Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 30

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 30
30 31 viðkomandi þingnefndar, fulltrúa úr kirkjuráði og fulltrúa biskups Íslands. Fyrst taldi hópurinn hefur ekki starfað en löggjafarnefnd kirkjuþings hefur starfað nær óslitið milli þinga í umboði þess. Starfsfólk kirkjuráðs Framkvæmdastjóri kirkjuráðs er Oddur Einarsson. Annað starfsfólk kirkjuráðs eru Guðrún Finnbjarnardóttir fulltrúi, ritari kirkjuráðs, Arnór Skúlason arkitekt, verkefnisstjóri á fasteignasviði og Skúli Guðmundsson hdl., lögfræðingur Kirkjumálasjóðs og sérfræðingur kirkjuþings við undirbúning kirkjuþingsmála og úrvinnslu samþykkta þingsins. Verkefni kirkjuráðs á starfsárinu Reglulegt kirkjuþing, 54. kirkjuþing 2016, var haldið í Grensásskirkju og hófst hinn 5. nóvember 2016. Hinn 9. nóvember var því frestað og framhaldið 25. febrúar 2017. Alls voru 25 mál á dagskrá þingsins og 17 þeirra voru afgreidd frá því en afgreiðslu átta mála var vísað til framhaldsfundar og þá lagt var fram með afrigðum eitt mál til viðbótar. Kirkjuráð lagði fram tvö mál, biskup Íslands flutti sex mál, forsætisnefnd eitt mál, löggjafarnefnd fjögur mál og kirkjuþing unga fólksins eitt mál. Þingmannamál voru sjö. Alls var 21 mál afgreitt á þinginu, tvö mál voru sameinuð, þrjú mál voru dregin til baka og eitt reyndist gallað og var ekki afgreitt frá kirkjuþingi 2016. Aukakirkjuþing 2017 Á (2)62. fundi kirkjuráðs hinn 14. mars 2017 var upplýst að á afgreiðslu 15. máls kirkjuþings 2016 sem varðaði tillögu að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 1108/2011 hefðu verið ágallar sem væru þess eðlis að starfsreglurnar væri ekki unnt að birta nema kirkjuþing kæmi saman til að afgreiða þær að nýju. Fundurinn ályktaði að framhald málsins væri í höndum forseta kirkjuþings og forsætisnefndar þingsins. Niðurstaða þessara aðila var sú að kalla saman aukakirkjuþing hinn 30. mars 2017 og taka þar starfsreglurnar til afgreiðslu. Að því loknu voru hinar nýju starfsreglur birtar í stjórnartíðindum. Gerðir kirkjuþings eru gefnar út og þeim dreift til þingfulltrúa, presta, formanna sóknarnefnda o. fl. Þar eru breytingar á starfsreglum, nýjar starfsreglur, ályktanir og samþykktir kirkjuþings. Kirkjuráð hefur unnið að framkvæmd og kynningu þeirra mála sem kirkjuþing fól ráðinu að sinna. Jafnframt hafa samþykktar starfsreglur verið birtar í Stjórnartíðindum. Skal nú gerð grein fyrir störfum kirkjuráðs við framkvæmd samþykkta kirkjuþings. Ályktanir og samþykktir 54. kirkjuþings 2016 og viðbrögð kirkjuráðs við þeim Mál 54. kirkjuþings sem vísað var til kirkjuráðs eða kirkjuráð ákvað að taka á dagskrá sína voru tekin fyrir á (2)57. fundi kirkjuráðs hinn 29. nóvember og þar afgreidd með eftirgreindum hætti:

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.