Jökull - 01.01.2010, Blaðsíða 200
Oddur Sigurðsson
Norðurlandsjöklar
Búrfellsjökull – Sveinn Brynjólfsson segir í mæl-
ingaskýrslu: „Endagarður að verða íslaus og útflatt-
ur. Sporðurinn hefur þynnst frá 2007 og er nú fyrst
ákvarðaður jaðar jökulsins innan við endagarðinn frá
framhlaupinu 2004. Segja má að þetta 17 m hop sé
uppsafnað a.m.k. síðan 2005.“
Langjökull
Kirkjujökull – Í skýrslu segir Einar Hrafnkell frá mikl-
um aur sem færði eitt merki á kaf. Aurinn virðist hafa
komið með norðurjaðri jökulsins. Svipað gerðist árið
2000.
Leiðarjökull – Að sögn Kristjönu G. Eyþórsdóttur var
jökulsporðurinn í Jökulkróki sléttur að framan og jafnt
hallandi og ekki brattur. Jökuláin kom undan jöklin-
um nær Hengibjörgum en miðjum jaðri. Gangan fram
og aftur frá Þröskuldi og mælingin tóku 5,5 tíma.
Kerlingarfjöll – Loðmundarjökull eystri
Jökulsporðurinn liggur niðri í þröngu gili og er að ét-
ast þar upp og lækka. Einari Hrafnkatli finnst jaðarinn
mjög rytjulegur þar sem lækurinn kemur úr íshelli.
Hofsjökull
Nauthaga- og Múlajökull – Farnar voru tvær ferðir.
Sú fyrri lenti í miklu vatnsveðri og voru þá mældir
tveir austustu punktarnir. Merki eru um mikinn vatna-
gang við jökulsporðinn nálægt Hjartafelli.
Afkoma Hofsjökuls – Mass balance of Hofsjökull
Ár Flatar- Vetur Sumar Árið Jafnv.-
mál lína
Year area Winter Summer Net ELA
km2 m m m (m y.s.)
Sátujökull
2007–2008 81,6 1,74 -2,31 -0,57 1340
1987–2008 -10,64 1320
Þjórsárjökull
2007–2008 235,9 1,84 -2,63 -0,79 1210
1988–2008 -11,32 1220
Blágnípujökull
2007–2008 51,5 1,59 -2,52 -0,93 1360
1988–2008 -9,40 1320
Eyjafjallajökull
Steinsholtsjökull – Úr mælingaskýrslu Ragnars Th.
Sigurðssonar: „Eins og undanfarin ár liggur mjór rani
úr dauðís, að mestu þakinn jökulurð, út frá virka
jökulsporðinum að stækkandi lóni. Að þessu sinni
var ákveðið að dæma hann úr leik að hálfu og miða
fjarlægðarmælinguna við skarð í rananum.“ Þetta er
ástæðan fyrir mikilli breytingu á mælingatölum fyrir
stöðu jökulsporðsins (sjá 1. mynd).
Mýrdalsjökull
Sólheimajökull – Að undanförnu hefur verið mælt frá
stórum steini sem jökullinn skildi eftir er hann gekk
lengst fram 1997. Áin velti steininum og ekki er ljóst
hvort hann færðist úr stað. Önnur merki eru á sín-
um stað svo það er ekki áhyggjuefni. Lítið lón, sem
varð til trafala við mælingu í fyrra er horfið en áin
gengur þar yfir mælilínu þannig að aftur var mælt eft-
ir hliðraðri línu eins og í fyrra. Í skýrslu Einars og
Gunnlaugs, sem er glæsileg að vanda, er einnig sagt
að sporðurinn sé þunnur og auðveldur uppgöngu.
Kötlujökull – Sporður jökulsins er snarbrattur vegna
þess að vikurlagið frá 1918 liggur ofan á honum og
hindra leysingu ofan frá. Af blásporðinum hrynur
og skolast vikurinn og bráðnar hann nær einvörðungu
framan frá. Þetta er ekki ólíkt því sem gerist við sjáv-
arbjörg sem brotna ört í sjó fram en eyðast lítt að ofan.
Vatnajökull
Skeiðarárjökull vestur, miðja – Hannes Jónsson segir
frá mikilli geil næst jökli og óttast að brátt verði ófært
til mæling vegna lóns. Einnig telur hann að stutt sé í
að Súla færist yfir í Gígjukvísl.
Skeiðarárjökull austur – Ragnar Frank Kristjánsson
segir sýnilega á renna meðfram jökuljaðrinum til vest-
urs. Þetta reyndist merkilegur fyrirboði þess sem varð
tæpu ári seinna er Skeiðará breytti um farveg. Fremsti
partur jökulsins er úfinn og tengist það framgangi jök-
ulsins. Hins vegar er jökulyfirborðið slétt nokkru ofar
svo að ekki virðist um framhlaup að ræða. Austustu
merkin voru umflotin Skeiðará og varð því ekki kom-
ist að þeim til mælinga.
Morsárjökull – Lón framan við jökulinn torveldar
mælingu og er hún því ekki mjög nákvæm.
200 JÖKULL No. 60