Jökull - 01.01.2010, Blaðsíða 220
hannesson, Íslenskum orkurannsóknum fjallaði um
jarðhita á Vestfjörðum, dreifingu og uppruna, Árni
Hjartarson, Íslenskum orkurannsóknum fjallaði um
manngerða hella og hellisgerðarberg, Kristján Jónas-
son, Náttúrufræðistofnun Íslands fjallaði um flokk-
un háhitasvæða, jarðfræði, landmótun og yfirborð-
summerki jarðhita, Jón Eiríksson, Jarðvísindastofn-
un Háskólans fjallaði um móberg og jöklabreyting-
ar: gögn frá jarðlagasniði á Tjörnesi og Sigurður
Sveinn Jónsson, Íslenskum orkurannsóknum fjallaði
um nýjar steindir í Vestmannaeyjum og Heklu. Í lokin
flutti Sigmundur Einarsson, Náttúrufræðistofnun Ís-
lands bráðskemmtilega samantekt og í kjölfarið var
móttaka til heiðurs Sveini Jakobssyni sjötugum. Um
80–90 manns sóttu ráðstefnuna sem tókst í alla staði
mjög vel, Sveini og öðrum sem hana sóttu til mikillar
ánægju.
Áslaug Geirsdóttir óskaði eftir því að láta af starfi
ritstjóra Jökuls á árinu. Áslaug hefur starfað sem rit-
stjóri Jökuls í 15 ár og í hennar tíð hefur tímaritið vax-
ið og dafnað. Jarðfræðafélag Íslands vill þakka henni
fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Breytingar hafa
verið gerðar á ritstjórn Jökuls og ritstjórum fjölgað.
Gréta Björk Kristjánsdóttir og Leó Kristjánsson hafa
verið skipuð ritstjórar fyrir hönd JFÍ.
Nefndir
Eftirfarandi nefndir störfuðu á vegum félagsins á ár-
inu 2009.
Ritnefnd Jökuls – fulltrúi félagsins í ritnefnd jök-
uls: Áslaug Geirsdóttir (ritstjóri). Áslaug hætti á ár-
inu og við henni tóku Gréta Björk Kristjánsdóttir og
Leó Kristjánsson. Í ritnefnd eru: Karl Grönvold og
Kristján Sæmundsson.
Sigurðarsjóður – Þorsteinn Sæmundsson (formaður),
Freysteinn Sigmundsson og Kristín S. Vogfjörð.
Sigurðarmedalía – Olgeir Sigmarsson (formaður),
Ármann Höskuldsson og Þorsteinn Sæmundsson.
Orðanefnd – Haukur Jóhannesson (formaður), Stein-
þór Níelsson og Ívar Örn Benediktsson.
Siðanefnd – Ívar Örn Benediktsson (formaður), Daði
Þorbjörnsson og Kristín S. Vogfjörð.
IUGS (nefnd skipuð af umhverfisráðherra) – Þorsteinn
Sæmundsson situr í stjórn fyrir hönd JFÍ.
Þorsteinn Sæmundsson
220 JÖKULL No. 60