Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 24

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 24
24 25 Ávarp biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen, forseti kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar, vígslu- biskupar, tónlistarfólk, góðir gestir. Saga hvers manns er hluti af ákveðnu samhengi og þannig er því einnig varið með sögu kirkjunnar hér í heimi. Það sem var hefur áhrif á það sem er sem svo aftur hefur áhrif á það sem verður. Á þessu mikla afmælisári siðbótarinnar höfum við rækilega verið minnt á það hvernig lífsreynsla og lífssýn drengsins sem fæddist í Eisleben fyrir réttum 534 árum hafði áhrif á kirkju okkar og menningu. Í gær var afmælisdagurinn hans og í dag er skírnarafmælisdagurinn hans. Skírnum hefur fækkað hér á landi undanfarin ár og sú er einnig raunin í nágrannalöndum okkar. Ég fagna áfangaskýrslu starfshóps um skírnina sem hér er lögð fram og upplýsi hér með að það verður eitt af fyrstu verkefnum nýs verkefnisstjóra á fræðslusviði biskupsstofu að vinna í þessum málaflokki. Hugmyndir mínar um þá vinnu rýma algjörlega við það sem fram kemur í áfangaskýrslu hópsins. Það er gott og reyndar nauðsynlegt í kirkju okkar þar sem fleiri en ein stofnun eða embætti eru í forsvari fyrir hana að gengið sé í takt en ekki út og suður. Öll viljum við ná árangri við boðun okkar góða erindis enda erum við viss um að það bætir mannlífið og samfélagið allt. Ég kalla eftir samtali og samstarfi til að eyða þeirri tortryggni sem ég hef orðið vör við á vettvangi kirkjunnar og heiti því að leggja mig fram um að sú vegferð verði til góðs fyrir kirkjuna og þau öll sem henni þjóna og nýta þjónustu hennar. Það er mikið talað um lýðræði í kirkju okkar. Lýðræði byggist á því að kallað er eftir þátttöku hins almenna þjóð kirkju manns. Ýmsar leiðir hafa verið farnar í því til að tryggja lýðræðið svo sem fjölgun þeirra er mega kjósa biskupa og til kirkjuþings. Nú er fulltrúa- lýðræði í kirkjunni en ég vil til dæmis sjá það að til kirkjuþings geti allir þjóðkirkjuþegnar kosið og kosning verði á sama tíma og kjör til sveitarstjórna. Þá mætti jafnvel stilla fram listum þar sem málefnin eru í fyrirrúmi en ekki einstaklingar. Ég tel slíkt fyrirkomulag tilraunarinnar virði. Fyrirmyndir þessa höfum við frá öðrum löndum, t.d. Noregi. Það hefur verið ánægjulegt að sjá þann mikla auð sem býr í kirkjufólki, sögu og menningu okkar á þessu mikla afmælisári siðbótarinnar. Listgreinar, útgáfa, fræðsluþættir, prestastefna, leikmannastefna og fleira mætti telja. Ég vil þakka afmælisnefndinni sem skipuð var fyrir tæpum 5 árum sem og öðrum sem hafa lagt hönd á plóg og bið þess að árangur megi skila sér til eflingar guðs kristni í landinu. Það segir eitthvað um mun á stjórnskipulagi okkar þjóðkirkju og þeirri dönsku að þjóðþingið, ríkisstjórnin og drottningin minntust siðbótarinnar með hátíðardagskrá í Kristjáns borg og hátíðartónleikum í beinni útsendingu í sjónvarpi á siðbótardaginn. Biskupum var boðið til þeirrar hátíðar. Kaupmannahafnarbiskup messaði einnig í dóm- kirkjunni þennan dag og það var ánægjulegt að sjá fulla kirkju á þriðjudegi kl. 16 við þá athöfn. Þrátt fyrir allt tal um fækkun félaga í dönsku þjóðkirkjunni tóku margir þátt á þessum óvenjulega messutíma. Auk minningar siðbótarinnar stendur upp úr öllu því mikla og góða starfi þjóðkirkjunnar

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.