Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 20
Fjórði dagur Landsmóts hesta- manna var í gær. Mótið hefur gengið snurðulaust fyrir sig og gætti spennu meðal mótsgesta þar sem riðlarnir eru jafnir og spenn- andi. Forkeppnum er nú öllum lok- ið og því er nú keppt í milliriðlum á gæðingavellinum. Það rigndi nán- ast ekkert á mótsgesti sem má telj- ast kraftaverk, þó að lofthiti hafi ekki verið hár. Um morguninn fóru fram milliriðlar í unglingaflokki og var þar efst Védís Huld Sigurðar- dóttir á Hrafnfaxa frá Skeggs- stöðum með 8,65. Sjö efstu knap- arnir fara beint í A-úrslit sem verða á sunnudaginn. Á kynbótavellinum fóru fram dómar í flokki fimm vetra stóðhesta og viðraði vel fyrir dóma að sögn dómaranna. Spaði frá Stuðlum stendur þar efst eftir daginn með 8,55 í aðaleinkunn. Keppnin var jöfn og spennandi og ljóst að ým- islegt getur enn breyst í yfirlitssýn- ingunum sem verða á föstudaginn. Þá lauk milliriðlum í barnaflokki í gríðarlega jöfnum flokki. Varð að raða þátttakendum í sæti eftir fjölda aukastafa. Varð þar efst Elísabet Vaka Guðmundsdóttir á Náttfara frá Bakkakoti með 8,71. Skemmtilegt er að segja frá því að hún er yngsti knapi mótsins eftir milliriðlaúrslitin, tæplega 10 ára gömul. 15 efstu í barnaflokki fara í úrslit á sunnudaginn. Í Horses of Iceland-tjaldinu fór fram kynning á svokölluðu knapamerkjakerfi, sem er stigskipt nám í hestamennsku. Sýndu útskrifaðir nemendur úr náminu listir sínar í reiðgerði utan við tjaldið og þá helst töltið. Mikið hefur fjölgað á tjaldstæð- inu frá því í gær og telja mótshald- arar að enn eigi eftir að fjölga verulega þar á næstu dögum. Á tjaldstæðinu höfðu flestir komið sér fyrir inni í vögnum eða tjöldum enda svalt úti. ninag@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Útilega Systurnar Hekla og Katla létu ekki veðrið á sig fá og sátu úti með hundinum Smára. Morgunblaðið/Eggert Aðalvöllurinn Aðstaða er öll til fyrirmyndar í Víðidal og umgjörðin hin glæsilegasta í kringum gæðingavöllinn. Morgunblaðið/Nína Guðrún Geirsdóttir Spennt Rakel Ösp Gylfadóttir ásamt frænku sinni og hesti sínum, Óskadís, sem hafa hér nýlokið keppni í unglingaflokki í Víðidal í gær. Morgunblaðið/Eggert Alvöru Þessi jeppi kom frá Danmörku til að dvelja í Víðidal. Tilbúinn í íslenska veðráttu. Svalt en þurrt á landsmótinu  Æsispennandi riðlar og jöfn keppni 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is Misty STÆRÐIR: 70 C-H, 75 B-H, 80 B-H, 85 B-G, 90 B-F, 95 B-E, 100 B-D VERÐ: 7.990KR Fimmti keppnisdagur landsmóts í dag hefst með milliriðlum í ung- mennaflokki sem stendur með hléum fram undir síðdegi. Líkt og á undanförnum landsmótum verður haldin hátíðleg setningarathöfn á fimmtudagskvöldi. Hún hefst klukk- an 19:30. Samhliða setningarathöfn fer fram hópreið hestamannafélag- anna. Á kynbótavellinum hefst dagurinn klukkan átta með yfirliti sjö vikna og eldri hryssna. Yfirlit hryssna stendur yfir fram á síðdegi. Í Horses of Iceland-tjaldinu verður sýni- kennsla í reiðgerði frá Félagi tamn- ingamanna. Í Top Reiter-tjaldinu veður lifandi tónlist í hádegis- og kvöldmatarhléum þar sem Pálmi Sigurhjartarson leikur ljúfa tóna. Svæðið verður að vanda opnað klukkan átta og lokað á miðnætti. Áhugasamir geta keypt sér dag- passa við inngang eða á vefnum. Dagskrá fimmta dags Landsmóts 2018 Landsmót hestamanna 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.