Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 86
86 87
kjörstjórnar og fulltrúi kirkjuráðs búa til og varðveita hvor sinn helming leyniorðsins
meðan kosning varir.
□Áður en talning atkvæða hefst koma fulltrúarnir hinu tvískipta leyniorði fyrir í
afkóðunar hluta kosningakerfisins.
□Að lokinni afkóðun atkvæða í kosningakerfinu skulu atkvæðin talin og niðurstöður
kosningarinnar teknar saman í talningarhluta kerfisins.
14. gr.
Niðurstöður kosninga.
■Þeir, sem flestir merkja við með atkvæði sínu, eru kjörnir aðalmenn í hverju kjördæmi
fyrir sig og skal fjöldi atkvæða ráða röðun þeirra. Varamenn eru þeir sem næstir koma að
atkvæðum eftir aðalmönnum og skal fjöldi atkvæða ráða röðun þeirra. Hafi tveir eða fleiri
hlotið jafnmörg atkvæði og geta ekki báðir eða allir náð kjöri ræður hlutkesti.
□Kjörstjórn staðfestir niðurstöður og birtir á vefsíðu þjóðkirkjunnar nöfn þeirra er kjörnir
hafa verið svo fljótt sem verða má.
15. gr.
Útgáfa kjörbréfa.
■Kjörstjórn gefur út kjörbréf til aðalmanna og varamanna og skal röð varamanna greind
sérstaklega.
16. gr.
Innköllun varamanna.
■Ef kirkjuþingsmaður andast á kjörtímabilinu, flyst úr kjördæminu eða forfallast tíma bundið
eða varan lega, tekur varamaður hans sæti í þeirri röð sem hann er til kjörinn. Hafi kirkjuþings-
maðurinn gegnt embætti forseta kirkjuþings, skal kirkjuþing kjósa til embættisins að nýju.
□Varamaður tekur sæti aðalmanns í föstum þingnefndum og þarf ekki að kjósa að nýju
um sæti aðalmannsins.
17. gr.
Meðferð gagna eftir að talningu er lokið.
■Að kærufresti liðnum eða eftir að yfirkjörstjórn hefur kveðið upp úrskurð sinn
varðandi kosninguna, hafi hún verið kærð, skal kjörstjórn sjá til þess að öllum atkvæðum,
dulkóðuðum og afkóðuðum, rafrænni kjörskrá og afkóðunarlyklum verði eytt úr
kosningakerfinu. Kjörstjórn tilkynnir kirkjuráði þegar eyðing gagnanna hefur átt sér stað.
18. gr.
Uppstillingarnefnd.
■Kirkjuráð skipar uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar. Í uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar
eru níu menn einn úr hverju prófastsdæmi. Kirkjuþing kýs í nefndina til fjögurra ára á
þriðja reglulega kirkjuþingi eftir síðasta kjör til kirkjuþings. Formaður og varaformaður
skulu kosnir sérstaklega úr hópi nefndarmanna.