Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 177
Society report
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 3.–12. júní 2005
Magnús Tumi Guðmundsson
Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is
INNGANGUR
Eldgosið í Grímsvötnum í nóvember á síðasta ári
skipaði stóran sess í þessari vorferð. Nýr gígur mynd-
aðist í gosinu og gjóskugeiri lá undir hjarni vetrar-
ins til norðurs og norðausturs frá Grímsvötnum allt
að jökulrönd á Dyngjujökli. Meðal helstu verkefna
var að kanna ummerki um gosið, mæla útbreiðslu og
þykkt gjóskunnar á jöklinum og þær breytingar sem
urðu í Grímsvötnum.
Lagt var upp í vorferðina föstudagskvöldið 3. júní
en komið niður á sunnudeginum helgina á eftir. Að
venju var lagt upp frá Select stöðinni við Suðurlands-
braut, ekið í Jökulheima og gist þar aðfararnótt laugar-
dags. Þátttakendur voru 24, en að auki voru fjórir sem
aðeins tóku langa helgi og fóru til byggða mánudag-
inn 6. júní. Fararstjóri var sá sem þetta ritar en umsjón
með matarbirgðum hafði Sjöfn Sigsteinsdóttir.
Á laugardag var farið í björtu og fallegu veðri upp
Tungnaárjökul á Grímsfjall með viðkomu á Vestari
Svíahnúk. Var jökullinn greiðfær, en sporður hans
þó snjólaus eins og verið hefur sum undanfarin ár. Á
Vestari Svíahnúk beindust augu fólks að nýja gígnum
í suðvesturhorninu. Þangaðmundi leiðin liggja næstu
daga en ekki var ljóst hversu greiðfært yrði niður í
gíginn. Að auki fór einn bíll norður á Hamarinn til að
setja upp GPS landmælingatæki. Síðdegis voru far-
angur og tæki tekin af bílum og gert klárt fyrir verk-
efni næstu daga. Lítill hópur fór á vélsleðum í stutta
könnunarferð niður í Grímsvötn, en vegna eldgoss-
ins haustið áður og jökulhlaups í mars mátti búast við
töluverðum sprungum. Því þótti rétt að nýta skyggnið
til að finna slóðir. Gekk sú ferð að óskum. Til að kom-
ast niður í gíginn þurfti að síga niður efsta haftið en á
uppleið fannst önnur betri leið þó brött væri. Snævarr
Guðmundsson kom fyrir föstum línum í uppgöngunni
og var eftir það greiðfært niður í gíginn.
GPS mælingar á Pálsfjalli. – The GPS station at Páls-
fjall. Ljósm./Photo. Erik Sturkell.
Á sunnudeginum 5. júní hófust rannsóknir af full-
um krafti og héldu nokkrir hópar af stað um morgun-
inn, hver í sína áttina til að sinna margvíslegum verk-
efnum. Veður var nothæft lengst af og ágætt á köflum.
Þó hélt hópurinn til á Grímsfjalli þriðjudaginn 7. júní
vegna sunnan hvassviðris og slyddu. Þó svo tímafrek-
ustu viðfangsefnin tengdust rannsókn á gosinu í nóv-
ember 2004 voru mörg önnur verkefni unnin eins og
jafnan í vorferðum.
RANNSÓKNIR
1. Vatnshæð Grímsvatna var metin 1362 m y.s., út frá
mælingu viðmastur á íshellunni. Vatnsborð var sjáan-
legt vestanvert við gosstöðvarnar frá 1998, en þangað
varð ekki komist vegna sprungna.
2. Vetrarafkoma var mæld í Grímsvötnum, á Háu-
bungu og Bárðarbungu. Í Grímsvötnum var árlagið
aðeins 3,42 m á þykkt (vatnsgildi 1970 mm) sem er
langt undir meðallagi. Sama var uppi á teningnum
annars staðar.
JÖKULL No. 55, 2005 177