Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 68
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Alesha MacPhail var myrt 2. Fengu um 10,8% hækkun 3. Einar Darri lést úr ofneyslu 4. Lögmaður dró sér 53,7 milljónir »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Morgunblaðið/Styrmir Kári Unnur og Hilmir í Dúkkuheimilinu  Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason snúa aftur í öðrum hluta Dúkkuheimilisins og verður leikritið frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 21. september. Þau léku saman í Dúkku- heimilinu eftir Henrik Ibsen í Borgar- leikhúsinu leikárið 2014-2015 og var sú sýning sú sigursælasta á Grím- unni þar sem hún var meðal annars valin sýning ársins. Dúkkuheimilið, annar hluti er eftir Lucas Hnath og gerist nokkrum árum eftir að Dúkkuheimili Ibsens lauk. Leikritið er hnyttin rannsókn á sam- skiptum, hlutverkum kynjanna og ólíkum hugmyndum um ástina, hjónabandið og skuldbindingar. Auk Unnar og Hilmis leika í verkinu þær Ebba Katrín Finnsdóttir og Mar- grét Helga Jóhannsdóttir. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir.  Á samsýningunni Sjö listamenn, sem opnuð verður kl. 17 á morgun í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri, sýna listamenn verk sem tengjast á einn eða annan hátt sjálfstæði. Sjö- menningarnir eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir listamenn hátíð- arinnar List án landamæra. Aron Kale varð fyrir valinu í ár. Lista- mennirnir eru hvaðanæva af landinu og nálgast við- fangsefnið á ólíkan hátt. Sumir sýna verk sem þeir hafa unnið sér- staklega fyrir sýninguna, aðrir eldri verk. Sjö listamenn og sjálf- stæðið í Deiglunni SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 5-13 en 10-18 á norðaustur- horninu. Rigning á Norður- og Austurlandi, bjart á S-V-landi. VEÐUR Einar segir báða í fremstu röð „Báðir eru þeir í heims- klassastöðu miðað við ald- ur,“ segir Einar Vilhjálms- son, Íslandsmethafi í spjótkasti og þjálfari spjót- kastaranna ungu og efni- legu Dagbjarts Daða Jóns- sonar og Sindra Hrafns Guðmundssonar. Báðir hafa þeir bætt sig verulega á þessu ári. Sindri er m.a. í þriðja sæti á afrekalista frá upphafi og verður á meðal keppenda á EM í Berlín. »4 Brasilíumenn eru komnir í átta liða úrslit á sjöunda heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í röð og þeir freista þess að vinna titilinn í sjötta skipti. Fjórar þjóðir sem hafa orðið heimsmeistarar eru enn eftir í keppn- inni en Belgar og Rússar eru einu lið- in sem eftir eru sem aldrei hafa unnið til verðlauna á HM. »2-3 Fjórar heimsmeistara- þjóðir eftir á HM „Við erum með mjög öflugan hóp sem hefur vakið athygli hér fyrir góða frammistöðu. Liðið þykir hafa komið á óvart. Ég er ánægður með fyrstu leik- ina og að hafa fengið þrjú stig af fjór- um mögulegum gegn gríðarlega öfl- ugum mótherjum,“ segir Stefán Arnarson, annar þjálfari U20 ára landsliðs kvenna í handbolta, sem hef- ur byrjað vel á HM í Ungverjalandi. »1 Stúlkurnar hafa vakið athygli í Ungverjalandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Dýralæknirinn Sigríður Björnsdóttir hefur tekið þátt í landsmótum hesta- manna með einum eða öðrum hætti í hartnær 25 ár. Hún gegnir starfi dýralæknis hrossasjúkdóma hér á landi og sér um eftirlit og skoðun hestanna fyrir keppni. „Mitt starf er að tryggja velferð hestanna, fyrir- byggja hvers kyns skaða eins og hægt er og að hestar fari óheilbrigðir í braut. Það er mikilvægt fyrir mig að fá þessa yfirsýn til þess að fá saman- burð milli ára og landsmóta, svo við sjáum hvort þróunin sé jákvæð eða neikvæð.