Jökull - 01.01.2010, Blaðsíða 218
Society report
Jarðfræðafélag Íslands
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2008
Á fyrri hluta ársins 2008 störfuðu í stjórn félagsins
Andri Stefánsson (formaður), Börge Wigum (vara-
formaður), Bjarni Richter (gjaldkeri), Eydís Eiríks-
dóttir (ritari), Kristín Vogfjörð (meðstjórnandi), Sól-
ey Unnur Einarsdóttir (meðstjórnandi), Anette Kær-
egaard Mortensen (meðstjórnandi). Á aðalfundi urðu
eftirfarandi breytingar. Úr stjórn gengu þeir Börge
Wigum og Bjarni Richter. Jarðfræðafélagið vill þakka
þeim fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Í stað
þeirra komu Þorsteinn Sæmundsson og Björn Harð-
arson. Skipun stjórnar eftir aðalfund var þessi. Andri
Stefánsson (formaður), Kristín Vogfjörð (varaformað-
ur), Anette Kæregaard Mortensen (gjaldkeri), Ey-
dís Salóme Eiríksdóttir (ritari), Þorsteinn Sæmunds-
son (meðstjórnandi), Sóley Unnur Einarsdóttir (með-
stjórnandi), Björn Harðarson (meðstjórnandi). Vigfús
Eyjólfsson sá um vefsíðu félagsins www.jfi.is.
Alls eru nú yfir 270 félagar skráðir í félagið. Störf
þess voru með hefðbundnum hætti á árinu. Vorráð-
stefna og aðalfundur félagsins fóru fram þann 30. apríl
2008 og haustráðstefnan 27. nóvember 2008.
Af öðrum viðburðum ársins ber hæst að nefna IA-
VCEI ráðstefnuna sem haldin var í Reykjavík í ágúst
2008 sem tókst frábærlega með yfir 1000 þátttakend-
um. Á ráðstefnunni var Stephen Sparks, prófessor í
eldfjallafræði við Háskólann í Bristol, veitt Sigurðar-
medalía.
Tveir félagar féllu frá á árinu, Elsa G. Vilmundar-
dóttir og Freysteinn Sigurðsson. Félagsmenn minnast
þeirra með virðingu og þakklæti fyrir mikilsvert fram-
lag þeirra í þágu jarðvísinda.
Vorráðstefna félagsins var haldin í Öskju, náttúru-
fræðahúsi Háskóla Íslands. Ráðstefnuna sóttu yfir 70
félagar og tókst vel til. Dagskrá ráðstefnunnar var að
venju fjölbreytt og fjölmörg áhugaverð erindi flutt.
Haustráðstefna félagsins fór fram 27. nóvember
og bar heitið: „Jarðskjálftarannsóknir“. Ráðstefn-
an var haldin í Orkugarði. Um var að ræða hálfs-
dagsráðstefnu að venju og mættu um 70 félagar. Á
ráðstefnunni voru flutt 8 erindi. Einar Kjartans-
son á Veðurstofu Íslands fjallaði um aðvaranir strax
eftir jarðskjálfta – SAFER verkefnið, Ólafur Guð-
mundsson Háskólanum í Reykjavík fjallaði um sneið-
myndir úr jarðsuði, Símon Ólafsson Rannsóknarmið-
stöð í jarðskjálftaverkfræði, Háskóla Íslands fjallaði
um dvínun hröðunar í íslenskum jarðskjálftum, Sig-
urlaug Hjaltadóttir á Veðurstofu Íslands fjallaði um
notkun endurstaðsettra smáskjálfta til kortlagninga,
Ólafur Flóvenz Íslenskum orkurannsóknum fjallaði
um jarðskjálfta til jarðhitarannsókna á Íslandi, Bryn-
dís Brandsdóttir, Háskóla Íslands fjallaði um að
ákvarða upptök jarðskjálfta, aðferðir og galla, Bene-
dikt Halldórsson, Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálfta-
verkfræði, Háskóla Íslands fjallaði um ICEARRAY
netið í Hveragerði og mælingar á Suðurlandsskjálft-
anum 29. maí 2008 og Kristín S. Vogfjörð, Veðurstofu
Íslands um Suðurlandsskjálfta, forskjálfta og „trigger-
aða“ skjálfta
Nefndir
Eftirfarandi nefndir störfuðu á vegum félagsins á ár-
inu 2008.
Ritnefnd Jökuls – fulltrúar félagsins í ritnefnd Jökuls
eru: Áslaug Geirsdóttir (ritstjóri), Karl Grönvold og
Kristján Sæmundsson.
Sigurðarsjóður – Andri Stefánsson (formaður), Frey-
steinn Sigmundsson og Kristín S. Vogfjörð.
Sigurðarmedalía – Freysteinn Sigmundsson (formað-
ur), Andri Stefánsson og Olgeir Sigmarsson.
Orðanefnd – Haukur Jóhannesson (formaður), Frey-
steinn Sigurðsson og Sigurður Sveinn Jónsson.
IUGS (nefnd skipuð af umhverfisráðherra) – Andri
Stefánsson situr í stjórn fyrir hönd JFÍ.
Andri Stefánsson
218 JÖKULL No. 60