Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Qupperneq 8
8 9
12. gr.
Afkóðun og talning tilnefninga.
■Kjörstjórn skal innan sólarhrings frá því að tilnefningu var lokið, taka saman og telja
tilnefningarnar. Áður en talning hefst skal afkóða tilnefningarnar. Formaður kjörstjórnar
skal varðveita lykil sem notaður er við afkóðunina.
□Eftir afkóðun skulu tilnefningarnar taldar og niðurstöður teknar saman í afkóðunar- og
talningarhluta kerfisins.
13. gr.
Niðurstaða tilnefninga.
■Þeir þrír einstaklingar sem flestar tilnefningar fá, að teknu tilliti til 3. mgr., eru í kjöri til
biskups Íslands eða vígslubiskups. Ef tveir eða fleiri fá sama fjölda tilnefninga skulu þeir
báðir eða allir vera í kjöri. Séu tilnefndir færri einstaklingar en þrír eru þeir allir í kjöri að
teknu tilliti til 3. mgr.
□Kjörstjórn skal strax og niðurstaða úr tilnefningunni er ljós, kanna hvort þeir sem verða
í kjöri, skv. 1. mgr., sbr. 3. mgr., uppfylli skilyrði 1. gr. Telji kjörstjórn að svo sé ekki skal
hlutaðeigandi þegar í stað gert viðvart og honum veittur frestur, eftir því sem tími og
atvik leyfa, til að koma að athugasemdum. Kjörstjórn skal innan sólarhrings frá því að
athugasemdir berast taka afstöðu og til-kynna hlutaðeigandi um þá niðurstöðu.
□Vilji viðkomandi ekki una niðurstöðu skv. 2. mgr., getur hann skotið henni til
yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar, innan sólarhrings frá því að honum var sannanlega
tilkynnt um niðurstöðuna. Skal niðurstaða yfirkjörstjórnar liggja fyrir ekki síðar en
tveimur sólarhringum síðar.
□Kjörstjórn skal svo fljótt sem verða má tilkynna þeim einstaklingum sem flestar
tilnefningar fá, sbr. 1. mgr., um niðurstöðuna og leita eftir afstöðu þeirra til tilnefningarinnar.
Ef einhver þeirra gefur ekki kost á sér skal sá sem næstur honum er að tilnefningu taka
sæti hans.
□Á vefsíðu þjóðkirkjunnar skal svo fljótt sem verða má, eftir að niðurstaða tilnefninga er
ljós, tilkynna um þá sem verða í kjöri auk þeirra tveggja sem næstir komu að tilnefningu.
14. gr.
Framkvæmd kosninga.
■Kosning skal vera skrifleg.
□Kosning skal fara fram þó að einn sé í kjöri.
□Kjörstjórn sendir þeim er kosningarrétt eiga nauðsynleg kjörgögn:
a. kjörseðil með nöfnum þeirra sem eru í kjöri,
b. kjörseðilsumslag,
c. fylgibréf fyrir yfirlýsingu kjósanda um að hann hafi kosið,
d. sendiumslag með utanáskrift kjörstjórnar,
e. leiðbeiningar um það hvernig kosning fari fram.
□Kjörstjórn ákveður útlit og gerð kjörseðils.
□Kjósandi merkir á kjörseðil við nafn þess sem hann vill greiða atkvæði. Kjörseðil skal