Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 39

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 39
39 Á (2)60. fundi var bókasafn Skálholtsstaðar til umfjöllunar og jafnframt hugmyndir um kaup á utanaðkomandi sérfræðiráðgjöf vegna uppbyggingar í Skálholti. Á (2)61. fundi var síðan ákveðið að kjör til vígslubiskups Skálholtsumdæmis hæfist hinn 15. ágúst 2017. Á (2)64. fundi var tekið fyrir erindi kjörstjórnar þjóðkirkjunnar þar sem lagt var til að rafræn tilnefning til vígslubiskups í Skálholti standi yfir dagana 23. til 28. ágúst nk. og kjörgögn verði send út, þ.e. að póstkosningin hefjist þann 28. september nk. Kirkjuráð samþykkti erindið. Á (2)66. fundi voru lögð fram drög að samstarfssamningi við ráðgjafarfyrirtækið ALTA. Kirkjuráð samþykkti að vísa málinu til stjórnar Skálholts og vígslubiskups og taka það fyrir að nýju eftir umfjöllun þeirra. Á (2)68. fundi var lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Skálholt, sveitarfélaginu Bláskógabyggð, greinargerð, skilmálar og umhverfisskýrsla, unnið af arkitektastofunni Landslag ehf. landslagsarkitektum. Á (2)69. fundi var tekið fyrir verkefni Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju, gluggaverkefni. Á fundinum samþykkti kirkjuráð að verkefnið verði hafið með því að láta taka niður fimm glugga í kirkjunni og flytja þá á verkstæði Stefan Oidtmanns í Þýskalandi til viðgerðar enda lá fyrir að verndarsjóðurinn hefur safnað framlögum sem nægja fyrir kostnaði við viðgerðina. Þá var á fundinum kynnt tillaga að deiliskipulagi fyrir Skálholt. Á (2)70. fundi var staða Skálholtsbúsins til umræðu og þar var jafnframt kynnt afstaða stjórnar Skálholts til fyrirhugaðrar biblíusýningar í Þorláksbúð í Skálholti. Kirkjuráð ályktaði að vandséð væri að umbúnaður Þorláksbúðar væri slíkur að óhætt væri að að sýningin færi þar fram. Kirkjuráð væri hins vegar tilbúið til að beita sér fyrir því að sýningunni yrði fundinn staður í byggingum Skálholts. Önnur mál sem kirkjuráð fjallaði um á kirkjuþingsárinu og rétt þykir að gera kirkjuþingi grein fyrir Á (2)57. fundi samþykkti kirkjuráð svohljóðandi ályktun: Kirkjuráð vísar til skýrslu innanríkisráðherra frá maí 2014 um fjárhagsleg málefni þjóðkirkjunnar og safnaða hennar sbr. einnig minnisblað sem innanríkisráðherra lagði fram á fundi ríkisstjórnar hinn 5. september sama ár. Kirkjuráð leggur til að ákvæði gildandi laga nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl. komi að fullu til framkvæmda á ný frá og með næsta ári. Á sama fundi fjallaði kirkjuráð um tvo úrskurði úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar og eitt erindi frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Á (2)64. fundi fjallaði kirkjuráð um ársreikninga Jöfnunarsjóðs sókna og Kristnisjóðs. Jöfnunarsjóður skilaði 83,3 m.kr. tekjuafgangi á árinu. Eignir hans í árslok námu 344,8 m.kr. og eigið fé var 330,6 m.kr. Kristnisjóður skilaði 102,6 m.kr. tekjuafgangi á árinu. Eignir hans í árslok voru 108,4 m.kr. og eigið fé var 102,7 m.kr. Ársreikningarnir voru samþykktir og áritaðir. Þá voru á fundinum lögð fram drög að umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar og áætlun um umhverfismat í söfnuðum. Gert var ráð fyrir að stefnan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.