Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 21

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 21
21 Ávarp dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen Það er mér sönn ánægja að fá tækifæri til þess að taka þátt í Kirkjuþingi í ár með því að ávarpa þingið við setningu þess. Þegar mér barst ósk um þátttöku mína hér leit ekki endilega út fyrir að ég myndi eiga þess kost að koma hingað í krafti þess embættis sem ég hef gegnt frá því í upphafi árs. Ástæðuna þekkið þið. Það er svo sannarlega ekki innhaldslaus frasi að „vika sé langur tími í pólitík“. Það eru orðið dagarnir sem geta skipt sköpum. Í tilfelli sumra stjórnmálamanna jafnvel næturnar. Við stjórnmálamenn höfum boðskap guðspjallamannsins Matteusar í hávegum og látum hverjum degi nægja sína þjáningu. Gallinn við þessa annars ágætu núvitund er að áætlanir til langs tíma eða fyrirheit geta fuðrað upp á augabragði. Það er ekki til velfarnaðar fallið í jafnvel einfaldasta fyrirtækjarestri. Í efnahagslífi þjóðar er það alveg afleitt. Öll erum við sífellt að taka ákvarðanir í leik og starfi, ákvarðanir sem taka mið af ákvörðunum annarra, af löggjöf, af samkomulagi sem við höfum gert við aðra o.s.frv. Í þessu sambandi verða menn að geta séð lengra fram í tímann en eina viku og menn verða að geta treyst því að ákvarðanir sem hafa verið teknar af þar til bærum aðilum standi, að lögum sé framfylgt og að samningar haldi. Íslenska þjóðkirkjan er hér ekki undanskilin. Hún eins og aðrar stofnanir sem þjóna þorra þjóðarinnar verður að geta séð lengra fram í tímann en sem nemur hinni pólitísku viku. Þegar ég tók við embætti dómsmálaráðherra og þar með málefnum kirkjunnar fékk ég í fangið það verkefni greiða úr áralöngum ágreiningi ríkis og kirkju um fjárveitingar ríkisins. Sem þingmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kannaðist ég vissulega við afstöðu kirkjunnar til lögbundinna sóknargjalda sem ekki hafa hækkað undanfarin ár. Kirkjujarðasamkomulagið og málavexti í tengslum við vanefndir ríkisins á því þekkti ég bara af afspurn. Það kom mér á óvart hversu víðtækt samkomulagið er og að mínu mati óþarflega flókið. Mér varð það hins vegar strax ljóst að ágreining ríkis og kirkju þyrfti að jafna hið fyrsta. Ég ætla í stuttu máli að gera grein fyrir þessum ágreiningi eins og hann blasir við mér. Samningaviðræður um fjárframlög til þjóðkirkjunnar. Kirkjujarðasamkomulagið frá 1997 og viðbótarsamningur frá 1998 marka skyldu ríkisins til að greiða til þjóðkirkjunnar fjárhæð sem samsvarar árslaunum ákveðins starfsmannahóps þjóðkirkjunnar. Samningarnir eru undirritaðir af fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra og hefur skyldan til að efna þá auk þess verið lögfest með lögum nr. 78/1997. Í kirkjujarðasamkomulaginu er auk þess mælt fyrir um skyldu ríkisins til að greiða til Kristnisjóðs. Þau árlegu samningsbundnu framlög sem hér um ræðir eru samtals að fjárhæð um 2.400 milljónir Fram til ársins 2010 efndi ríkið þetta samkomulag að fullu en frá því ári hafa framlög ríkisins verið skorin niður með því að setja árlega bráðarbirgðarákvæði við áðurnefnd lög. Þessi skerðing var í upphafi í góðu samkomulagi við þjóðkirkjuna sem þannig tók þátt í þeim fjárhagslegu ráðstöfunum gripið var til í kjölfar efnahagslegra þrenginga árið 2008. Í kjölfar þeirra var ekki bara framlagið samkvæmt kirkjujarðasamningnum skert heldur voru sóknargjöld einnig skert, með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.