Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 46

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 46
46 47 Kristnisjóður og Jöfnunarsjóður sókna Endurskoðaðir ársreikningar Kristnisjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna voru lagðir fyrir 264. fund kirkjuráðs og þar samþykktir og áritaðir því til staðfestingar. Afkoma Kristnisjóðs var jákvæð og tekjuafgangur ársins 102,6 m.kr. Tekjur voru ríkisframlag samkvæmt fjárlögum og samkvæmt fjáraukalögum, samtals 166,6 m.kr. Aðrar tekjur voru 2,3 m.kr. Gjöld voru 66,5 m.kr., þar af styrkir og tilfærslur 45,4 m.kr. og önnur gjöld 21,2 m.kr. Fjármagnstekjur að frádregnum vaxtagjöldum og fjármagnstekjuskatti voru 216 þúsund krónur. Eignir voru 108,4 m.kr. skuldir 5,7 m.kr. og eigið fé 102,7 m.kr. Afkoma Jöfnunarsjóðs var jákvæð og tekjuafgangur ársins 83,3 m.kr. Tekjur voru hlutdeild í sóknargjöldum, samtals 373,6 m.kr. Gjöld voru 298,6 m.kr., þar af styrkir 281,4 sem skiptust þannig að styrkir til höfuðkirkna voru 47,5 m.kr. styrkir til annarra sókna 218,5 m.kr., til annarrar kirkjulegrar starfsemi 15,3 m.kr. Þá var skrifstofu- og stjórnunarkostnaður 17 m.kr. og annar kostnaður 272 þúsund krónur. Hreinar fjármunatekjur voru 8,3 m.kr. Eignir voru 344,8 m.kr., skuldir voru 14,2 m.kr. og eigið fé 330,6 m.kr. Rekstraráætlanir ársins 2018 Biskupsstofa Gert er ráð fyrir að ríkissjóður standi að fullu við kirkjujarðasamkomulagið enda um samningsbundið framlag að ræða. Framlag, eða endurgjald, ríkissjóðs verður þá skv. reiknilíkani því sem notað er til að reikna það út 2.231,9 m.kr. Það skiptist þannig að til greiðslu launakostnaðar eru 1.967,9 m.kr. og til greiðslu annars rekstrarkostnaðar eru 264 m.kr. Áætlunin gerir ráð fyrir að tekjur verði samtals 2.335,3 m.kr., rekstrargjöld verði 2.251 m.kr. og tekjur umfram gjöld verði því 84,3 m.kr. Nú er í fyrsta sinn gerð sérstök fjárfestingaáætlun samkvæmt hinum nýju lögum um opinber fjármál og nemur hún 11,8 m.kr. Tekjur umfram gjöld verða þannig 72,5 m.kr. samkvæmt áætluninni eða 3,1% af veltu. Kirkjumálasjóður Í drögum að áætlun Kirkjumálasjóðs er gert ráð fyrir að framlag ríkissjóðs verði 311,6 m.kr. en það er samkvæmt frumvarpi til fjárlaga ársins 2018. Aðrar tekjur Kirkjumálasjóðs eru áætlaðar 77,2 m.kr. Gjöld eru áætluð 386,6 m.kr. Rekstrinum er skipt í almenna starfsemi sjóðsins og starfsemi fasteignasviðs. Rekstrargjöld vegna almennrar starfsemi sjóðsins eru áætluð 260 m.kr. og eru þau alfarið fjármögnuð af framlagi ríkissjóðs. Rekstrargjöld fasteignasviðsins eru áætluð 126,6 m.kr. Af framlagi ríkissjóðs renna því 54 m.kr. til fasteignasviðsins en 72,6 m.kr. eru fjármagnaðar af sértekjum, þ.e. leigutekjum. Samkvæmt þessu er því gert ráð fyrir jöfnuði í rekstri sjóðsins en sá jöfnuður fæst með því að rekstrarkostnaður fasteigna sjóðsins er framreiknaður með áætlun Hagstofunnar um 2% verðlagsbreytingar milli ára og mismunurinn er færður á viðhalds- og stofnkostnaðarliðinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.