Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 33

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 33
33 Ályktanir kirkjuþings unga fólksins 2016 Farskóli leiðtogaefna – fjölþjóðlegt verkefni? Fyrsta mál fjallaði um breytingu á farskóla leiðtogaefna og möguleika á því að gera hann að fjölþjóðlegu verkefni. Áréttað var að Farskólinn er verkefni sem kirkjan getur verið stolt af. Kirkjuþing ályktaði um hugmyndir að stækka verkefnið og gera það að evrópsku verkefni. Lagt var til að skipa nefnd út frá stjórn prófastdæmanna til að skoða verkefnið og skal hún skila tillögu að framkvæmd sem hægt væri að taka fyrir á næsta þingi. Samræmt námskeið fyrir starfsfólk í æskulýðsstarfi Kirkjunnar Kirkjuþing unga fólksins ályktaði að fært yrði í starfsreglur kirkjunnar að allt starfsfólk skuli sitja samræmt námskeið um starfshætti æskulýðsleiðtoga og siðareglur kirkjunnar. Fræðslusvið skuli annast námsskrá og í samvinnu við fræðslufulltrúa skipuleggja reglubundið námskeiðshald. Fulltrúar biskups og prófasta skulu fylgja eftir að fræðsluskyldu og að námskeiðssetu sé sinnt. Einnig var lagt til að grunnnámskeið fyrir leiðtoga í barna og unglingastarfi kirkjunnar yrði breytt í eins konar skóla þar sem sama námsefni væri fyrir öll prófastsdæmin, hægt væri að fá námið viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og meta til eininga á framhaldsskólastigi. Markmið námsins yrði að auka þekkingu á siðareglum og starfsreglum kirkjunnar og félags- og sálfræði þekkingu innan æskulýðsstarfa. Skólinn yrði fyrir eldri leiðtoga sem hafa t.d. lokið Farskóla leiðtogaefna. Viðbót við umhverfisstefnu Þjóðkirkjunnar – útrýming einnota plastmálum í safnaðar­ starfi fyrir 2020 Kirkjuþing unga fólksins ályktaði að bætt yrði við umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar að einnota plastmálum verði útrýmt úr safnaðastarfi kirkjunnar fyrir 2020. Þingið hvatti umhverfisnefnd Biskupsstofu að brýna fyrir söfnuðum kirkjunnar að hætta notkun einnota plastmála þegar í stað og draga einnig úr notkun annarra einnota umbúða. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett í gang alheimsherferð gegn plastmengun heimshafanna. Eitt af markmiðum herferðarinnar er að binda enda á notkun einnota plastumbúða fyrir 2022. Landvernd heldur utan um herferðina hér á landi. Þjóðkirkjan skal standa í stafni þeirrar hugarfarsbreytingar sem þarf vegna notkun plasts og áhrif þess á umhverfið. Kirkjuþing unga fólksins lætur sig umhverfið varða og þess má geta að þingið í ár var pappírslaust annað árið í röð og hafa umhverfismál legið fyrir þinginu á hverju ári. Starfshópur til endurskoðunar skipulags æskulýðsmála Þjóðkirkjunnar Biskup Íslands lagði fram mál á kirkjuþingi unga fólksins um skipan starfshóps á vegum biskups Íslands er endurskoði skipulag æskulýðsmála þjóðkirkjunnar. Starfshópurinn verður skipaður einum fulltrúa sem biskup tilnefnir, einum fulltrúa tilnefndum af kirkjuþingi unga fólksins og einum fulltrúa tilnefndum af ÆSKÞ. Nefnd þessi er svar við óskum kirkjuþings unga fólksins 2016 um meiri athygli og eftirfylgni með æskulýðsmálum. Kirkjuþing unga fólksins 2017 studdi skipan starfshópsins. Hafdís Ósk Baldursdóttir var kjörinn til setu í hópnum fyrir hönd KUF.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.