Jökull - 01.01.2010, Blaðsíða 202
Oddur Sigurðsson
skriðjöklar nái ekki lengur saman og er þá orðin jök-
ullaus leið í Ærfjall.“
Fjallsjökull – Helgi segir enn: „Þegar við mældum
Fjallsjökul upp af Gamlaseli gengum við meðfram
Fjallsárlóni og óðum yfir Hrútá þar sem hún rann í
mörgum álum áður en hún féll út í lónið. Þar er Hrútá
að mynda nýja árkeilu sem stækkar ört. Í nánd við
mælistaðinn má sumstaðar sjá steina sem eru slípað-
ir að ofan og eru með jökulrákum sem eru með sömu
stefnu og jökulstraumurinn. Þarna eru ýmsar plöntu-
tegundir búnar að nema land og dafna vel, enda er það
útilokað frá beit. Það vakti athygli okkar að nýlega
hefðu brotnað mjög stórar ísblokkir af þverhníptum
ísveggnum sem gengur út í Fjallsárlón og voru þar á
floti. Á bakkanum þar á móti sást nýlegt flóðfar, sem
náð hefur tveggja m hæð eftir mælingu okkar.“
Breiðamerkurjökull – Á bakkanum við vestanvert
Breiðárlón sást sumstaðar í jarðveg eða mólag. Þar
sást í endann á sívölum birkistofni með berki allt að
10 cm í þvermál. Ekki voru tök á að kanna það betur.
Heinabergsjökull – Með mælingablöðum frá Eyj-
ólfi Guðmundssyni og Hjördísi Skírnisdóttur barst
skýrsla um mælinguna frá Iðunni Töru Ásgrímsdótt-
ur sem skrifaði fyrir hönd mælingahóps nemenda í
Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Með-
al þeirra sem að því stóðu voru Alla, Amor, Andri
Geir, Atli, Brynjar, Elva, Ester Lind, Freyr, Hörður,
Kolbrún, Nanna Halldóra, Níels, Ottó Marvin og Óli
Albert. Gott er að vita til þess að svo stór hópur ung-
menna kynnist jöklamælingum á hverju ári.
Rjúpnabrekkujökull – Smári Sigurðsson þurfti að
hliðra mælingalínunni vestur vegna þess að aur huldi
sporðinn og sýndi ekki eðlilega breytingu. Auk þess
segir hann: „Vetrarákoma á svæðinu hefur verið meiri
en undangengna vetur. Töluvert meira nýsnævi var
norðan í hnjúknum og skaflar langt fram eftir sumri.
Gróður náði sér ekki almennilega á strik. Er þar vafa-
lítið um að kenna kulda í júní og síðan þurrki það
sem eftirlifði sumars. Skaflar norðan í Gæsahnjúki
eru ekki horfnir enn (6. september), sem ekki hefur
gerst í nokkuð mörg ár.“
Glacier variations 1930–1970, 1970–1995, 1995–
2007 and 2007–2008
The summer 2008 ranks among top 20 on record in
temperature. Winter precipitation was about average
except in the northwestern peninsula where it was
above average. Drangajökull ice cap benefited from
that. The mass balance of Hofsjökull ice cap was
negative by about 0.5–1 m water equivalent. Glacier
variations were measured at 46 locations. Five glacier
snouts advanced and 41 retreated. Six locations were
inaccessible or measurement could not be carried
through because of snow or debris. Of interest is the
advance of the eastern side of Skeiðarárjökull but that
can hardly be classified as a surge.
202 JÖKULL No. 60