Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 45
45
Afkoma síðasta árs
06-701 Þjóðkirkjan
Afkoma fjárlagaliðar 06-701 Þjóðkirkjan var jákvæð um 122,7 m.kr. Sértekjur voru 78
m.kr. framlag, eða endurgjald, ríkissjóðs var 2.136,6 m.kr. og gjöld voru 2.091,9 m.kr.
Eignir voru 353,1 m.kr., skuldir 11,7 m.kr. og eigið fé því 341,4 m.kr.
06-705 Kirkjumálasjóður
Ársreikningur Kirkjumálasjóðs hefur ekki verið endurskoðaður, en afstemmingar hafa
reynst tafsamar vegna mikilla breytinga sem gerðar voru á rekstri hans á árinu 2015 og
færðar til baka í fyrra. Þeirri vinnu er þó að ljúka og þá verður reikningurinn sendur
Ríkisendurskoðun. Rekstrarreikningurinn er þó tilbúinn og ljóst að reksturinn var
þungur á árinu 2016. Tekjuhalli var 115,6 m.kr. Tekjur voru 362,9 m.kr. og þar af tekjur
reiknaðar af sóknargjöldum 288,8 m.kr. en aðrar tekjur 74,2 m.kr. Gjöld voru 462 m.kr.
Þau skiptast þannig: Stjórn og starfsskipan 228,2 m.kr., fræðslu- og þjónustumálefni 36,1
m.kr. og rekstur og viðhald fasteigna 197,7 m.kr. Vegna tekjuhallans lækkar því eigið fé
sjóðsins sem honum nemur en staða hans er mjög sterk og í upphafi árs 2016 var eigið fé
sjóðsins 3,2 milljarðar króna.