum skírnarkjólnum gaf fyrirheit um upprisu úr öskustónni. 36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Síðumúli 9 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður Dalsbraut 1 - 600 Akureyri | 560-8888 • www.vfs.is Þegar þig vantar alvöru hörkutól 45 ár frá goslokum í Eyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.