Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 38

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 38
38 39 kirkjuráð hafði lýst yfir stuðningi við verkefnið og óskað eftir nákvæmari kostnaðaráætlun. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarrekstrarkostnaður verði um 1,9 m.kr. á mánuði. Á (2)69. fundi var lagt fram yfirlit um rekstur samstæðu kirkjunnar fyrir fyrri árshluta 2017. Það samanstóð af samstæðuyfirliti og rekstraryfirliti fyrir biskupsstofu, sjóði og stofnanir þjóðkirkjunnar, þ.e. kirkjumálasjóð, Kristnisjóð, Jöfnunarsjóð sókna, Skálholtsstað, Strandarkirkju og Tónskóla þjóðkirkjunnar. Samkvæmt yfirlitinu var 45,4 m.kr. afgangur af fjárheimildum eftir fyrri árshluta ársins 2017. Kirkjuráð fól framkvæmdastjóra og fjármálahópi kirkjuráðs að yfirfara yfirlitið og gera tillögu að breytingum á einstökum liðum fjárhagsáætlana þar sem ákvarðanir ráðsins eða breyttar forsendur kalla á breytingar. Tillagan verði lögð fyrir næsta fund kirkjuráðs til afgreiðslu. Þá var lögð fram umsókn um styrk úr Kristnisjóði vegna ráðstefnu áhugahóps um guðfræðiráðstefnur. Umsóknin hafði komið fram innan tilskilins frests en hafði ekki hlotið efnislega meðferð vegna misvísandi upplýsinga. Kirkjuráð samþykkti að veita til verkefnisins 400 þúsund krónum gegn því að nemendur í starfsþjálfun djákna- og guðfræðinema ásamt hópi starfsfólks biskupsstofu fengju aðgang að ráðstefnunni. Fjárhagsáætlun Kristnisjóðs verði breytt til samræmis við samþykktina. Þá var tekinn fyrir samningur um útgáfustyrk vegna ritsins Kirkjur Íslands og samþykkt að flytja til þessa árs ónýtta fjárheimild frá fyrra ári vegna samningsins að fjárhæð 1,5 m.kr. Á (2)70. fundi voru kynntar tillögur fjármálahóps kirkjuráðs um úthlutun styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna, kirkjumálasjóði og Kristnisjóði 2018. Farið var yfir tillögurnar og kirkjuráð ályktaði að vísa þeim til annarrar umræðu í fjármálahópi og næsta fundar kirkjuráðs. Á (2)71. fundi var til umfjöllunar fjárhagsáætlun biskupsstofu. Þá var jafnframt til umfjöllunar fundargerð fjármálahóps kirkjuráðs ásamt tillögum um fjárhagsáætlanir Jöfnunarsjóðs sókna, kirkjumálasjóðs, Kristnisjóðs og Tónskóla þjóðkirkjunnar 2018. Málefni Jöfnunarsjóðs höfðu verið til umfjöllunar á (2)60., (2)62. og (2)65. fundi þar sem rætt hafði verið um hugmyndir fjármálahópsins um sameiningardeild Jöfnunarsjóðs en fjármálahópurinn tók í raun að sér verkefni starfshóps þess sem kirkjuþing hafði ályktað að stofnaður yrði til að ræða aðkomu Jöfnunarsjóðs sókna að sameiningum. Á (2)65. fundi kirkjuráðs var síðan samþykkt ályktun sú sem fjármálahópurinn hafði gert tillögu um. Önnur verkefni en þau er varða fjármál og fasteignir Málefni Skálholts Málefni Skálholts voru til umfjöllunar með einum eða öðrum hætti á tíu fundum kirkjuráðs á kirkjuþingsárinu. Á (2)57. fundi fól kirkjuráð forseta sínum að undirbúa ákvörðun ráðsins um kjördag í vígslubiskupskosningum og leggja fyrir næsta fund. Á (2)58. fundi var því frestað og á (2)59. fundi kom fram að í ljósi komandi framhaldskirkjuþings 25. febrúar hefði starfsreglur um biskupskjör á dagskrá sinni væri rétt að bíða ákvörðunar kirkjuþings áður en kjördagur væri ákveðinn.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.