Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 59

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 59
59 6. mál kirkjuþings 2017 Flutt af kirkjuráði Starfsreglur um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar Stefna þjóðkirkjunnar í kirkjutónlistarmálum 1. gr. ■Á vegum þjóðkirkjunnar skal staðið að kirkjutónlistarmálum með hliðsjón af og í samræmi við tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar sem kirkjuþing samþykkir. □Meginviðfangsefni kirkjutónlistarstefnu eru söngur og tónlistarflutningur við helgi at- hafnir kirkjunnar, almenn fræðsla, menntun og símenntun starfsmanna í kirkjutónlist. Framkvæmd kirkjutónlistarstefnu og umsjón með kirkjutónlistarmálum 2. gr. ■Biskup Íslands ábyrgist framkvæmd tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar í samræmi við starfsreglur þessar. Biskup skipar söngmálastjóra þjóðkirkjunnar til að framfylgja kirkju- tónlistarstefnunni og hafa umsjón með framkvæmd hennar. Biskup setur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar erindisbréf. 3. gr. ■Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar gerir árlega starfs- og rekstraráætlun í samráði við Kirkjutónlistarráð og leggur fyrir kirkjuráð til samþykktar. Hann skilar ársskýrslu og ber ábyrgð á gerð ársreiknings sem lagður er fyrir kirkjuráð. Menntun 4. gr. ■Framkvæmd og umsjón kirkjutónlistarstefnu skal einkum felast í því að a) veita organistum, prestum, kórstjórum, kirkjukórum, barnakórum og öðrum sem að kirkjulegu tónlistarstarfi koma ráðgjöf, fræðslu, aðstoð og stuðning. b) mennta organista og annað tónlistarfólk til starfa innan kirkjunnar. c) bjóða upp á símenntun í kirkjutónlist, sálmafræði og lítúrgískum fræðum. 5. gr. ■Kirkjan starfrækir Tónskóla þjóðkirkjunnar sem annast um menntun organista og kirkju tón listarfræðslu þeirra og annars tónlistarfólks innan kirkjunnar, sbr. 4. grein, liði b og c. Tónskólinn heyrir undir kirkjuráð. Skólinn starfar eftir námsskrá sem kirkjuráð samþykkir. 6. gr. ■Kirkjuráð skipar þriggja manna kirkjutónlistarráð sem er stjórn Tónskóla þjóðkirkjunnar og fagráð í kirkjutónlistarmálum. Það starfar í samráði við verkefnisstjóra kirkjutónlistar.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.