Jökull - 01.01.2010, Blaðsíða 219
Society report
Jarðfræðafélag Íslands
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2009
Á fyrri hluta ársins 2009 störfuðu í stjórn Jarðfræða-
félags Íslands Andri Stefánsson (formaður), Kristín
Vogfjörð (varaformaður), Anette Kæregaard Morten-
sen (gjaldkeri), Eydís Salóme Eiríksdóttir (ritari), Þor-
steinn Sæmundsson (meðstjórnandi), Sóley Unnur
Einarsdóttir (meðstjórnandi), Björn Harðarson (með-
stjórnandi). Andri Stefánsson lét af embætti formanns
á aðalfundi þann 28. apríl. Félagið vill þakka Andra
fyrir góð störf í þágu félagsins á sinni 3 ára formanns-
tíð. Úr stjórn gekk einnig Anette Kæregaard Morten-
sen og er henni kærlega þökkuð góð störf í þágu
félagsins. Nýir meðlimir í stjórn félagsins eru þau
Theódóra Matthíasdóttir og Ívar Örn Benediktsson.
Nýr formaður var kosinn og var skipun stjórnar eft-
irfarandi: Þorsteinn Sæmundsson (formaður), Kristín
S. Vogfjörð (varaformaður), Sóley Unnur Einarsdótt-
ir (gjaldkeri), Eydís Salome Eiríksdóttir (ritari), Ívar
Örn Benediktsson (meðstjórnandi), Björn Harðarson
(meðstjórnandi) og Theódóra Matthíasdóttir (með-
stjórnandi). Á starfsárinu sá Vigfús Eyjólfsson um
vefsíðu félagsins www.jfi.is. Alls eru nú yfir 270 fé-
lagar skráðir í félagið.
Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á ár-
inu. Vorráðstefna og aðalfundur félagsins fóru fram
þann 28. apríl 2009, haustferð var farin 26. september
2009 og haustráðstefna haldin 23. október 2009.
Vorráðstefna og aðalfundur félagsins 2009 fóru
fram þann 28. apríl í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla
Íslands. Á ráðstefnunni var að vanda fjölbreytt dag-
skrá og mörg stórfróðleg erindi flutt. Ráðstefnuna
sóttu yfir 60 félagar og voru menn á því að vel hafi
tekist til.
Haustferð félagsins var farin 26. september. Ferð-
in var tileinkuð aldarminningu Guðmundar Kjartans-
sonar jarðfræðings frá Hruna. Farið var um helstu
rannsóknarsvæði Guðmundar á Suðurlandi undir leið-
sögn Dr. Hreggviðs Norðdahl jarðfræðings. Áð var
í Hruna og tóku afkomendur Guðmundar þar á móti
hópnum og greindu frá æfi þessa merka manns. Alls
tóku 25 manns þátt í ferðinni sem heppnaðist vel í alla
staði.
Haustráðstefna félagsins fór fram 23. október.
Ráðstefnan var tileinkuð Sveini P. Jakobssyni, jarð-
fræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands og var haldin
í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur þar sem jarð-
vísindafólk, sem á einn eða annan hátt tengist Sveini
eða rannsóknum hans, hélt erindi. Þorsteinn Sæ-
mundsson setti ráðstefnuna og þar á eftir hélt Jón
Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Ís-
land ávarp. Í kjölfarið voru flutt 15 erindi: Sigurð-
ur Steinþórsson, Jarðvísindastofnun Háskólans fjall-
aði um jarðfræðinginn Svein P. Jakobsson, Kristján
Sæmundsson, Íslenskum orkurannsóknum fjallaði um
þætti úr jarðfræði Torfajökuls, Hjalti Franzson, Ís-
lenskum orkurannsóknum fjallaði um eðliseiginleika
móbergstúffs, Magnús Tumi Guðmundsson, Jarðvís-
indastofnun Háskólans fjallaði um stapagos og ráð-
gátuna um stöðugt vatnsborð jökullóna, Snorri Páll
Snorrason, Almennu verkfræðistofunni fjallaði um
rennsli gosefna undir jökli, Halldór G. Pétursson,
Náttúrufræðistofnun Íslands fjallaði um skriðuföll úr
móbergsmyndunum, Olgeir Sigmarsson, Jarðvísinda-
stofnun Háskólans fjallaði um einfalt líkan sem skýr-
ir uppruna þriggja bergraða á Íslandi, Guðrún Lar-
sen, Jarðvísindastofnun Háskólans fjallaði um gögn
og getsakir um ætterni gjóskulaga, Ármann Hösk-
uldsson, Jarðvísindastofnun Háskólans fjallaði um
hafsbotnsrannsóknir fyrir Suður- og Suðvesturlandi,
Leifur A. Símonarson, Jarðvísindastofnun Háskól-
ans fjallaði um steingervinga og eldgos, Haukur Jó-
JÖKULL No. 60 219