Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 48

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 48
48 49 Nefndarálit fjárhagsnefndar 14. nóvember 2017 Fjárhagsnefnd kirkjuþings hefur farið yfir ársreikning þjóðkirkjunnar 06-701 fyrir árið 2016 frá Fjársýslu ríkisins eins og hann er birtur í ríkisreikningi og leggur til að hann verði samþykktur. Fjárhagsnefnd hefur einnig farið yfir endurskoðaða ársreikninga Jöfnunarsjóðs sókna og Kristnisjóðs fyrir árið 2016 og leggur til að að þeir verði samþykktir. Fjárhagsnefnd er kunnugt um að endurskoðun ársreiknings Kirkjumálasjóðs er ekki lokið og því er ekki unnt að taka afstöðu til hans. Nefndin mun taka hann fyrir þegar hann er tilbúinn. Fulltrúi Ríkisendurskoðunar var boðaður á fund nefndarinnar en gat ekki séð sér fært að verða við því boði. Því var haldinn símafundur með honum og þar kom fram að endurskoðunarskýrslur væru ekki tilbúnar. Fundur með honum verður haldinn að því loknu, eða við fyrsta tækifæri. Fjárhagsnefndin hefur kynnt sér fjárhagsáætlanir Biskupsstofu, Kirkjumálasjóðs, Jöfnunarsjóðs sókna og Kristnisjóðs fyrir árið 2018. Nefndarálit fjárhagsnefndar 9. mars 2018 Fjárhagsnefnd kirkjuþings hefur farið yfir ársreikning Kirkjumálasjóðs fyrir árið 2016 og leggur til að hann verði samþykktur með ályktun á þskj. 66 Nefndin hefur kynnt sér endurskoðunarskýrslur Ríkisendurskoðunar og gengið úr skugga um að vinna við að bæta úr þeim atriðum sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við er í eðlilegum farvegi.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.