Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 42

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 42
42 43 Nefndarálit allsherjarnefndar um skýrslu kirkjuráðs. Allsherjarnefnd hefur fjallað um skýrslu kirkjuráðs og fylgigögn með henni ásamt ávörpum og ræðum við upphaf kirkjuþings. Nefndin þakkar ávarp Magnúsar E. Kristjánssonar, forseta kirkjuþings. Hann fjallaði í ávarpi sínu um mikilvægi Gullnu reglunnar. Hann hvatti til þess að fólk temdi sér í samskiptum, að “allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra”. Kirkjan ætti að sýna frumkvæði og hafa Gullnu regluna að leiðarljósi í störfum sínum og samskiptum öllum. Hann hvatti til samfélagsverkefna sem hefðu það að markmiði að auka samhygð. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvort kirkjuþingi hefði miðað áfram í störfum sínum. Hann benti á að kirkjuþing þyrfti stöðugt að hyggja að starfsháttum sínum. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen flutti ávarp og fjallaði um samninga ríkis og kirkju og lýsti þeirri skoðun sinni að ríkisvaldið viðurkenndi skerðinguna sem kirkjan hefur orðið fyrir undanfarin ár og vilja sinn til að leitast við að efna samninginn að fullu. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir fjallaði um siðbótarafmælið og hvernig kirkjan hefur minnst þess. Hún nefndi auðinn í kirkjunni sem kemur svo vel fram á siðbótarafmæli í menningu og listum. Skírnum á Íslandi eins og í nágrannalöndum hefur fækkað. Biskup lagði áherslu á að efla og fræða um mikilvægi skírnarinnar. Biskup vill efla lýðræði í kirkjunni og nefndi að í Noregi er kosið til kirkjuþings samhliða sveitarstjórnarkosningum. Kirkjan vill ná árangri í því að bæta samfélagið með því að eyða tortryggni og hét hún því að leggja sitt að mörkum. Lýðræði byggist á því að kalla á þátttöku almennings. Biskup fjallaði um umhverfismálin og mikilvægi þess að kirkjan beitti sér á því sviði og vitnaði til samþykkta kirkjuþings unga fólksins í því sambandi. Haldin var ráðstefna á vegum Alkirkjuráðsins um umhverfismál hér á landi nýverið sem tókst vel. Biskup telur mikilvægt fyrir kirkjuna að taka þátt í alþjóðasamstarfi kirkna. Við setningu kirkjuþings önnuðust þau Davíð Sigurðsson, Ingvar Alfreðsson og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tónlistarflutning. Þau koma öll að tónlistarstarfi kirkjunnar. Jóhanna Guðrún ávarpaði kirkjuþingsfulltrúa og gesti og fór afar fögrum orðum um upplifun sína af því að koma til starfa í kirkjunni og hvað þjónusta kirkjunnar væri mikilvæg. Allsherjarnefnd þakkar greinargóða skýrslu kirkjuráðs og mikilvæg störf þess á liðnu ári. Í skýrslunni eru tíundaðar niðurstöður helstu mála ráðsins og er það vel. Nefndin leggur til að málið verði samþykkt með ályktun á þskj. 43.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.