Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 85

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 85
85 □Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til kirkjuþings skulu hafa tilkynnt kjörstjórn framboð sitt skriflega eigi síðar en 15. mars það ár sem kjósa skal. □Kjörstjórn getur óskað eftir því að sá sem hyggst bjóða sig fram, framvísi staðfestingu er sýni kjörgengi hans, sbr. 7. gr. □Frambjóðendur í hverju kjördæmi skulu ekki vera færri en sem nemur fjölda aðal- og varamanna til samans, annars vegar í kjördæmi vígðra og hins vegar leikmanna. □Ef ekki berast nægilega mörg framboð skal kjörstjórn svo fljótt sem auðið er gera upp- still ingarnefnd kirkjunnar viðvart. Skal uppstillingarnefnd tilnefna þá frambjóðendur sem á vantar. Skal sú tilnefning hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 31. mars það ár sem kjósa skal, ásamt samþykki hlutaðeigandi. 12. gr. Framkvæmd og fyrirkomulag kosningar. ■Atkvæðagreiðsla til kirkjuþings skal vera rafræn. □Sá einn getur nýtt kosningarrétt sinn sem er skráður á kjörskrá og hefur aflað sér fullnægjandi auðkenningar, sbr. 4. mgr., getur nýtt kosningarrétt sinn. □Kjörstjórn ákveður nánari framkvæmd kosninganna, en biskupsstofa skal sjá til þess að aðgangur sé tryggur að öruggu kosningakerfi. Tryggt skal að kosningakerfi það sem notað er sé þannig úr garði gert að ekki sé hægt að breyta atkvæði án þess að það sé greinanlegt. Óheimilt er að kanna hvernig kjósandi greiddi atkvæði í kosningakerfinu. □Við atkvæðagreiðslu skal kjósandi nota almenna innskráningarþjónustu sem kjörstjórn ákveður, s.s. rafræn skilríki eða Íslykil Þjóðskrár Íslands og skal kjósandi auðkenna sig á fullnægjandi hátt áður en hann greiðir atkvæði. □Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann merkir við jafn mörg nöfn frambjóðenda, sem nemur fjölda aðalmanna í viðkomandi kjördæmi, og eitt nafn að auki. □Greiði kjósandi ekki atkvæði á þann hátt sem greinir í 5. mgr. er atkvæði hans ógilt. Sama gildir um autt atkvæði. □Atkvæðagreiðsla skal fara fram á tímabilinu 1. til 20. maí á því ári sem kjósa skal, en atkvæðagreiðsla skal standa yfir í fimm sólarhringa samfellt. □Kjörstjórn auglýsir í prentuðum dagblöðum og á vefsvæði þjóðkirkjunnar hvenær kosning hefst og hvenær henni lýkur. Auglýsing skal birt a.m.k. viku áður en kosning hefst. □Allar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd kosninga skulu vera aðgengilegar á vefsíðu þjóðkirkjunnar, á biskupsstofu og hjá próföstum. □Við framkvæmd og fyrirkomulag kosninga skal eftir því sem við á hafa hliðsjón af lögum um kosningar til Alþingis. 13. gr. Afkóðun og talning atkvæða. ■Talning atkvæða skal hefjast innan sólarhrings frá lokum kosningar. Áður en talning hefst skulu atkvæðin afkóðuð. □Aðgengi að dulkóðun kosningakerfisins skal stýrt með tvískiptu leyniorði. Fulltrúi

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.