Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 22
Turnfálki Hann lifir aðallega á nagdýrum en varð svangur þegar hann sá litla hnotigðuunga í fuglahúsinu. Norfolk-sýsla á Austur-Englandi nýtur mikilla vinsælda meðal breskra fuglaáhugamanna því þar má finna margar fuglategundir sem eru sjaldgæfar annars staðar á landinu. Í sýslunni eru nokkur þekkt friðlönd, m.a. í grennd við þorpið Titchwell, þar sem fuglalífið er sérlega fjölbreytilegt. Blaðamaður Morgunblaðsins dvaldi í viku í Norfolk í byrjun síðasta mán- aðar og sá margar tegundir sem hann hafði aldrei séð áður, m.a. nokkra fágæta flækinga, fallegar uglur með hjartalaga andlit og þrjár tegundir fálka. Hann sá t.a.m. förufálka sem hafði tekið sér bólfestu á kirkjuturni í fallegum strandbæ, Wells-next-the-Sea. Í einu friðland- anna sáust gunnfálkar sem voru nýkomnir til Norfolk frá Afríku og veiddu drekaflugur. Í nálægum bæ sást turnfálki á flugi undan hópi landsvala sem eltu hann. Hann rak þá augun í fuglahús þar sem hnotigðuungar biðu eftir gómsætum ormum í gogginn. Þótt turnfálkinn lifi aðallega á stúfmúsum og öðrum nagdýrum stóðst hann ekki mátið og reyndi að klófesta litlu ungana. Honum tókst það þó ekki, gafst að lokum upp og flaug í burtu. Á meðal flækinganna sem sáust voru þyrni- svarrar sem voru eitt sinn algengir varpfuglar í Bretlandi en verpa þar nú sjaldan. Sumar tegundirnar flækjast stundum til Íslands eða fjúka hingað með lægðunum sem herja á land- ið. bogi@mbl.is Turnugla Hún var að leita að músum í grennd við bæinn Wells-next-the-Sea. Busksöngvari Er snotur, jafnt að aftan sem framan, en fágætur fugl. Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Þyrnisvarri Var eitt sinn algengur varpfugl í Bretlandi en stofninn minnkaði stöðugt þar til hann hvarf árið 1987. Hann verpir þar nú sjaldan. Fálkar og flækingar sóttir heim í Norfolk 22 FRÉTTIRFuglar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Weycor AR65e þyngd 5150kg vél: Deuzt (vatnskæld) 54KW (73hö) Hanix H27DR þyngd 2825kg vél: Kubota 14,4KW (19hö) Vinnuþjarkar Þýsk og japönsk gæðavara Við græjum það Til sjós eða lands Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.