Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 43

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 43
43 Kirkjuþing afgreiddi skýrslu kirkjuráðs með eftirfarandi þingsályktun: Kirkjuþing 2017 ályktar um mikilvægi þess að bæta stöðu kynningar- og upplýsingamála þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing ályktar að tímabært sé að auka samstarf og sameiningu sókna, jafnt í þéttbýli sem dreifýli og tekur undir það að jöfnunarsjóður sókna veiti sóknum sem sameinast fjárstyrki vegna þess. Kirkjuþing ályktar að starfshópur um skírnarfræðslu, sbr. áfangaskýrslu á fylgiskjali með skýrslu kirkjuráðs, sem lögð hefur verið fram á kirkjuþingi til kynningar, haldi áfram störfum og leggi fyrir næsta kirkjuþing tillögur sínar í samræmi við framangreinda áfangaskýrslu. Lagt til að veitt verði í verkefnið ein milljón króna. Kirkjuþing fagnar framkomnum hugmyndum á kirkjuþingi unga fólksins um vilja þess til aukinnar þátttöku í almennu kirkjustarfi og stjórnun, jafnframt áhuga og framlag að láta til sín taka á sviði umhverfismála. Kirkjuþing ályktar að fundin verði lausn á fjármálum Skálholtsstaðar vegna brýnna viðhaldsverkefna og uppbyggingar staðarins. Kirkjuþing ályktar um starf fastanefnda að á milli þeirra ríki jafnara álag og ábyrgð þannig að ein nefndanna þurfi ekki að vinna óslitið milli þinga. Á meðan eru aðrar nefndir aldrei kallaðar saman til skoðunar eða undirbúnings mála fyrir kirkjuþing, sbr. mál nr. 4 „Tillaga til þingsályktunar um frumvarp til þjóðkirkjulaga“.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.