Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 25

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 25
25 og þjónustu hennar um landið allt, ráðstefna Alkirkjuráðsins um réttlátan frið við jörðina sem fram fór í samvinnu við þjóðkirkjuna, í síðasta mánuði. Þetta var í fyrsta skipti sem slík umhverfisráðstefna er haldin hér á landi. Fulltrúar þeirrar ráðstefnu tóku einnig þátt í ráðstefnu hringborðs norðurslóða, Artic Circle þar sem aðalræðumaðurinn var hans heilagleiki Bartholomew leiðtogi grísk orþódoxu kirkjunnar, annarrar stærstu kirkjudeildar heims á eftir rómversk kaþólsku kirkjunni. Eins og kunnugt er er Alkirkjuráðið, World Council of Churches, sem stofnað var árið 1948, samtök margra kristinna kirkjudeilda og var íslenska þjóðkirkjan einn af stofn aðil- un um. Margir lögðu hönd á plóg við undirbúning ráðstefnunnar og framkvæmd hennar, bæði hérlendis og erlendis og þakka ég þeim öllum fyrir framlag þeirra og góða samvinnu. Þjóðkirkjan beinir sjónum sínum að umhverfismálum og er tímaskeiðið frá 1. sept. til 4. okt. helgað sköpunarverkinu, nú í ár í fyrsta sinn. Kristnar kirkjur víða um heim gera slíkt hið sama og lyfta upp þessu nauðsynjamáli til áframhaldandi lífs á jörðinni og nefna fyrrnefnt tímaskeið Season of Creation. Markmiðið er að umhverfisstarfið tvinnist inn í daglega starfsemi. Í bréfi sem ég sendi út til safnaðanna í landinu hvatti ég til athafna í hverjum söfnuði og tel æskilegt að söfnuðir kirkjunnar sækist eftir vottun Um hverfis- stofnunar á starfsemi sinni. Jafnframt sagði ég: „Gríska orðið kairos, sem er þekkt úr biblíu- legu samhengi, hefur verið notað í samtímanum um farsælan viðsnúning í hugsunar hætti og veigamikil framfaraskref. Ég tel að stund sannleikans sé runnin upp í um hverfis málum. Heimsbyggðin skynjar nú sem aldrei fyrr nauðsyn þess að hlúa að jörðinni og sérstaklega því að snúa við og draga úr ofhlýnun jarðarinnar. Næstu 5-10 ár munu skipta sköpum um það hvort mannkyn nái markmiðum Parísarsamkomulagsins, svo að hlýnunin fari ekki yfir 2°C. Gerist það ekki, verða afleiðingarnar skelfilegar fyrir mannkyn og lífríkið allt. Nú þurfa orð að verða að verkum og þar getur kirkjan skipt sköpum.“ Unga fólkið er með puttann á púlsinum og minnir okkur kirkjunnar fólk á umhverfismálin í einu þingmáli sínu í vor þegar þau samþykktu tillögu um að bætt verði við umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar að „einnota plastmálum verði útrýmt úr safnaðarstarfi kirkjunnar fyrir árið 2019.“ Kirkjuþing unga fólksins hvatti einnig „umhverfisnefnd Biskupsstofu að brýna fyrir söfnuðum kirkjunnar að hætta notkun einnota plastmála þegar í stað og hvetja söfnuði einnig að draga úr notkun annarra einnota umbúða með það að markmiði að útrýma notkun einnota plastmála úr safnaðarstarfi kirkjunnar fyrir árið 2020.“ Á ráðstefnunni um réttlátan frið við jörðina var samþykkt ályktun sem allir við staddir þátt tak endur skrifuðu undir í Þingvalla kirkju. Þar segir m.a.: „Við hvetjum kirkjur til að notast við þeirra eigið tungutak, hið ósvikna biblíumál, og hefðir til að efla vitund, hvetja til aðgerða og búa að sjálf ærni í kirkju og samfélagi. Við hvetjum til þess að kirkjur beiti sér með virkum hætti í að boða eflingu og skipu lagn ingu sjálf ærri breytni á öllum stigum, allt frá hinu stað bundna sam hengi safnaðarins og allt að lands vísu. Og við fögnum því þegar kirkjur og kirkju legar stofnanir ákveða að beina fjár munum sínum frá iðnaði sem er um hverfislega ósjálfær. Kirkjurnar þjóna sem fulltrúar fyrir gríðarlegan fjölda fólks og samfélaga. Í því ljósi búum við yfir miklum möguleikum í krafti tengslanets okkar á milli sem og sambanda við félaga okkar sem tilheyra öðrum trúarbrögðum. Við ættum að beita öllum tiltækum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.