Jökull


Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 177

Jökull - 01.01.2005, Blaðsíða 177
Society report Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 3.–12. júní 2005 Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is INNGANGUR Eldgosið í Grímsvötnum í nóvember á síðasta ári skipaði stóran sess í þessari vorferð. Nýr gígur mynd- aðist í gosinu og gjóskugeiri lá undir hjarni vetrar- ins til norðurs og norðausturs frá Grímsvötnum allt að jökulrönd á Dyngjujökli. Meðal helstu verkefna var að kanna ummerki um gosið, mæla útbreiðslu og þykkt gjóskunnar á jöklinum og þær breytingar sem urðu í Grímsvötnum. Lagt var upp í vorferðina föstudagskvöldið 3. júní en komið niður á sunnudeginum helgina á eftir. Að venju var lagt upp frá Select stöðinni við Suðurlands- braut, ekið í Jökulheima og gist þar aðfararnótt laugar- dags. Þátttakendur voru 24, en að auki voru fjórir sem aðeins tóku langa helgi og fóru til byggða mánudag- inn 6. júní. Fararstjóri var sá sem þetta ritar en umsjón með matarbirgðum hafði Sjöfn Sigsteinsdóttir. Á laugardag var farið í björtu og fallegu veðri upp Tungnaárjökul á Grímsfjall með viðkomu á Vestari Svíahnúk. Var jökullinn greiðfær, en sporður hans þó snjólaus eins og verið hefur sum undanfarin ár. Á Vestari Svíahnúk beindust augu fólks að nýja gígnum í suðvesturhorninu. Þangaðmundi leiðin liggja næstu daga en ekki var ljóst hversu greiðfært yrði niður í gíginn. Að auki fór einn bíll norður á Hamarinn til að setja upp GPS landmælingatæki. Síðdegis voru far- angur og tæki tekin af bílum og gert klárt fyrir verk- efni næstu daga. Lítill hópur fór á vélsleðum í stutta könnunarferð niður í Grímsvötn, en vegna eldgoss- ins haustið áður og jökulhlaups í mars mátti búast við töluverðum sprungum. Því þótti rétt að nýta skyggnið til að finna slóðir. Gekk sú ferð að óskum. Til að kom- ast niður í gíginn þurfti að síga niður efsta haftið en á uppleið fannst önnur betri leið þó brött væri. Snævarr Guðmundsson kom fyrir föstum línum í uppgöngunni og var eftir það greiðfært niður í gíginn. GPS mælingar á Pálsfjalli. – The GPS station at Páls- fjall. Ljósm./Photo. Erik Sturkell. Á sunnudeginum 5. júní hófust rannsóknir af full- um krafti og héldu nokkrir hópar af stað um morgun- inn, hver í sína áttina til að sinna margvíslegum verk- efnum. Veður var nothæft lengst af og ágætt á köflum. Þó hélt hópurinn til á Grímsfjalli þriðjudaginn 7. júní vegna sunnan hvassviðris og slyddu. Þó svo tímafrek- ustu viðfangsefnin tengdust rannsókn á gosinu í nóv- ember 2004 voru mörg önnur verkefni unnin eins og jafnan í vorferðum. RANNSÓKNIR 1. Vatnshæð Grímsvatna var metin 1362 m y.s., út frá mælingu viðmastur á íshellunni. Vatnsborð var sjáan- legt vestanvert við gosstöðvarnar frá 1998, en þangað varð ekki komist vegna sprungna. 2. Vetrarafkoma var mæld í Grímsvötnum, á Háu- bungu og Bárðarbungu. Í Grímsvötnum var árlagið aðeins 3,42 m á þykkt (vatnsgildi 1970 mm) sem er langt undir meðallagi. Sama var uppi á teningnum annars staðar. JÖKULL No. 55, 2005 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.