Jökull - 01.01.2010, Blaðsíða 131
Holocene surface ruptures in the South Iceland Seismic Zone
ingu á undirliggjandi misgengi. Sprungufylki með öf-
ugri hreyfingarstefnu eru þekkt á svæðinu en eru mun
sjaldgæfari. Í þeim hliðrast sprungurnar til hægri,
sem bendir til undirliggjandi vinstri handar sniðgeng-
is. Strikstefna þessara misgengja er oftast ANA. Þessi
sniðgengi eru vensluð þeim fyrrnefndu og eru orðin til
í sama spennusviði. Aðrar sprungustefnur koma fyr-
ir á Suðurlandi en eru miklu sjaldgæfari. Fyrirbrigði
sem tengjast sprunguhreyfingunum er víða að finna,
svo sem niðurföll og sprunguhólar. Sprunguhólar
verða til milli sprunguenda þar sem sprungur hliðrast
til innan sprungufylkis (3. og 4. mynd). Hæð hólanna
getur verið allt að fáeinir metrar og er tengd stærð mis-
gengisfærslunnar og þar með stærð skjálftans sem hún
olli. Sprunguhólar sem mynduðust í skjálftunum 1630
og 1912 eru heilu stærðarþrepi hærri en þeir sem urðu
til í skjálftunum 17. og 21. júní 2000 og 29. maí 2008.
Niðurföll myndast oft í yfirborðslögum þar sem opn-
ar sprungur eru undir. Þau geta verið margir metrar á
dýpt og tugir metra í þvermál (5. mynd). Borin hafa
verið kennsl á og kortlögð ummerki og upptakamis-
gengi nokkurra sögulegra jarðskjálfta, t.d. 1630, 1784,
1896 og 1912. Þessir skjálftar urðu allir vegna hægri
handar sniðgengishreyfinga á misgengjum með N-S
strikstefnu, þ.e. ef staðið er á bakka misgengisins virð-
ist andstæður bakki hreyfast til hægri. Heildarhreyfing
jarðskorpunnar yfir flekaskilin skýrist með svoköll-
uðu bókahillulíkani. Flekaskilin snúa í austur-vestur
en Hreppaflekinn norðan skilanna færist í vestur mið-
að við Evrasíuflekann sem er sunnan þeirra. Sprung-
urnar snúa þvert á skilin og hreyfingin veldur vinstri
snúningi á spildunum milli þeirra en hægri handar
sniðgengishreyfingu um sprungurnar sjálfar. Sprung-
ur og mæld aflögun í tengslum við skjálftana á Suð-
urlandi 2000 og 2008 eru í góðu samræmi við þetta
hreyfilíkan.
REFERENCES
Angelier, J. and F. Bergerat 2002. Behaviour of a rupture
of the June 21st, 2000, earthquake in South Iceland as
revealed in an asphalted car park. J. Struct. Geol. 24,
1925–1936.
Angelier, J., F. Bergerat, M. Bellou and C. Homberg 2004.
Co-seismic strikeslip displacement determined from
push-up structures: The Selsund Fault case, South Ice-
land. J. Struct. Geol. 26, 709–724.
Angelier, J., F. Bergerat, R. Stefansson and M. Bel-
lou 2008. Seismotectonics of a newly formed trans-
form zone near a hotspot: Earthquake mechanisms
and regional stress in the South Iceland Seismic Zone.
Tectonophysics 447, 95–116.
Árnadóttir, Th., H. Geirsson and P. Einarsson 2004. Co-
seismic stress changes and crustal deformation on
the Reykjanes Peninsula due to triggered earthquakes
on June 17, 2000. J. Geophys. Res. 109, B09307,
doi:10.1029/2004JB003130.
Árnadóttir, Th., B. Lund, W. Jiang, H. Geirsson, H.
Björnsson, P. Einarsson and T. Sigurdsson 2009.
Glacial rebound and plate spreading: Results from the
first countrywide GPS observations in Iceland. Geo-
phys. J. Int. 177, 691–716, doi:10.1111/j.1365-246X.
2008.04059.x.
Bergerat, F. and J. Angelier 2000. The South Iceland Seis-
mic Zone: tectonic and seismotectonic analyses re-
vealing the evolution from rifting to transform motion.
J. Geodynamics 29, 211–231, doi:10.1016/S0264-
3707(99)00046-0.
Bergerat, F. and J. Angelier 2003. Mechanical behaviour
of the Árnes and Hestfjall Faults of the June 2000
earthquakes in Southern Iceland: inferences from sur-
face traces and tectonic model. J. Struct. Geol. 25,
1507–1523.
Bergerat, F., A. Gudmundsson, J. Angelier and S. Th.
Rögnvaldsson 1998. Seismotectonics of the central
part of the South Iceland Seismic Zone. Tectono-
physics 298, 319–335.
Bergerat, F., J. Angelier, A. Gudmundsson and H. Tor-
fason 2003. Push-ups, fracture patterns, and palaeo-
seismology of the Leirubakki Fault, South Iceland. J.
Struct. Geol. 25, 591–609. doi:10.1016/S0191-8141-
(02)00051-2.
Bjarnason, I. Th. and P. Einarsson 1991. Source mecha-
nism of the 1987 Vatnafjöll earthquake in South Ice-
land. J. Geophys. Res. 96, 4313–4324.
Bjarnason, I. Th., W. Menke, Ó. G. Flóvenz and D. Caress
1993a. Tomographic image of the Mid-Atlantic plate
boundary in Southwestern Iceland. J. Geophys. Res.
98, 6607–6622.
Bjarnason, I. Th., P. Cowie, M. H. Anders, L. Seeber and
C. H. Scholz 1993b. The 1912 Iceland earthquake rup-
JÖKULL No. 60 131