Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Dr. Larry Mayer, prófessor við há-
skólann í New Hampshire, hélt fyrir-
lestur á hafréttarráðstefnu Hafrétt-
arstofnunar Íslands og Korea
Maritime Institute á dögunum. Þar
kynnti hann áhrif hækkandi sjávar-
borðs af völdum loftslagsbreytinga á
heiminn og er Ísland þar engin und-
antekning en hækkun sjávar getur
haft mikil áhrif hér á landi. „Ég skoð-
aði aðeins Ísland sérstaklega áður en
ég kom hingað til landsins og Ísland
er mjög áhugaverður staður vegna
þess hversu mikil eldfjallavirkni er
hérna. Hún getur einnig haft áhrif á
hæð landsins. Jöklarnir eru tvímæla-
laust að minnka en það sem ég gat
lesið úr rannsóknum á Íslandi er að
hækkun sjávar á sér stað sums stað-
ar en ekki alls staðar. Jarðskorpu-
hreyfingar gætu þannig valdið því að
sjávaryfirborð lækki sums staðar á
Íslandi,“ segir Mayer.
Hann segir loftslagsbreytingar
tvímælalaust ástæðuna fyrir hækkun
sjávarborðs.
„Við vitum út frá mælingunum
sem við gerum að sönnunargögnin
eru ófrávíkjanleg. Hitastig jarðar-
innar fer hækkandi, við vitum og
skiljum hvað veldur því. Það er kar-
bóndíóxið í andrúmsloftinu af
mannavöldum sem hækkar hitastigið
með gróðurhúsáhrifunum. Þetta
veldur því að sjávarhitin hækkar,
sem veldur hitaþenslu.“ Mayer
bendir á að bráðnun jökla, sér-
staklega Grænlandsjökuls og Suð-
urskautslandsins, hafi einnig áhrif.
„Það eru fjölmörg vandamál sem
fylgja þessu sem við þurfum að tak-
ast á við á komandi árum. Um 10% af
íbúum heimsins búa innan við 10 m
frá sjávarhæð. Útreikningar gera
ráð fyrir að árið 2100 hafi sjávar-
yfirborð hækkað um 50 cm til einn
metra. Ef við skoðum í þessu sam-
hengi land eins og Bangladess, sem
er meira og minna við sjávarhæð, þá
mun þetta hafa mikil áhrif á tugi
milljóna manna. Þessir íbúar eiga
ekki eftir að sætta sig við stöðug
flóð,“ segir Mayer og bendir jafn-
framt á að tveggja metra hækkun
sjávar muni hafa áhrif á 850 milljónir
manna.
Mayer var fenginn til að útskýra
áhrif loftslagsbreytinga og hækkun
sjávarborðs á hafréttarráðstefnunni
vegna þess að hækkunin getur haft
lagaleg áhrif fyrir fjölmörg ríki, ekki
síst eyríki. „Lagalega hliðin á þessu
er sú að hækkun sjávar getur breytt
þeim landamærum sem lönd hafa
sett sér. Efnahagslögsaga getur
minnkað en allir slíkir útreikningar
taka mið af grunnlínukerfi. Þannig
getur efnahagslögsagan breyst og
tilkall ríkja til þeirra auðlinda sem
þar gætu fundist,“ segir Mayer sem
bendir jafnframt á að fjölmörg eyríki
muni hverfa með tímanum.
Mayer hefur eytt síðustu 13 árum í
að kortleggja landgrunn Bandaríkj-
anna, sem hefur m.a. aukið tilkall
þeirra til norðurskautssvæðisins, eft-
ir að í ljós kom að landgrunn Alaska-
ríkis nær lengra en áður var talið.
„Við höfum verið að kortleggja svæð-
ið og ákvarða hversu stórt landgrunn
Bandaríkjanna er. Rússland, Kan-
ada, Noregur og Danmörk hafa verið
í svipuðum aðgerðum og hafa öll lagt
fram landgrunnskröfur.“
Um 9% hafsbotnsins kortlögð
Unnið er nú að því að kortleggja
allan hafsbotninn fyrir 2030 en May-
er segir slík verkefni hafa verið van-
rækt árum saman. „Við notum núna
fjölgeislasónar sem gefur okkur þrí-
víddarmynd af hafsbotninum. Ef við
skoðum hversu mikið af hafsbotn-
inum hefur verið kortlagt þá er það
ekki nema um 9%. Ef við reiknum
hvað það myndi kosta að kortleggja
allan hafsbotninn, þ.e. allt sem er á
200 m dýpi eða meira, sem er 94% af
hafinu, þá myndi það kosta þrjá
milljarða bandaríkjadala. Það er
mikið fé en til samanburðar er það
einn rannsóknarleiðangur til mars,“
segir Mayer.