“ Sigríður hefur umsjón með stóru verkefni en um 800 hross eru með þátttökurétt á landsmótinu í ár. Óheilbrigðir hestar úr leik Skoðun og mælingar á hestum á landsmóti felast í að vega og meta heildarheilbrigði hestsins. „Heil- brigði er afstætt hugtak því við get- um ekki vitað að fullu hvort hestur- inn sé alveg heilbrigður. Við reynum að kanna hvort hann sé með áverka og ef hesturinn finnur augljóslega til fær hann ekki að keppa.“ Sigríður segir hestana geta upplifað álags- meiðsli en þeir geti einnig meitt sig sjálfir. „Ef upp koma tilvik þar sem hestur fær ekki að keppa er það helst vegna ágripa sem orðið hafa til í kringum mótið eða á því en þeir geta einnig meitt sig sjálfir. Af þeim sök- um legg ég mikið upp úr því að þreifa fætur og þófa og reyni að átta mig á hvort það sé einhver veikleiki þar.“ Þá leggur Sigríður einnig áherslu á að þreifa í munni hestanna en með því kannar hún hvort þrýstings- áverkar eftir beislisbúnað þeirra séu einhverjir. „Það getur gerst að beisl- ið valdi hestunum miklum sársauka. Ég hef ekki séð slíka áverka í ár þótt ég hafi vissulega séð slík tilfelli áð- ur,“ segir Sigríður. Aðspurð hvort þeir hestar sem vinni til verðlauna séu í góðu standi segir hún að það eigi í nær öllum til- vikum við. „Það er ofsalega góð til- finning þegar maður skoðar hest sem maður veit að hefur náð toppárangri í keppni og svo kemur hann til mín í skoðun og það er eins og aldrei hafi verið sett í hann beisli. Þetta er til.“ Sigríður telur að samskipti manns og hests ættu ekki að skilja eftir sig nein ummerki. „Sem betur fer eru flestir í toppstandi og í raun sífellt fleiri. Ég hef verið sátt við þá þróun sem ég hef séð; miklu minna er af áverkum í munni á landsmótinu í ár t.d. Við er- um auðvitað bara komin fram í mitt mót en heilt yfir er ástandið gott.“ Mikið eftirlit nauðsynlegt Sigríður segist vera í góðu sam- bandi við hestamennina enda hesta- kona sjálf. „Það er alltaf jafn gaman að vinna með hestamönnum. Ég legg mig fram við að hlusta á það sem þeir hafa að segja og hef lært gríðarlega mikið af því að tala við knapa.“ Keppnin í ár er talin mjög hörð og af þeim sökum verður hlutverk eftirlits- ins ívið meira að sögn Sigríðar. „Þetta er orðin gríðarlega hörð keppni. Það eru svo ofsalega margir góðir hestar að keppa að jafnvel þeir allra bestu eiga á hættu að detta út snemma á mótinu. Þetta þýðir að það er gríðarlegt álag á knöpunum og þeir reyna að þenja hestinn til hins ýtrasta til að eiga möguleika. Ég er því endanlega sannfærð um að það verði að vera einhver sem hefur ein- göngu sjónarmið hestsins í huga í kringum mótið. Knaparnir gera það auðvitað en þeir verða einnig að hafa fleiri sjónarmið í huga. Eftirlitið ber aðeins hag hestsins fyrir brjósti og það er nauðsynlegt,“ segir Sigríður og heldur áfram vinnu sinni með hestunum. „Ber hagsmuni hestanna fyrir brjósti“  Ber ábyrgð á heilbrigði hesta á landsmótinu Morgunblaði/Arnþór Birkisson Reynslubolti Sigríður hefur starfað við landsmót í mörg ár. Hún segir langflesta klára í toppstandi og þróunin sé jákvæð. MLandsmót hestamanna »20 Vegna fjölgunar sem orðið hef- ur innan hestagreinarinnar hafa nú fleiri hestar möguleika á þátttöku á Landsmóti hesta- manna í ár. Um 550 hestar taka þátt í tölt- eða skeið- keppni og um 170 hestar verða sýndir á kynbótasýningum í ár, sem einnig er aukning. Þá bætast við þeir hestar sem taka þátt í svokölluðum rækt- unarbússýningum. Í heild taka því um 800 hestar þátt í landsmóti í ár. Fjölgun í hestaíþróttinni UM 800 HROSS ERU MEÐ Á föstudag Vestlæg átt, 5-10 en hægari vestantil. Styttir upp norðaustanlands með morgninum, annars bjart með köflum. Á laugardag Hæg suðlæg átt og skýjað með köflum, en rigning um kvöldið, einkum suðaustanlands. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast NA-til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.