Jökull - 01.01.2005, Page 166
Oddur Sigurðsson
2. mynd. Séð yfir sporð Kirkjujökuls úr flugvél 14. september 2004. Fjallkirkja gnæfir þar á bak við. Í bak-
sýn er Eiríksjökull og austur úr honum skríða Ögmundarjökul og Þorvaldsjökull (til hægri). – Kirkjujökull
outlet glacier in eastern Langjökull ice cap has been monitored since 1997. Eiriksjökull ice cap in background.
Ljósm./Photo:Oddur Sigurðsson.
23,7 m á þessum stað. Það er mesta breyting sem orð-
ið hefur á einu ári á síðustu áratugum.
Blekkilsmið, þ.e. sá staður við ána þar sem Blekk-
illinn hverfur undir ísbungu skriðjökulstungunnar, er
nú sunnar og nær jökli en nokkru sinni frá því
að athugun á því hófst. Hnitin eru: N65◦43,602’
V18◦38,825’.
Jökullinn er allur nokkuð sprunginn og óhægur yf-
irferðar en þó ekki eins og í fyrra en þá virtist vera ein-
hverskonar hlaup í honum enda hafði hann lítið hopar
þrátt fyrir hlýindin sem þá voru. Þríhyrndur urðarfláki
er í jökulsporðinum austan við mælistaðinn, nokkurs
konar rönd. Þar nær jökullinn lengst fram.
Áin kemur tiltölulega vatnsmikil og mórauð á um
20 m kafla undan jöklinum vestantil og hefur breytt
sér töluvert frá því í fyrra, en þá kom hún í tveimur
álum undan ísröndinni. Sprungur og niðurföll í ísn-
um marka fyrir árfarveginum undir jökli. Jökullituð
Gljúfuráin fellur síðan í blátæra Skíðadalsána utan við
Sveinsstaði. Neðan ármótanna hefur Skíðadalsá á sér
greinilegan jökulvatnslit. Hún er þó ekki eins mórauð
og Svarfaðardalsá sem enn fær á sig lit frá Búrfells-
jökli sem hefur ekki lokið framhlaupi því sem hófst í
jöklinum fyrir þremur árum. Jöklamælingamaðurinn
kvað að lokinni mælingu: Gljúfurárjökull grið ei fær /
í gróðurhúsavetrum, / tapað hefur tel ég nær / tuttugu
og fjórum metrum.“
Grímslandsjökull – Þeim félögum Sigurði Bjarklind
og Karli Halldórssyni kom margt spánskt fyrir sjónir
sem sjá má af bréfi þeirra.
„Við félagarnir röltum upp eftir Ytri-Jökulsá að
venju en sáum fljótlega að landslagið hafði mikið
breyst frá fyrri árum. Neðan við jökulinn höfðum við
hingað til gengið á sléttri fönn en nú var svo sannar-
166 JÖKULL No. 55, 2005