Hafréttarsamningur Sameinuðu
þjóðanna frá 1982 tekur ekki til auð-
linda sem finnast á hafsbotni á al-
þjóðlegum hafsvæðum en Mayer
segir að við kortlagningu á hafsbotn-
inum hafi komið í ljós að hann er rík-
ur að auðlindum. Lönd sem vilja
sækja auðlindir á þessu svæði þurfa
að sækja um leyfi hjá International
Seabed Authority, sem fer með lög-
sögu á þessum svæðum.
Eyríki þurfa að huga
að hækkun sjávarborðs
Loftslagsbreytingar gætu haft áhrif á efnahagslögsögu
Íslands Áhrif hækkunar sjávarborðs gríðarleg á heimsvísu
Morgunblaðið/Valli
Fræðimaður Dr. Mayer er jarðfræðingur frá háskólanum á Rhode Island. Hann hefur tekið þátt í yfir 90 rannsókn-
arleiðöngrum á 37 ára starfsferli sínum auk þess að hafa verið í ráðgjafarhópi fyrir Bandaríkjaforseta.
Karlmaður á sjötugsaldri í Oppland
í Noregi hefur verið handtekinn og
sætir nú gæsluvarðhaldi, en hann
er talinn hafa haldið öðrum manni,
sem er á fimmtugasaldri, sem fanga
í tvö ár. Fórnarlambið fannst í mjög
slæmu ásigkomulagi í vesturhluta
Opplands eftir leit vina og ættingja.
„Það var varla hægt að þekkja
hann á útlitinu,“ er haft eftir að-
standanda í Oppland Arbeiderblad,
sem sagði fyrst frá málinu.
Það eru um tvö ár frá því að fjöl-
skylda fórnarlambsins hætti að
heyra frá honum. Réttargæslumað-
ur fórnarlambsins, Aina Helene
Tvensberg, segir við blaðamann
Dagbladet að skjólstæðingur henn-
ar hafi það erfitt, en hann sé
ánægður með að geta gengið laus
og gerandinn sé læstur inni.
Ofbeldismaðurinn var í gær úr-
skurðaður í tveggja vikna gæslu-
varðhald vegna rannsóknarhags-
muna. Maðurinn neitar sök að sögn
lögreglunnar.
Hélt manni föngnum í tvö ár í Oppland
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
BMW318D
nýskr. 2013, ekinn 90 Þ.km, diesel (mappaður ca.
200hö), sjálfskiptur (8 gíra), 19“ felgur, aukafelgur
fylgja! Verð 3.290.000 kr. Raðnúmer 380031
M.BENZ CLA 220 D AMG
nýskr. 07/2016, ekinn 33 Þ.km, diesel (177 hö),
sjálfskiptur, AMG útlitspakki.Verð 5.550.000 kr.
Raðnúmer 380034
ÓSKUM EFTIR ALLSKONAR BÍLUMÁ SKRÁ
RENAULT CLIO DYNAMIC LIMITED
nýskr. 06/2016, ekinn 14 Þ.km, bensín, 5 gíra,
glerþak ofl. Einkabíll, sem nýr! Verð 2.190.000 kr
Raðnúmer 258069
TOYOTA LAND CRUISER 150 GX
nýskr. 05/2012, ekinn 125 Þ.km, diesel, sjálfskiptur.
Flott eintak! Verð 5.190.000 kr.
Raðnúmer 258080
LAND ROVER RANGE ROVER VOGUE
nýskr. 02/2017, ekinn 19 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
Mjög vel búinn umboðsbíll! Verð 19.900.000 kr.
Raðnúmer 256102
Bílafjármögnun Landsbankans
Gamla kvikmyndahúsið
Ingólfstræti, 101 Reykjavík
Sunnudaginn 8 júlí, kl. 19
Rock’n roll
tónleikar
Til styrktar Krabbameinsfélaginu
Einn af stærstu tónlistarmönnum heimsins
Jerry Scheff frá USA og Terry Wayne frá Bretlandi
ásamt Svíunum Janne Lucas Persson, Ove Pilebo,
Jonna Holsten og Alicia Helgesson.
Bjarni Arason, Fresh Form, Spot,
Magnús R. Einarsson og
Eggert Jóhannsson taka lagið.
Jerry Scheff mun segja áhorfendum frá samstarfi sínu við Elvis
Presley og fleirum sem hafa orðið á vegi hans.
Miðasala á tix.is
Upplýsingar á tcbshower.se