Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 5
5
1. mál aukakirkjuþings 2017
Flutt af löggjafarnefnd
Starfsreglur
um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa
1. gr.
Kjörgengi.
■Kjörgengur til embættis biskups Íslands og vígslubiskupa er hver guðfræðikandídat sem
full-nægir skilyrðum til þess að gegna prestsembætti í íslensku þjóðkirkjunni.
2. gr.
Kjördeild.
■Kosið skal í einni kjördeild.
3. gr.
Kosningarréttur við kjör biskups Íslands.
■A. Kosningarréttur vígðra:
Biskup Íslands og vígslubiskupar eiga kosningarrétt við biskupskjör. Auk þeirra á
kosningarrétt hver sá sem vígslu hefur hlotið og er:
a) þjónandi prestur eða djákni íslensku þjóðkirkjunnar eða hjá íslenskum söfnuði
þjóð-kirkjunnar erlendis og er í föstu og launuðu starfi sem slíkur, eða
b) þjónandi prestur eða djákni sem lýtur tilsjón biskups Íslands og er í föstu og
launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi.
Prestur eða djákni í tímabundnu leyfi, allt að tveimur árum, nýtur kosningarréttar.
Prestur sem settur er til þjónustu tímabundið nýtur ekki kosningarréttar nema í þeim
tilfellum þar sem ekki er skipaður prestur fyrir.
Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, nýtur ekki kosningarréttar fyrir það embætti sem hann
sinnir aukaþjónustu í.
Djákni skal vera ráðinn til a.m.k. eins árs eða ótímabundið til að njóta kosningarréttar.
Prestur eða djákni sem látið hefur af þjónustu nýtur ekki kosningarréttar.
Kosningarrétt eiga vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild
Háskóla Íslands og vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi.
□B. Kosningarréttur leikmanna:
a) kjörmenn prestakalla, sbr. 7. gr. starfsreglna um val og veitingu prestsembætta nr.
144/2016, með síðari breytingum,
b) þeir leikmenn sem sæti eiga í kirkjuráði og á kirkjuþingi.
4. gr.
Kosningarréttur við kjör vígslubiskupa.
■Kosningarrétt við vígslubiskupskjör eiga þeir sömu og réttinn eiga skv. 3. gr. og tilheyra
prófastsdæmi sem er í því umdæmi vígslubiskups sem kosið er í.