Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 9

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 9
9 ekki undirrita eða auðkenna á neinn hátt. Kjósandi lætur kjörseðilinn í kjörseðilsumslagið, lokar því, fyllir út fylgibréfið og undirritar. Lætur svo kjörseðilsumslagið og fylgibréfið í sendiumslagið og afhendir það á biskupsstofu gegn móttökukvittun eða leggur það í póst. Að jafnaði skal miða við að atkvæða-greiðslu sé lokið innan tveggja vikna frá útsendingu kjörgagna. □Við framkvæmd og fyrirkomulag kosninga skal eftir því sem við á hafa hliðsjón af lögum um kosningar til Alþingis. 15. gr. Niðurstöður kosninga. ■Kjörstjórn skal telja atkvæði þegar fjórir virkir dagar eru liðnir frá þeim skilafresti á pósthús sem hún hefur sett. Kjörstjórn metur gildi atkvæða. □Kjörstjórn skal gefa þeim sem eru í kjöri kost á að hafa umboðsmenn sína viðstadda talninguna. □Sá er réttkjörinn biskup Íslands eða vígslubiskup sem fær meiri hluta greiddra atkvæða. Ef enginn frambjóðandi fær meiri hluta greiddra atkvæða skal kosið á nýjan leik milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Ef fleiri en tveir fá jafnmörg atkvæði skal hlutkesti ráða um hverja tvo skuli kosið. Sá er réttkjörinn biskup Íslands eða vígslubiskup sem fær meiri hluta greiddra atkvæða. Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða. 16. gr. Kærur til yfirkjörstjórnar. ■Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar, sbr. starfsreglur um kjör til kirkjuþings, fer með endanlegt úrskurðarvald í ágreiningsmálum vegna kosninga samkvæmt starfsreglum þessum. Kosningu geta þeir kært sem eiga kosningarrétt. □Kærur vegna kosninga skulu hafa borist kjörstjórn eigi síðar en þremur dögum eftir að atkvæði hafa verið talin. Beri síðasta dag kærufrests upp á frídag skal næsti virki dagur teljast síðasti dagur kærufrests. □Kærur skulu hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16.00 á síðasta degi kæru-frests eða hafa verið póststimplaðar í síðasta lagi þann dag. Leggur hún þær fyrir yfirkjörstjórn þjóð-kirkjunnar til úrskurðar ásamt athugasemdum sínum. Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar skal skera úr þeim málum sem fyrir hana eru lögð eins fljótt og auðið er og ekki síðar en sjö virkum dögum eftir að mál berst. □Niðurstöður yfirkjörstjórnar skulu vera í úrskurðarformi og dregnar saman í úrskurðarorð. 17. gr. Tilkynning til ráðherra. ■Þegar endanleg niðurstaða kosningar liggur fyrir tilkynnir kjörstjórn ráðherra kirkjumála úrslit kosningarinnar.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.