Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 69

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 69
69 14. mál kirkjuþings 2017 Flutt af löggjafarnefnd Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016, með síðari breytingum 1. gr. Eftirfarandi breytingar verður á 7. gr. starfsreglnanna: a. 1. mgr. orðast svo: Kjörnefnd prestakalls er kosin á aðalsafnaðarfundi eða safnaðarfundi á fjögurra ára fresti. Sóknarnefnd ber að kanna fyrir hvern aðalsafnaðarfund eða safnaðarfund, ef svo ber undir, hvort einhver sóknarmaður í kjörnefnd hafi flutt lögheimili sitt úr sókninni eða misst kjörgengi sitt af öðrum ástæðum. Ef svo er ber að kjósa nýja fulltrúa í kjörnefnd svo sú nefnd verði á öllum tímum skipuð til samræmis við 11. mgr. Sama gildir ef fleiri en ein sókn er í prestakalli. Í kjörnefnd skulu einungis sitja sóknarmenn úr þeirri sókn sem kýs kjörnefnd viðkomandi prestakalls. Sama gildir ef fleiri en ein sókn er í prestakalli. b. lokamálsliður 2. mgr. orðast svo: Varamenn hverrar kjörnefndar skulu aldrei vera færri en ellefu. Þó er heimilt að kjósa allt að sama fjölda varamanna og fjöldi aðalmanna er í kjörnefnd. c. 11. mgr. orðast svo: Sóknarnefndir skulu sjá til þess að fulltrúar í kjörnefndir séu kosnir samkvæmt starfs- reglum þessum og að jafnan sé til staðar sá fjöldi aðalmanna og varamanna sem áskilinn er. Sóknarnefndum ber að upplýsa prófasta árlega, sbr. 1. mgr., um stöðu á skipun kjörnefnda svo prófastar geti gengið úr skugga um að kjörfundir megi verða löglegir. Kjör telst ekki gilt nema kjörnefnd sé skipuð að lágmarki tveimur þriðju fulltrúa á fundi þar sem kosið er til prestsembættis. 2. gr. 10. mgr. 8. gr. starfsreglnanna orðast svo: Sá umsækjandi telst hafa hlotið kosningu í prestsembætti sem hlýtur meirihluta gildra atkvæða, miðað við fullskipaða kjörnefnd, í leynilegri atkvæðagreiðslu á kjörnefndarfundi. Atkvæði skal meta ógilt ef kjörseðill er auður. Ef enginn fær meirihluta gildra atkvæða, skal kosið að nýju um þá tvo sem fengu flest gild atkvæði. Kjósa má milli þeirra tveggja svo oft sem þurfa þykir. 3. gr. Við 9. gr. starfsreglnanna bætast tvær nýjar málsgreinar: Hafi enginn umsækjenda hlotið meirihluta gildra atkvæða, miðað við fullskipaða kjörnefnd, er biskupi heimilt að skipa í embættið þann sem hann metur hæfastan, framlengt umsóknarfrest eða ákveðið að auglýsa embættið að nýju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.