Jökull


Jökull - 01.01.2010, Page 222

Jökull - 01.01.2010, Page 222
Magnús T. Guðmundsson efnin sem JÖRFÍ kom að í samvinnu við aðra voru vorferð á Vatnajökul, afkomumælingar á Mýrdalsjökli og sporðamælingar. Til viðbótar má nefna tvö verk- efni sem tengjast sérstöðu Vatnajökuls, rannsóknir á Skaftárkötlum og á jarðhita í Kverkfjöllum. Afkomumælingar á Mýrdalsjökli Eins og undanfarin tvö ár stóð félagið fyrir hópferð síðastliðið vor þar sem boraðar voru þrjár afkomu- holur, stikum komið fyrir og þeirra vitjað um haust- ið. Vorferðin var farin 9. maí en haustferðin 20. sept- ember. Þessar ferðir eru nú farnar að skila veruleg- um árangri. Fyrsta ferðin var farin 2001 en mælingar voru gloppóttar fram til 2007. Afkoma á Mýrdalsjök- ul sunnanverðan er 10–12 m, álíka og á Öræfajökli og eru þetta úrkomusömustu staðir landsins. Vorferðin Ferðin var með nokkuð hefðbundnu sniði, farið um Jökulheima og Tungnaárjökul í Grímsvötn. Þar dvaldi stærstur hluti hópsins, en nokkrir voru þó í Kverkfjöll- um við mælingar. Ferðin var dagana 29. maí til 6. júní. Vorferðin er samvinnuvettvangur margra aðila. Framlög Landsvirkjunar og Vegagerðarinnar skipta miklu máli. Boli, snjóbíll HSSR gegnir lykilhlutverki sem flutningatæki en vorferðir flytja nú mikið af því eldsneyti sem notað er í rannsóknum ársins. Rannsóknir á Skaftárkötlum Hinu viðamikla verkefni um Skaftárkatla sem hófst 2006 er nú að ljúka. Að verkefninu hefur staðið öfl- ugur rannsóknarhópur félaga á Veðurstofunni og Jarð- vísindastofnun í samvinnu við Háskólann á Hawaii og fleiri aðila. Árangur verkefnisins er mikill því bor- að var í báða katlana, sýnum safnað og margvíslegar mælingar gerðar, m.a. á hita og þrýstingi í vatni undir kötlunum. Bergur Einarsson lauk MS prófi við Há- skóla Íslands. Verkefni hans fjallaði um Skaftárhlaup 2006 og framrás vatns undir jöklinum og byggði á hinum nákvæmu gögnum sem fengust í rannsóknun- um. Frekari úrvinnsla mun vera í gangi. Rannsóknir á jarðhita í Kverkfjöllum Áhugi á rannsóknum á óspjölluðum jarðhitasvæðum fer nú vaxandi eftir því sem borun og nýting vex víða um land. Sum áhugaverðustu svæðin eru í Vatnajökli og er Kverkfjöll í þeirra hópi. Rannsóknir sem snúa að því að meta náttúrulegt varmaflæði þess eru nú hafn- ar, ekki með nýtingu í huga heldur til að auka skilning á hegðun jarðhitans. Björn Oddsson vinnur að þess- um rannsóknum sem hluta af doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands. Tengjast þær einnig athugunum sem unnar hafa verið undanfarin ár og áratugi á afli jarð- hita í Grímsvötnum í vorferðum JÖRFÍ. Sporðamælingar Sporðamælingarnar eru í öruggri umsjá Odds Sig- urðssonar. Umsagnir bárust um 49 mælistaði en ekki reyndist mögulegt að mæla í 12 þeirra. Af hinum 37 er það að segja að jöklar hopuðu á 32 stöðum, framgang- ur var á fjórum stöðum og einn stóð í stað. Veðurfar er jöklum því óhagfellt eins og verið hefur lengst af í heila öld. Nákvæm kortlagning jökla með LIDAR Á árinu 2008 hófst átaksverkefni á vegum allmargra aðila um að kortleggja yfirborð íslenskra jökla með nýjustu radartækni. Á fyrsta ári verkefnisins fengust mjög nákvæm kort af t.d. Snæfellsjökli og Múlajökli. Ekki tókst að halda verkinu áfram á síðasta ári vegna tæknilegra örðugleika en vonir standa til að áfram miði á árinu 2010. JÖRFÍ er ekki beinn þátttakandi en mun styðja við verkefnið og hjálpa til við mæling- ar á jörðu niðri ef með þarf. Kortlagningin er þáttur í alþjóða heimskautaárinu og framlag Íslands til þess. FUNDIR Að venju voru haldnir þrír almennir fundir og fóru all- ir fram hér í stofu 132 í Öskju. Eftir aðalfundarstörf hélt Oddur Sigurðsson myndasýningu og fjallaði um nöfn íslenskra jökla í tilefni að útkomu bókar sinn- ar og Richie Williams um það efni. Á vorfundi 28. apríl hélt Þorsteinn Þorsteinsson erindi um Himalaya- jökla í hlýnandi loftslagi og Pétur Þorleifsson sýndi myndir frá skálabyggingum Jöklarannsóknafélagsins. Haustfundurinn var 20. október. Þar sagði Eyjólf- ur Magnússon frá niðurstöðum doktorsverkefnis síns við Háskólann í Innsbruck þar sem hann rannsakaði hreyfingar jökla með gervitunglum og hvernig rennsli vatns bið botninn hefur áhrif á botnskrið. Loks sýndi Brynjar Gunnarsson ljósmyndir úr vorferð 2008. Á aðalfundi voru 80 manns, vorfundinn sóttu 45 og 55 manns komu á haustfundinn. 222 JÖKULL No. 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.